Franklin Stahl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Franklin William Stahl (fæddur 8. október 1929 í Boston) er bandarískur sameindalíffræðingur og prófessor á eftirlaunum við Oregon háskóla í Eugene.[1] Hann er þekktastur fyrir tilraunina sem kennd er við hann og Matthew Meselson, en hana framkvæmdu þeir árið 1958 og sýndu með henni fram á að afritun DNA er hálfgeymin (það er, að úr einni tvíþráða DNA-sameind verða tvær sem hvor inniheldur einn „gamlan“ þráð og einn nýsmíðaðan).[2] Síðustu áratugina hefur Stahl fengist mest við rannsóknir á endurröðun DNA í gerfrumum.[3] Honum var veitt Thomas Hunt Morgan orðan fyrir framlag sitt til erfðafræðanna árið 1996.[4]

Heimildir og tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Heimasíða Franklins Stahl við Oregon háskóla“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. september 2006. Sótt 7. mars 2011.
  2. M. Meselson og F. W. Stahl. 1958. „Replication of DNA in Escherichia coliPNAS 44, 671-682.
  3. J. W. Drake. 1997. „The 1996 Thomas Hunt Morgan Medal Franklin W. Stahl“. Genetics 145, 1–2.
  4. „Heimasíða bandaríska erfðafræðisambandsins“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. febrúar 2017. Sótt 7. mars 2011.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.