Helmut Newton

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Helmut Newton (fæddur Helmut Neustädter) (f. 31. október 1920 – d. 23. janúar 2004) var þýsk-ástralskur ljósmyndari. Jesse McKinley sagði að “hann væri hugmyndaríkur og margir sem reyndu að líkja eftir honum, hann var tískuljósmyndari þar sem að stíll hans voru ögrandi svarthvítar myndir fullar af erótískri spennu sem voru máttarstólpur Vogue og fleiri útgefanda”.

Yngri ár[breyta | breyta frumkóða]

Newton var fæddur í Berlín sonur Köru ,,Claire” (née Marquis) og Max Neustädter sem var hnappa-verksmiðjueigandi. Fjölskilda hans voru gyðingar. Newton gekk í skólann Heinrich-von-Treitschke-Realgymnasium og einnig The American School í Berlín. Hann hafði áhuga á ljósmyndun frá 12 ára aldri þegar hann keypti sína fyrstu myndavél, hann vann fyrir þýska ljósmyndarann Yca (Elise Neulander Simon) frá árinu 1936. Með sí aukandi kúganir og takmarkanir sem voru settar á gyðinga með Nuremberg lögunum þýddi það að faðir hans missti verksmiðjuna (stjórnina) þar sem hann framleiddi hnappa og sylgjur, hann var um tíma sendur í fangabúðir í Kristallnacht, 9. nóvember 1938, sem að lokum leiddi til þess að fjölskyldan neyddist til að yfirgefa þýskaland. Foreldrar Newtons flúðu til Suður-Ameríku. Hann fékk gefið út vegabréf rétt eftir að hann varð 18 ára, og fór þá frá Þýskalandi þann 5. desember 1938. Í Trieste fór hann um borð í Conte Rosso (ásamt um það bil 200 öðrum sem voru að flýja nasistana), og var ferðinni heitið til Kína. Eftir að hann kom til Singapúr komst hann að því að hann gæti verið þar um tíma og um stund sem ljósmyndari fyrir The Straits Times og síðar sem portreit ljósmyndari.

Árin í Ástralíu[breyta | breyta frumkóða]

Meðan Newton var í Ástralíu höfðu bresk yfirvöld upp á honum og tóku hann, og sendu hann til Ástralíu um borð í Queen Mary, og kom hann til Sydney 27.september 1940. Þeir sem teknir voru voru síðan færðir í Tatura herstöðina í Victoria með lest í leiðsögn vopnaðra varða. Hann var látin laus 1942, og um tíma vann hann við að týna ávexti í Norður-Victoria. Í apríl 1942 gekk hann í ástralska herinn og varð vörubílstjóri. Eftir stríðið árið 1945, varð hann breskur ríkisborgari og breytti nafni sínu í Newton árið 1946. Árið 1948 giftist hann leikkonunni June Browne, sem að kom framm undir sviðsnafninu June Brunell. Hún seinna varð árangursríkur ljósmyndari undir kaldhæðnislega dulnefninu Alice Springs (eftir Mið-Ástralska bænum Alice Springs).

Árið 1946 setti Newton upp stúdíó í tískuhverfinu Flanders Lane í Melbourne og vann þar við tísku og leikhúsljósmyndun í velgengnisárunum eftir stríð. Hans fyrsta deilda sýning var í mai 1953 með Wolfgang Sievers, sem einnig var þýskur flóttamaður eins og Newton sem einnig hafði þjónað herskildu í sömu deild. Sýningin ,,New Visions in Photography” (Ný sjón á ljósmyndun) var sýnd á Federal hótelinu í Collins Street og var sennilega það fyrsta sem sást af ,,New Objectivity” ljósmyndun í Ástralíu. Newton fór í samstarf með Henry Talbot, sem einnig var þýskur gyðingur sem einnig hafði verið sendur í Tatura, og hans samstarf við stúdíóið hélt áfram jafnvel eftir 1957 þegar hann fór frá Ástralíu til London. Stúdíóið fékk nýtt nafn ,, Helmut Newton og Henry Talbot”.

London 1950[breyta | breyta frumkóða]

Ört vaxandi orðspor Newtons sem tískuljósmyndari var heldur betur verðlaunað þegar hann tryggði sér umboð til að varpa ljósi á ástralska tísku í sértakri viðbót við Vogue tímaritið sem var birt í janúar 1956. hann vann síðan 12 mánaða samning við breska Vouge og fór til London í febrúar 1957, og skildi Talbot eftir til að sjá um reksturinn. Newton fór frá tímaritinu áður en samningurinn hans rann úr og fór þá til París, þar sem hann vann fyrir frönsk og þýsk tímarit. Hann snéri aftur til Melbourne í mars 1959 þar sem hann fékk samning hjá Ástralska Vouge.

París 1960[breyta | breyta frumkóða]

Newton settist að og kom sér fyrir í París 1961 og hélt áfram að vinna sem tískuljósmyndari. Myndir eftir hann birtust í ýmsum tímaritum svo sem eins og, einna stærst, franska Vogue og Harper's Bazaar. Hann setti sér sérstakan stíl sem var einstaklega erótískur, stílfærðar tökur og oft með sadó-masókistu og þráhyggjulegu andrúmslofti. Hjartaáfall sem hægði á Newton árið 1970, en hélt alltaf ótrauður áfram og jók vinnumagnið smá saman, það sem síðan var eftirteknarmest var myndasería hans árið 1980 Big Nudes, sem setti hornsteininn fyrir erotic-urban stílinn, sem var síðan undirstrikað með einstaklega góðum teknískum hæfileikum. Newton vann einnig að portreit myndum og einnig stórfenglegri rannsóknum (more fantastical studies).

Newton tók líka þó nokkuð af myndum fyrir Playboy, þar á meðal myndir af Nastassja Kinski og Kristine DeBell. Upprunaleg prent af myndum hans síðan í ágúst 1976 myndir af DeBell, 200 motels, or How I Spent My Summer Vacation voru seldar á uppboði úr skjalasafni Playboy til Bonhams árið 2002 fyrir 21,075 dollara, og til Christies í desember 2003 fyrir 26,290 dollara.

“Þrír strákar frá Pasadena” (Three boys from Pasadena)[breyta | breyta frumkóða]

Í júní 2009, setti June Browne Newton saman minningar sýningu tileinkaða Helmut í kringum þrjá ljósmyndara sem höfðu lært lengi undir stjórn Helmut en það voru þeir: Mark Arbeit, Just Loomis og George Holz. Allir höfðu þeir verið ljósmyndanemar hjá The art Center Collage of design skólanum í Pasadena í Kaliforníu árið 1979 þegar þeir urðu aðstoðarmenn Newtons til langstíma, og allir þrír fóru síðan seinna af stað með sinn eigin ljósmyndaferil. Sýningin var frumsýnd í Helmut Newtons Foundation í Berlín og saman stóð af þeirra myndum, ,,contact sheets” og bréfum frá þeirra tíma með Helmut.

Andlát[breyta | breyta frumkóða]

Á hans eldri árum átti Newton bæði heima í Monte Carlo og Los Angeles í Kaliforníu. Hann lenti í slysi 23. janúar 2004, þegar bíll hans varð stjórnlaus og fór utan í vegg í heimreið hjá Chateau Marmont sem hafði í nokkur ár verið hans aðsetur í suðurhluta kaliforníu. Hann lét lífið á Cedars-Sinai Medical Center. Aska hans er grafin við hliðin á Marlene Dietrich hjá Städtischer Friedhof III í Berlín.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.