Fairbanks
Útlit

Fairbanks er borg í mið-Alaska fylki Bandaríkjanna. Fairbanks er hluti af sveitarfélaginu Fairbanks North Star Borough en þar búa tæp 100 þúsund manns. Í borginni sjálfri eru um 32 þúsund manns. Lestarsamgöngur liggja þaðan til Anchorage.
Borgin stendur við ána Chena sem rennur í Júkonfljót og er á sömu breiddargráðu og Stöðvarfjörður. Háskólinn University of Alaska Fairbanks er sá elsti í fylkinu. Herstöðin Ladd Army Airfield er við borgina.
Fairbanks er þekkt sem kaldasta borg Bandaríkjanna.
