Fara í innihald

Aníbal Cavaco Silva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aníbal Cavaco Silva
Forseti Portúgals
Í embætti
9. mars 2006 – 9. mars 2016
ForsætisráðherraJosé Sócrates
Pedro Passos Coelho
António Costa
ForveriJorge Sampaio
EftirmaðurMarcelo Rebelo de Sousa
Forsætisráðherra Portúgals
Í embætti
6. nóvember 1985 – 28. október 1995
ForsetiAntónio Ramalho Eanes
Mário Soares
ForveriMário Soares
EftirmaðurAntónio Guterres
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. júlí 1939 (1939-07-15) (85 ára)
Boliqueime, Algarve
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkur Portúgals (PSD)
MakiMaria Cavaco Silva
StarfStjórnmálamaður, hagfræðingur og háskólaprófessor
Undirskrift

Aníbal António Cavaco Silva (fæddur í Boliqueime, Algarve þann 15. júlí 1939 — ) var forsætisráðherra Portúgals frá 6. nóvember 1985 til 28. október 1995 og sá lýðræðislega kjörni forsætisráðherra landsins sem lengst hefur setið við völd. Cavaco Silva var jafnframt kjörinn forseti Portúgals þann 22. janúar 2006.

Menntun og frami

[breyta | breyta frumkóða]

Cavaco Silva hlaut doktorspróf í hagfræði frá háskólanum í York, Englandi árið 1974, sama ár og fasistastjórn Portúgals missti völdin í landinu. Síðar vann hann við Háskólann í Lissabon, við Kaþólska háskólann og í Seðlabanka Portúgals sem yfirmaður hagfræðisviðs bankans.

Árið 1980 útnefndi forsætisráðherra landsins, Francisco Sá Carneiro, hann sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn sinni þar sem Cavaco Silva var fljótur að aflétta hömlum á fyrirtæki og ýta undir frjáls viðskipti. Eftir sviplegan dauða Sá Carneiro hélt Cavaco Silva sæti sínu í næstu ríkisstjórn. Hann neitaði hins vegar að taka sæti í ríkisstjórn jafnaðarmanna og sósíalista sem lauk þegar hann var kosinn leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins (Partido Social Democrata, PSD) þann 2. júní árið 1985.[1]

Þann 6. nóvember sama ár tók hann sæti sem forsætisráðherra landsins.

Forsætisráðherratíðin: 1985 - 1995

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að hafa náð völdum hélt Cavaco Silva áfram að opna hagkerfi landsins. Hann lækkaði sömuleiðis skatta og ríkið fjárfesti umtalsvert í mannvirkjum og vegakerfi landsins ásamt því að einkavæða ríkisfyrirtæki. Efnahagur Portúgals tók kipp á 9. áratuginum og vinsældir forsætisráðherrans sömuleiðis. Það sem hamlaði stjórninni hins vegar var að hafa ekki meirihluta á portúgalska þinginu.

Árið 1987 neyddist forseti landsins, Mário Soares, til þess að boða til kosninga eftir að Lýðræðisflokkurinn (PRD) dró stuðning sinn við ríkisstjórnina til baka. Niðurstöður kosninganna komu öllum á óvart þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut 50,2% atkvæða og því 148 sæti á 250 manna portúgalska þinginu. Þetta var í fyrsta skipti í sögu landsins sem einn flokkur náði meirihluta sæta.

Árið 1991 endurtók Cavaco Silva leikinn og hlaut aftur meirihluta atkvæða. Þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi hann harkalega fyrir það sem flestir Portúgalar sáu greinilega sem efnahagslegar umbætur svaraði Cavaco Silva þeim með orðum sem talin eru lýsa persónuleika hans vel: „Leyfið mér að vinna“ (deixem-me trabalhar).

Viðvarandi atvinnuleysi í landinu, auk orðróms um mútur ákveðinna ráðherra, varð til þess að vinsældir stjórnarinnar döluðu og Cavaco Silva ákvað að bjóða sig ekki fram í kosningunum sem fram fóru árið 1995. Í stað hans var fyrrum varnarmálaráðherra landsins, Fernando Nogueira, kjörinn leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins sem tapaði í kjölfarið kosningunum og sósíalistar þar sem sósíalistar komust til valda með António Guterres í fararbroddi.

Atlagan að forsetaembættinu

[breyta | breyta frumkóða]

Cavaco Silva bauð sig fram til forseta Portúgals árið 1996 en tapaði naumlega fyrir borgarstjóra Lissabon, vinstrimanninum Jorge Sampaio (46,09% gegn 53,91%). Eftir ósigurinn gerðist Cavaco Silva ráðgjafi í Seðlabanka Portúgals og hagfræðiprófessor við tvo portúgalska háskóla.

Cavaco Silva neitaði að styðja forsætisráðherraefni jafnaðarmannaflokksins, Pedro Santana Lopes, í þingkosningum landsins árið 2005.

Hann bauð sig aftur fram til forseta árið 2006 og sigraði þá kosningarnar með 50,59% atkvæða. Þar með varð hann fyrsti hægrimaðurinn til að verða forseti landsins síðan í byltingunni 1974.[2] Hann er jafnframt annar forseti landsins sem hefur áður gegnt stöðu forsætisráðherra. Sá fyrsti, Mário Soares, bauð sig einnig fram í kosningunum 2006 en hlaut aðeins 14,34% atkvæða. Þrátt fyrir að Cavaco Silva hefði fengið meirihluta atkvæða var ekki nema tæplega þriðjungur þjóðarinnar sem kaus hann, þar sem aðeins rétt rúmlega 60% kosningabærra manna mætti á kjörstað.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Jóhanna Kristjónsdóttir (13. október 1985). „Kannski sterki maðurinn sé nú kominn fram á sjónarsviðið“. Morgunblaðið.
  2. „Cavaco Silva vann í Portúgal“. mbl.is. 23. janúar 2006. Sótt 11. febrúar 2021.


Fyrirrennari:
Mário Soares
Forsætisráðherra Portúgals
(6. nóvember 198528. október 1995)
Eftirmaður:
António Guterres
Fyrirrennari:
Jorge Sampaio
Forseti Portúgals
(9. mars 20069. mars 2016)
Eftirmaður:
Marcelo Rebelo de Sousa