Seward

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Seward.
Seward-höfn.

Seward (alutiiq: Qutalleq) er þéttbýlisstaður á suður-Kenai-skaga í Alaska. Íbúar voru um 2.800 árið 2017. Seward er nefndur eftir fyrrum utanríkisráðherra BNA; William H. Seward. Bærinn er endastöð í suðri fyrir Alaska-lestarkerfið.

Árið 1793 stofnaði rússneski landkönnuðurinn Alexander Baranov þar verslunarstöð og var borgin mikilvæg í viðbúnaði Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöld.

Ferðamennska og fiskveiðar eru mikilvægustu atvinnugreinarnar. Alaska Sealife Center sædýrasafnið er eitt af helstu aðdráttaröflum Seward.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Seward, Alaska“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. feb. 2019.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.