Mozilla Foundation

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mozilla Foundation („Mozilla-sjóðurinn“) er bandarísk sjálfseignarstofnun sem heldur utan um Mozilla-verkefnið. Verkefnið stendur að þróun ýmissa opinna forrita eins og vafrans Firefox, tölvupóstforritsins Thunderbird og myndsetningarbúnaðarins Gecko. Undanfari sjóðsins voru Mozilla-samtökin sem stofnuð voru innan Netscape árið 1998, en samtökin stofnuðu Mozilla Foundation 2003 þegar AOL, eigandi Netscape, dró saman seglin í upphafi 21. aldar. Tilgangurinn var að tryggja áframhaldandi þróun hugbúnaðarins. Mozilla Foundation á fyrirtækið Mozilla Corporation sem sér um ráðningar starfsfólks og útgáfu hugbúnaðarins. Stofnunin er staðsett í Mountain View í Silicon Valley í Kaliforníu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.