Matthew Meselson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Matthew Stanley Meselson (fæddur 24. maí 1930 í Denver) er bandarískur sameindalíffræðingur og efnafræðingur. Hann er þekktastur fyrir tilraunina sem kennd er við hann og Franklin Stahl, en hana framkvæmdu þeir árið 1958 og sýndu með henni fram á að afritun DNA er hálfgeymin (það er, að úr einni tvíþráða DNA-sameind verða tvær sem hvor inniheldur einn „gamlan“ þráð og einn nýsmíðaðan).[1] Bandaríska erfðafræðisambandið heiðraði hann árið 1995 með Thomas Hunt Morgan orðunni fyrir framlag hans til erfðafræðanna.[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. M. Meselson og F. W. Stahl. 1958. „Replication of DNA in Escherichia coliPNAS 44, 671-682.
  2. „Heimasíða bandaríska erfðafræðisambandsins“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. febrúar 2017. Sótt 7. mars 2011.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.