Olaf Olsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Olaf Olsen árið 1962.

Olaf Heymann Olsen (7. júní 192817. nóvember 2015) var danskur fornleifafræðingur og forstöðumaður Danska þjóðminjasafnsins frá 1981 til 1995. Hann skrifaði doktorsritgerð um hof og hörga þar sem hann færði rök gegn því að sérstök hof til trúarathafna hefðu verið reglan á Víkingaöld, og að blót hefðu aðallega farið fram á bæjum höfðingja. Fornleifarannsóknir hans snerust aðallega um Víkingaöldina og hann átti þátt í að stýra uppgröftum á Skuldelev-skipunum í Hróarskeldufirði 1962, og rannsakaði hringborgirnar Aggersborg, Trelleborg, Fyrkat og Nonnebakken.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.