Iris Murdoch
Útlit
Jean Iris Murdoch (15. júlí 1919 – 8. febrúar 1999) var breskur rithöfundur og heimspekingur, fædd á Írlandi. Murdoch er best þekkt fyrir skáldsögur sínar, þar sem hún sameinar góða persónusköpun og vel uppbyggðan söguþráð og þar sem umfjöllunarefnið er oftar en ekki siðferðis- eða kynferðismál. Fyrsta útgefna skáldsaga hennar, Under the Net, var árið 2001 valin ein af 100 bestu skáldsögum sem hafa verið skrifaðar á ensku af American Modern Library. Hún stundaði nám í Somerville College í Oxford.