2004
Útlit
(Endurbeint frá Apríl 2004)
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2004 (MMIV í rómverskum tölum) var 4. ár 21. aldar og hlaupár sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu .
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Joseph Deiss tók við embætti forseta ríkjasambandsins Sviss.
- 1. janúar - Íslenska kvikmyndin Kaldaljós var frumsýnd.
- 1. janúar - Íslenska kvikmyndin Opinberun Hannesar var frumsýnd.
- 1. janúar - Karólínska sjúkrahúsið var stofnað í Svíþjóð.
- 2. janúar - Geimkönnunarfarið Stardust flaug í gegnum hala halastjörnunnar Wild 2 og safnaði geimryki.
- 3. janúar - Flash Airlines flug 604 hrapaði í Rauðahafið með þeim afleiðingum að 148 fórust.
- 4. janúar - Spirit, könnunarfar NASA lenti á Mars klukkan 04:35 UTC.
- 4. janúar - Mikheil Saakasjvílí sigraði forsetakosningar í Georgíu.
- 5. janúar - Sala á erfðabreyttum skrautfiskum hófst í bandarískum gæludýrabúðum.
- 6. janúar - 15 létust, mest ungmenni, þegar tvær sprengjur sprungu í Kandahar í Afganistan.
- 7. janúar - Mijailo Mijailović gekkst við morðinu á sænska utanríkisráðherranum Önnu Lindh.
- 16. janúar - Réttarhöld yfir bandaríska tónlistarmanninum Michael Jackson hófust í Kaliforníu.
- 18. janúar - 18 létust í bílasprengjuárás á höfuðstöðvar Bandaríkjamanna í Bagdad.
- 23. janúar - Yfir 50 fórust þegar eldur kom upp í brúðkaupsveislu í Srirangam á Indlandi.
- 25. janúar - Marsbifreiðin Opportunity (MER-B) lenti á Mars.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar - Norræna vinstri-græna bandalagið var stofnað í Reykjavík.
- 1. febrúar - Yfir 240 pílagrímar létust í troðningi í Mekka í Sádí-Arabíu.
- 1. febrúar - Yfir 100 létust í sprengjutilræðum í Arbil í Íraska Kúrdistan.
- 1. febrúar - Vísindamenn frá Joint Institute for Nuclear Research sögðu frá uppgötvun frumefnanna nihoníns og moskóvíns.
- 2. febrúar - 92 létust þegar bygging hrundi í Konya í Tyrklandi.
- 3. febrúar - Sæstrengurinn FARICE-1 var tekinn í notkun.
- 3. febrúar - Bandaríska leyniþjónustan CIA viðurkenndi að engar sannanir hefðu fundist fyrir gereyðingarvopnum í Írak.
- 4. febrúar - Netsamfélagið Facebook var stofnað af Mark Zuckerberg.
- 5. febrúar - Skeljatínsluslysið í Moracambe-flóa: Yfir 20 kínverskir farandverkamenn drukknuðu í aðfallinu í Morecambe-flóa á Englandi.
- 6. febrúar - Sjálfsmorðssprengjumaður gerði árás á neðanjarðarlestarstöð í Moskvu. Yfir 40 létust.
- 9. febrúar - Nafni vafrans Mozilla var breytt í Firefox.
- 11. febrúar - Sergio Cragnotti forstjóri ítalska matvælarisans Cirio var handtekinn vegna gjaldþrots fyrirtækisins.
- 12. febrúar - Mattel-fyrirtækið tilkynnti að Barbie og Ken væru hætt saman eftir að hafa verið par í 43 ár.
- 18. febrúar - 320 létust þegar sprenging varð í járnbrautarlest í Íran.
- 24. febrúar - Yfir 600 manns fórust í jarðskjálfta í Marokkó.
- 25. febrúar - Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fór til Marokkó til rústabjörgunnar.
- 26. febrúar - Boris Trajkovski, forseti Makedóníu, fórst í flugslysi við Mostar í Bosníu og Hersegóvínu.
- 29. febrúar - Jean-Bertrand Aristide var steypt af stóli í valdaráni á Haítí.
- 29. febrúar - Milljónir kjúklinga voru drepnir í Asíu til að hefta útbreiðslu fuglaflensu.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 2. mars - Ashura-sprengjuárásirnar: 178 létust í sprengjutilræðum á vegum Al-Kaída í Írak.
- 6. mars - 12 rússneskum vísindamönnum var bjargað af ísfláka í Grænlandshafi eftir að hluti af rannsóknarstöð þeirra sökk.
- 11. mars - Sprengjutilræði var framið í farþegalest í Madrid. 190 manns fórust.
- 11. mars - Hugveitan CEPOS var stofnuð í Kaupmannahöfn.
- 14. mars - Þingkosningar voru haldnar á Spáni þar sem flokkur José Luis Rodríguez Zapatero bar sigur úr býtum.
- 14. mars - Vladimír Pútín var endurkjörinn forseti Rússlands.
- 19. mars - Menntaskólinn í Reykjavík tapaði í fyrsta sinn í 11 ár í Gettu betur. Skólinn beið lægri hlut gegn Borgarholtsskóla í undanúrslitum.
- 19. mars - Rútuslysið í Äänekoski: Langferðabíll rakst á flutningabíl við Äänekoski í Finnlandi með þeim afleiðingum að yfir 20 farþegar létust.
- 23. mars - Síðasti þáttur gamanþáttaraðarinnar Frasier var tekinn upp í Bandaríkjunum.
- 28. mars - Fellibylurinn Katarína, fyrsti hitabeltisfellibylur sem skráður hefur verið í Suður-Atlantshafi, tók land í Brasilíu.
- 29. mars - Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía gerðust öll aðilar að NATO.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 2. apríl - Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía urðu fullgildir meðlimir í NATO.
- 4. apríl - Bandýmannafélagið Viktor var stofnað í Reykjavík.
- 8. apríl - Átökin í Darfúr: Ríkisstjórn Súdan gerði vopnahléssamkomulag við tvo skæruliðahópa.
- 17. apríl - Leiðtogi Hamas, Abdel Aziz al-Rantisi, var drepinn í þyrluárás Ísraelshers á Gasaströndinni.
- 22. apríl - Ryongchon-slysið: Sprenging varð í lest sem flutti eldfiman varning í Norður-Kóreu með þeim afleiðingum að yfir 160 létust.
- 24. apríl - Íbúar Kýpur greiddu atkvæði um Annanáætlunina um sameiningu eyjarinnar. Kýpurgrikkir höfnuðu henni en Kýpurtyrkir samþykktu.
- 28. apríl - Fyrstu myndirnar sem sýndu pyntingar fanga í fangabúðunum í Abu Ghraib birtust í fjölmiðlum.
- 29. apríl - Kvikmyndin Silný kafe var frumsýnd í Tékklandi.
- 30. apríl - Umdeild breyting á útlendingalögum var samþykkt á Alþingi.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. maí - Kýpur, Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland urðu aðilar að Evrópusambandinu.
- 9. maí - Achmat Kadyrov, forseti Téténíu, lést í sprengjuárás í Grosní.
- 14. maí - Friðrik krónprins Dana gekk að eiga Mary Elizabeth Donaldson frá Ástralíu.
- 15. maí - Úkraína sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2004 með laginu „Wild Dances“ sem Ruslana flutti.
- 22. maí - Filippus, prins af Astúrías, gekk að eiga Letiziu Ortiz.
- 24. maí - Alþingi samþykkti umdeilt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum.
- 24. maí - Samtök Napóleonsborga voru stofnuð í Evrópu.
- 29. maí - Blóðbaðið í Khobar: Hryðjuverkamenn á vegum Al-Kaída myrtu 22 í bænum Khobar í Sádí-Arabíu.
- 29. maí - Sameinuðu þjóðirnar lýstu þennan dag Friðargæsludaginn.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 2. júní - Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði lögum um eignarhald á fjölmiðlum staðfestingar.
- 8. júní - Reikistjarnan Venus gekk fyrir sólu séð frá jörðu. Þetta gerðist síðast árið 1882.
- 9. júní - Andrés Önd átti 70 ára afmæli.
- 17. júní - Sundlaugin á Hólmavík var tekin í notkun.
- 21. júní - Scaled Composites SpaceShipOne: SpaceShipOne varð fyrsta einkarekna fyrirtækið sem kom geimflugvél út í geim.
- 22. júní - Belgíski barnaníðingurinn Marc Dutroux var dæmdur í lífstíðarfangelsi.
- 26. júní - Forsetakosningar á Íslandi 2004: Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands.
- 28. júní - Bráðabirgðastjórn Íraks tók við völdum frá hernámsliðinu.
- 29. júní - José Manuel Durão Barroso, forsætisráðherra Portúgals, var útnefndur forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
- 30. júní - Geimkönnunarfarið Cassini komst á braut um Satúrnus.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí - Horst Köhler tók við embætti forseta Þýskalands af Johannesi Rau.
- 1. júlí - OpenStreetMap-verkefninu var hleypt af stokkunum.
- 1. júlí - Geimkönnunarfarið Cassini-Huygens fór á sporbaug um Satúrnus.
- 4. júlí - Þungarokkssveitin Metallica spilaði í Egilshöll fyrir um 18.000 manns.
- 4. júlí - Bygging Freedom Tower í New York-borg hófst.
- 7. júlí - Síðasta einkaleyfið á Lempel-Ziv-Welch-samþjöppunaralgríminu rann út.
- 14. júlí - Filippseyjar ákváðu að draga herlið sitt frá Írak eftir gíslatöku.
- 18. júlí - Þúsundir Palestínumanna mótmæltu tilnefningum Yasser Arafat í heimastjórn Palestínumanna.
- 22. júlí - Um 40 létust þegar hraðlest milli Istanbúl og Ankara fór út af sporinu.
- 23. júlí - Brúin Stari Most í Mostar var opnuð eftir endurbyggingu.
- 30. júlí - Yfir 15 létust þegar sprenging varð í gasröri utan við belgíska bæinn Ath.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- Ágúst - Summarfestivalurin var haldið í fyrsta sinn í Færeyjum.
- 3. ágúst - Bandaríska geimfarið MESSENGER hélt af stað í átt til Merkúríusar.
- 5. ágúst - Engisprettufaraldur gekk yfir Kenýa þar sem stór hluti uppskeru ársins eyðilagðist.
- 12. ágúst - Sænska kvikmyndahúsakeðjan Svensk Filmindustri keypti keðjuna Sandrews.
- 13. ágúst - Björk Guðmundsdóttir söng á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Grikklandi.
- 22. ágúst - Tveir vopnaðir ræningjar stálu málverkunum Ópið og Madonna eftir Edvard Munch frá Munch-safninu í Osló.
- 24. ágúst - Flugvélaárásirnar í Rússlandi 2004: Sprengjur sprungu í tveimur rússneskum farþegavélum í innanlandsflugi með þeim afleiðingum að 90 létust.
- 30. ágúst - Fjölbrautaskóli Snæfellinga tók til starfa.
- 31. ágúst - 16 létust í sjálfsmorðssprengjuárás á vegum Hamas í Ísrael.
- 31. ágúst - 10 létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Moskvu.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 1. september - Gíslatakan í Beslan: Téténskir hryðjuverkamenn tóku skólabörn í gíslingu í Beslan í Rússlandi.
- 1. september - Norðurlandasamningur um almannatryggingar tók gildi.
- 2. september - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1559 þar sem kveðið var á um brottför erlends herliðs frá Líbanon.
- 3. september - Gíslatakan í Beslan: Rússneskar hersveitir gerðu innrás í grunnskóla í Beslan þar sem hryðjuverkamenn héldu starfsfólki og börnum í gíslingu. 344 féllu í árásinni, þar af 172 börn.
- 4. september - Endurgerða víkingaskipið Havhingsten fra Glendalough var sjósett í Hróarskeldu.
- 9. september - 9 létust þegar bílsprengja sprakk utan við ástralska sendiráðið í Jakarta.
- 16. september - Danska hirðin tilkynnti að Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa hygðust skilja.
- 20. september - Wikipedia náði milljón greinum á 100 tungumálum og var þá orðin stærsta alfræðirit veraldar.
- 20. september - Verkfall grunnskólakennara 2004 hófst en það stóð í 39 daga og er eitt það lengsta í sögu íslenskra skóla.
- 20. september - Bandaríkin afnámu viðskiptabann gegn Líbýu.
- 21. september - Bygging hæsta turns heims, Burj Khalifa, hófst.
- 28. september - Olíuverð náði yfir 50 dali á tunnu í fyrsta sinn frá upphafi 9. áratugarins.
- 28. september - Yfir 3000 fórust þegar fjórir fellibylir gengu yfir Karíbahaf og suðurhluta Bandaríkjanna.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - Háskólinn í Manchester hóf starfsemi.
- 3. október - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Aðþrengdar eiginkonur hóf göngu sína á ABC.
- 4. október - Bandaríska geimfarið SpaceShipOne hlaut Ansari X-verðlaunin þegar þau voru veitt í fyrsta sinn.
- 6. október - Þriðja lestarslysið varð á Íslandi þegar farþegalest og vöruflutningalest skullu saman við Kárahnjúkavirkjun.
- 8. október - Yfir 30 létust þegar sjálfsmorðssprengjumenn sprengdu tvær sprengjur í Taba við Rauða hafið í Egyptalandi.
- 14. október - Norodom Sihamoni var krýndur konungur Kambódíu.
- 17. október - Netfrelsi, félag um frjáls samskipti á Internetinu, var stofnað á Íslandi.
- 19. október - Hópur könnuða náði botni dýpsta hellis heims, Kruberahellisins, sem er 2080 metra djúpur.
- 20. október - Fyrsta útgáfa stýrikerfisins Ubuntu, sem byggir á Linux, leit dagsins ljós.
- 21. október - Morgunþátturinn Zúúber hóf göngu sína á FM957.
- 22. október - Tímaritið Nature sagði frá uppgötvun nýrrar manntegundar, Homo floresiensis, á eyjunni Flores í Indónesíu.
- 28. október - Samráð olíufélaganna: Samkeppniseftirlitið dæmdi fjögur íslensk olíufélög til hárra sekta.
- 29. október - Tölvuleikurinn Grand Theft Auto: San Andreas kom út.
- 29. október - Samningur um stjórnarskrá fyrir Evrópu var undirritaður. Honum var síðar hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. nóvember - Eldgos hófst í Grímsvötnum um kl. 10 að kvöldi.
- 2. nóvember - George W. Bush sigraði forsetakosningar í Bandaríkjunum.
- 7. nóvember - Phantom Fury-aðgerðin hófst þegar bandarískt herlið réðist á borgina Fallujah í Írak.
- 9. nóvember - Útgáfa 1.0 af vafranum Mozilla Firefox kom út.
- 13. nóvember - Lög voru sett á verkfall grunnskólakennara sem staðið hafði í 2 mánuði.
- 13. nóvember - Geimkönnunarfarið SMART-1 frá Geimferðastofnun Evrópu fór á braut um Tunglið.
- 16. nóvember - Hljóðfráa þotan NASA X-43 setti hraðamet, 10.617 km/klst eða Mach 9,6.
- 21. nóvember - Leikjatölvan Nintendo DS kom út.
- 22. nóvember - Appelsínugula byltingin í Úkraínu hófst með mótmælum eftir kosningasigur Viktors Janúkóvitsj.
- 23. nóvember - Fjölspilunarleikurinn World of Warcraft kom út í Bandaríkjunum.
- 28. nóvember - Kísiliðjan við Mývatn hætti kísilgúrvinnslu.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. desember - Þórólfur Árnason sagði af sér embætti borgarstjóra í Reykjavík vegna olíusamráðsmálsins.
- 3. desember - Appelsínugula byltingin: Hæstiréttur Úkraínu ógilti forsetakosningarnar vegna kosningasvindls.
- 7. desember - Hamid Karzai tók við embætti sem fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Afganistan.
- 8. desember - Nathan Gale skaut gítarleikara Pantera, Dimebag Darrell, ásamt fjórum öðrum til bana á tónleikum í Columbus, Ohio.
- 12. desember - Appelsínugula byltingin: Læknar í Austurríki staðfestu að eitrað hefði verið fyrir Viktor Júsjenkó með díoxíni fyrir kosningarnar.
- 14. desember - Hæsta brú heims, Millau-dalbrúin, var opnuð í Frakklandi.
- 15. desember - Bandaríska skákmanninum Bobby Fischer var veitt landvistarleyfi á Íslandi.
- 15. desember - Íslenska ríkið keypti tíu þúsund skopteikningar eftir Sigmund Johanson Baldvinsen sem áður höfðu birst í Morgunblaðinu.
- 21. desember - Íraskir uppreisnarmenn gerðu árás á herstöð Bandaríkjamanna í Mósúl. 22 létust í árásinni.
- 26. desember - Stór flóðbylgja skall á ströndum við Indlandshaf. Um 200.000 manns létu lífið í Taílandi, Indlandi, Srí Lanka, Maldíveyjum, Malasíu, Mjanmar, Bangladess og Indónesíu.
- 31. desember - Hæsti skýjakljúfur heims, Taipei 101, var opnaður.
- 31. desember - Appelsínugula byltingin: Viktor Janúkóvitsj sagði af sér embætti forseta Úkraínu.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Landssamband æskulýðsfélaga var stofnað.
- Hvestuvirkjun var gangsett á Vestfjörðum.
- Kerahnjúkavirkjun var gangsett í Ólafsfirði.
- Djúpadalsárvirkjun var gangsett í Eyjafirði.
- Textaforsniðið Markdown var búið til.
- Íslenska hljómsveitin Bermuda var stofnuð.
- Íslenska hljómsveitin Hjaltalín var stofnuð.
- Sænska hljómsveitin Le Sport var stofnuð.
- Enska hljómsveitin The Ting Tings var stofnuð.
- Íslenska hljómsveitin Severed Crotch var stofnuð.
- Íslensku samtökin Snarrót voru stofnuð.
- Stórsveit Nix Noltes var stofnuð.
- Íslenska tímaritið Vamm var stofnað.
- Íslenska hljómsveitin Jeff Who? var stofnuð.
- Íslenska knattspyrnuliðið Dýnamó Höfn var stofnað.
- Íslenska hljómsveitin Jakobínarína var stofnuð.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 21. janúar - Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa.
- 29. janúar - Gugusar, íslensk söngkona.
- 7. apríl - Hrafnhildur Haraldsdóttir, íslensk fyrirsæta.
- 29. ágúst - Orri Steinn Óskarsson, íslenskur knattspyrnumaður
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 13. janúar - Arne Næss yngri, norskur fjallgöngugarpur og viðskiptajöfur (f. 1937).
- 13. janúar - Harold Shipman, breskur raðmorðingi (f. 1946).
- 23. janúar - Vasílíj Mítrokhín, rússneskur leyniþjónustumaður (f. 1922).
- 23. janúar - Helmut Newton, ástralskur ljósmyndari (f. 1920).
- 24. janúar - Leônidas da Silva, brasilískur knattspyrnumaður (f. 1913).
- 2. febrúar - Bernard McEveety, bandarískur leikstjóri (f. 1924).
- 3. febrúar - Matthías Viðar Sæmundsson, íslenskur bókmenntafræðingur (f. 1954).
- 15. febrúar - Hasse Ekman, sænskur leikari og leikstjóri (f. 1915).
- 17. febrúar - José López Portillo, forseti Mexíkó (f. 1920).
- 17. febrúar - Cameron Todd Willingham, bandarískur meintur morðingi (f. 1968).
- 21. febrúar - Svava Jakobsdóttir, íslenskur rithöfundur (f. 1930).
- 26. febrúar - Boris Trajkovski, fyrrum forseti Makedóníu (f. 1956).
- 9. mars - Albert Mol, hollenskur leikari (f. 1917).
- 20. mars - Júlíana Hollandsdrottning (f. 1909).
- 22. mars - Ahmed Jassin, leiðtogi Hamas (f. 1937).
- 14. apríl - Haraldur Blöndal, hæstaréttarlögmaður (f. 1946).
- 18. apríl - Ratu Sir Kamisese Mara, fyrsti forsetisráðherra Fídjieyja (f. 1920).
- 27. apríl - Jónas Svafár, íslenskt skáld (f. 1925).
- 14. maí - Jesús Gil, spænskur stjórnmálamaður og forseti Atlético Madrid (f. 1933).
- 5. júní - Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna (f. 1911).
- 10. júní - Ray Charles, bandarískur tónlistarmaður (f. 1930).
- 1. júlí - Marlon Brando, bandarískur leikari (f. 1924).
- 23. júlí - Piero Piccioni, ítalskur píanóleikari (f. 1921).
- 28. júlí - Francis Crick, enskur líffræðingur (f. 1916).
- 14. ágúst - Czesław Miłosz, pólskur rithöfundur (f. 1911).
- 1. ágúst - Sidney Morgenbesser, bandarískur heimspekingur (f. 1921).
- 18. ágúst - Gylfi Þ. Gíslason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1917).
- 3. september - Pétur Kristjánsson, íslenskur tónlistarmaður (f. 1951).
- 12. september - Max Abramovitz, bandarískur arkitekt (f. 1908).
- 14. september - John Seymour, enskur búfræðingur (f. 1914).
- 3. október - Janet Leigh, bandarísk leikkona (f. 1927).
- 5. október - Maurice Wilkins, breskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1916).
- 8. október - Jacques Derrida, franskur heimspekingur (f. 1930).
- 10. október - Christopher Reeve, bandarískur leikari (f. 1952).
- 11. nóvember - Yasser Arafat, forseti palestínsku heimastjórnarinnar (f. 1929).
- 28. nóvember - Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs (f. 1939).
- 28. desember - Jerry Orbach, bandarískur leikari (f. 1935).