Fairbanks

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning Fairbanks
Miðbær Fairbanks.

Fairbanks er borg í mið-Alaska fylki Bandaríkjanna. Fairbanks er hluti af sveitarfélaginu Fairbanks North Star Borough en þar búa tæp 100 þúsund manns. Í borginni sjálfri eru um 32 þúsund manns. Lestarsamgöngur liggja þaðan til Anchorage.

Borgin stendur við ána Chena sem rennur í Júkonfljót og er á sömu breiddargráðu og Stöðvarfjörður. Háskólinn University of Alaska Fairbanks er sá elsti í fylkinu. Herstöðin Ladd Army Airfield er við borgina.

Fairbanks er þekkt sem kaldasta borg Bandaríkjanna.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.