Fara í innihald

Samtök Napóleonsborga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Napoleon Bonaparte

Samtök Napoleonsborga (franska: Fédération Européenne des Cités Napoléoniennes) eru samtök ýmissa borga sem komu við sögu eða urðu fyrir áhrifum af tímanum frá Napoleon Bonaparte til Napoleons III.

Samtökin voru stofnuð 24. maí 2004 til að minnast áhrifa Napoelons í Evrópu, sem og Napoleons III. Stofnborgir voru Ajaccio í Frakklandi, Balestino á Ítalíu, Dinard í Frakklandi, Jena í Þýskalandi, Île-d‘Aix í Frakklandi, La Roche-sur-Yon í Frakklandi, Pontivy í Frakklandi, Pultusk í Póllandi og Waterloo í Belgíu. Forseti samtakanna er sem stendur Charles Napoleon, sem er yfirmaður Napoleonættarinnar í dag. Tilgangur samtakanna er að varðveita menningararf Napoleons í Evrópu og hvetja til samstarfs á þeim vettvangi. Til dæmis eru haldnar ráðstefnur um málefið, gefnar eru út rit um Napoleonstímann, gerðar eru áætlanir um söfnun listaverka og skipulagningu ferðamennsku.

Meðlimaborgir

[breyta | breyta frumkóða]

Eins og er eru rúmlega 60 borgir meðlimir í samtökunum og eru þær allar í Evrópu nema Alexandría (í Egyptalandi). Eftirfarandi listi meðlimaborga er í stafrófsröð og er frá 2012.

Borg Land Atburðir / ath.
Ajaccio Frakkland Fæðingarstaður Napoleons
Albenga Ítalía
Alessandria (sýsla) Ítalía Orrustan við Marengo
Alessandria (borg) Ítalía Orrustan við Marengo
Alexandría Egyptaland Landtaka Napoleons 1798, sjóorrustan við Abukir
Altare Ítalía
Juan-les-Pins Frakkland Napoleonsafn
Bailén Spánn Orrustan við Bailén
Balestrino Ítalía
Boissano Ítalía
Bolesławiec Pólland Dvalarstaður Napoleons til skammt tíma 1813
Borghetto Santo Spirito Ítalía
Borodino Rússland Orrustan við Borodino
Boulogne-sur-Mer Frakkland Fyrsta veiting heiðursmerkisins Légion d’honneur sem Napoleon kom á
Brienne-le-Château Frakkland Námsstaður Napoleons 1779-1784
Cairo Montenotte Ítalía Orrustan við Montenotte
Capriaia e Limite Ítalía
Cengio Ítalía
Châteauroux Frakkland
Cherasco Ítalía Vopnahlé undirritað í Cherasco 1796
Compiègne Frakkland Dvalarstaður Napoleons III
Cosseria Ítalía
Dego Ítalía Orrustan við Dego
Dubrovnik Króatía Hertaka 1806
Fleurus Belgía Orrustan við Ligny
Fontainebleau Frakkland 1806-1814 hélt Napoleon Píus VII páfa föngnum þar
Grasse Frakkland Viðkoma á leið frá Elbu til Parísar
Granada Spánn
Hanau Þýskaland Hertaka 1806
Höfelhof Þýskaland Sjálfstæði bæjarins 1807 meðan Frakkar dvöldu þar
Île-d‘Aix Frakkland Dvöl Napoleons áður en hann fór til Sankti Helenu
Jena Þýskaland Orrustan við Jena og Auerstedt
Kassel Þýskaland Dvalarstaður Jérômes, bróður Napoleons
Kłodzko Pólland Varðist franska hernum á Napoleonstímanum
La Maddalena Ítalía Orrusta 1793, að hluta undir stjórn Napoleons
La Roche-sur-Yon Frakkland Reist 1804 í tíð Napoleons
Laffrey Frakkland Þar hitti Napoleon á franska herinn sem átti að handtaka hann 1815 eftir flóttann frá Elbu
Lúxemborg (borg) Lúxemborg Hertekin 1795 í stríði bandamana gegn Napoleon
Millesimo Ítalía Orrustan við Millesimo
Montereau-Fault-Yonne Frakkland Orrustan við Montereau
Perinaldo Ítalía Dvalarstaður Napoleons í Ítalíuherferðinni 1797
Pontinvrea Ítalía
Pintivy Frakkland Hét áður Napoléonville
Portoferraio Ítalía Aðsetur Napoleons á Elbu
Prawdinsk Rússland Orrustan við Friedland
Pułtusk Pólland Orrustan við Pułtusk
Rambouillet Frakkland Aukadvalarstaður Napoleons
Rueil-Malmaison Frakkland Aðsetur Napoleons, grafreitur Jósefínu, eiginkonu hans
Santa Teresa Gallura Ítalía
Saragossa Spánn Umsátur 1808 og 1809
Savona Ítalía
Slavkos u Brna Tékkland Orrustan við Austerlitz
Sombreffe-Ligny Belgía Orrustan við Ligny
Sowetsk Rússland Friðarsamkomulagið í Tilsit
Torresina Ítalía
Toulon Frakkland Brottfararhöfn egyptska leiðangursins
Tvarožná Tékkland Orrustan við Austerlitz
Valence Frakkland
Vallauris-Golfe-Juan Frakkland
Valletta Malta Uppgjöf herflota Napoleons 1798
Vilníus Litháen
Waterloo Belgía Orrustan við Waterloo
Zuccarello Ítalía