Fara í innihald

Markdown

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Markdown er textaforsnið sem er hannað þannig að því má umbreyta í HTML með að nota verkfæri sem einnig heitir Markdown. Markdown er vinsælt form til að skrifa leiðbeiningarskrár eða skilaboð í umræðum eða í textaritlum til að vera fljótur að skrifa texta skjöl. Markdown var búið til árið 2004 af John Gruber með aðstoð Aaron Swartz og var markmiðið að gera fólki kleift að skrifa textasnið sem auðvelt væri að lesa og skrifa og breyta í XHTML eða HTML. Vefir eins og GitHub, reddit, Diaspora, Stack Overflow, OpenStreetMap og SourceForge nota afbrigði af Markdown til að auðvelda samskipti milli notenda.

Markdown er núna notað á ýmis bloggkerfi, Ghost bloggkerfið notar Markdown og Wordpress bloggkerfið verður með möguleika til að nota Markdown. Mun einfaldara og fljótlegra er að nota Markdown til að skrifa HTML skjöl heldur en að skrifa HTML skjal beint og Markdown hentar vel til að setja fram efni sem á að vera aðgengilegt í gegnum vafra á ýmsum mismunandi gerðum tölva og snjalltækja.

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Hér fyrir neðan er dæmi þar sem dálkur til vinstri sýnir rithátt í Markdown, í miðju er hvaða HTML skipanir Markdown býr til og til hægri hvernig textinn birtist í vafra.


Fyrirsögn 
=======
 
Undirfyrirsögn
-----------
 
Skipt er milli málsgreina með
að setja auða línu
 
Texti getur verið *skáletraður*,
**feitletraður**, `jafnstórir stafir`.
 
[link](http://example.com).
 
Innkaupalisti:
 
  * epli
  * appelsínur
  * perur
 
Númeraður listi:
 
  1. epli
  2. appelsínur
  3. perur
 
The rain---not the reign---in
Spain.
<h1>Fyrirsögn</h1>

<h2>Undirfyrirsögn</h2>

<p> Skipt er milli málsgreina
 með að setja auða línu.</p>

<p>Texti getur verið<em>skáletraður</em>,
<strong>feitletraður</strong>,
<code>jafnstórir stafir</code>.</p>

<p>A <a href="http://example.com">link</a>.</p>

<p>Innkaupalisti:</p>

<ul>
<li>epli</li>
<li>appelsínur</li>
<li>perur</li>
</ul>

<p>Númeraður listi:</p>

<ol>
<li>epli</li>
<li>appelsínur</li>
<li>perur</li>
</ol>

<p>The rain&mdash;not the
reign&mdash;in Spain.</p>

Fyrirsögn

Undirfyrirsögn

Skipt er milli málsgreina með að setja auða línu.

Texti getur verið skáletraður, feitletraður, jafnstórir stafir.

A link.

Innkaupalisti:

 • epli
 • appelsínur
 • perur

Númeraður listi:

 1. epli
 2. appelsínur
 3. perur

The rain—not the

reign—in Spain.