Samtök Napóleonsborga
Samtök Napoleonsborga (franska: Fédération Européenne des Cités Napoléoniennes) eru samtök ýmissa borga sem komu við sögu eða urðu fyrir áhrifum af tímanum frá Napoleon Bonaparte til Napoleons III.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Samtökin voru stofnuð 24. maí 2004 til að minnast áhrifa Napoelons í Evrópu, sem og Napoleons III. Stofnborgir voru Ajaccio í Frakklandi, Balestino á Ítalíu, Dinard í Frakklandi, Jena í Þýskalandi, Île-d‘Aix í Frakklandi, La Roche-sur-Yon í Frakklandi, Pontivy í Frakklandi, Pultusk í Póllandi og Waterloo í Belgíu. Forseti samtakanna er sem stendur Charles Napoleon, sem er yfirmaður Napoleonættarinnar í dag. Tilgangur samtakanna er að varðveita menningararf Napoleons í Evrópu og hvetja til samstarfs á þeim vettvangi. Til dæmis eru haldnar ráðstefnur um málefið, gefnar eru út rit um Napoleonstímann, gerðar eru áætlanir um söfnun listaverka og skipulagningu ferðamennsku.
Meðlimaborgir
[breyta | breyta frumkóða]Eins og er eru rúmlega 60 borgir meðlimir í samtökunum og eru þær allar í Evrópu nema Alexandría (í Egyptalandi). Eftirfarandi listi meðlimaborga er í stafrófsröð og er frá 2012.
Borg | Land | Atburðir / ath. |
---|---|---|
Ajaccio | Frakkland | Fæðingarstaður Napoleons |
Albenga | Ítalía | |
Alessandria (sýsla) | Ítalía | Orrustan við Marengo |
Alessandria (borg) | Ítalía | Orrustan við Marengo |
Alexandría | Egyptaland | Landtaka Napoleons 1798, sjóorrustan við Abukir |
Altare | Ítalía | |
Juan-les-Pins | Frakkland | Napoleonsafn |
Bailén | Spánn | Orrustan við Bailén |
Balestrino | Ítalía | |
Boissano | Ítalía | |
Bolesławiec | Pólland | Dvalarstaður Napoleons til skammt tíma 1813 |
Borghetto Santo Spirito | Ítalía | |
Borodino | Rússland | Orrustan við Borodino |
Boulogne-sur-Mer | Frakkland | Fyrsta veiting heiðursmerkisins Légion d’honneur sem Napoleon kom á |
Brienne-le-Château | Frakkland | Námsstaður Napoleons 1779-1784 |
Cairo Montenotte | Ítalía | Orrustan við Montenotte |
Capriaia e Limite | Ítalía | |
Cengio | Ítalía | |
Châteauroux | Frakkland | |
Cherasco | Ítalía | Vopnahlé undirritað í Cherasco 1796 |
Compiègne | Frakkland | Dvalarstaður Napoleons III |
Cosseria | Ítalía | |
Dego | Ítalía | Orrustan við Dego |
Dubrovnik | Króatía | Hertaka 1806 |
Fleurus | Belgía | Orrustan við Ligny |
Fontainebleau | Frakkland | 1806-1814 hélt Napoleon Píus VII páfa föngnum þar |
Grasse | Frakkland | Viðkoma á leið frá Elbu til Parísar |
Granada | Spánn | |
Hanau | Þýskaland | Hertaka 1806 |
Höfelhof | Þýskaland | Sjálfstæði bæjarins 1807 meðan Frakkar dvöldu þar |
Île-d‘Aix | Frakkland | Dvöl Napoleons áður en hann fór til Sankti Helenu |
Jena | Þýskaland | Orrustan við Jena og Auerstedt |
Kassel | Þýskaland | Dvalarstaður Jérômes, bróður Napoleons |
Kłodzko | Pólland | Varðist franska hernum á Napoleonstímanum |
La Maddalena | Ítalía | Orrusta 1793, að hluta undir stjórn Napoleons |
La Roche-sur-Yon | Frakkland | Reist 1804 í tíð Napoleons |
Laffrey | Frakkland | Þar hitti Napoleon á franska herinn sem átti að handtaka hann 1815 eftir flóttann frá Elbu |
Lúxemborg (borg) | Lúxemborg | Hertekin 1795 í stríði bandamana gegn Napoleon |
Millesimo | Ítalía | Orrustan við Millesimo |
Montereau-Fault-Yonne | Frakkland | Orrustan við Montereau |
Perinaldo | Ítalía | Dvalarstaður Napoleons í Ítalíuherferðinni 1797 |
Pontinvrea | Ítalía | |
Pintivy | Frakkland | Hét áður Napoléonville |
Portoferraio | Ítalía | Aðsetur Napoleons á Elbu |
Prawdinsk | Rússland | Orrustan við Friedland |
Pułtusk | Pólland | Orrustan við Pułtusk |
Rambouillet | Frakkland | Aukadvalarstaður Napoleons |
Rueil-Malmaison | Frakkland | Aðsetur Napoleons, grafreitur Jósefínu, eiginkonu hans |
Santa Teresa Gallura | Ítalía | |
Saragossa | Spánn | Umsátur 1808 og 1809 |
Savona | Ítalía | |
Slavkos u Brna | Tékkland | Orrustan við Austerlitz |
Sombreffe-Ligny | Belgía | Orrustan við Ligny |
Sowetsk | Rússland | Friðarsamkomulagið í Tilsit |
Torresina | Ítalía | |
Toulon | Frakkland | Brottfararhöfn egyptska leiðangursins |
Tvarožná | Tékkland | Orrustan við Austerlitz |
Valence | Frakkland | |
Vallauris-Golfe-Juan | Frakkland | |
Valletta | Malta | Uppgjöf herflota Napoleons 1798 |
Vilníus | Litháen | |
Waterloo | Belgía | Orrustan við Waterloo |
Zuccarello | Ítalía |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Bund der europäischen Napoleonstädte“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. nóvember 2012.