Fara í innihald

Þórólfur Árnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórólfur Árnason (f. 1957) var borgarstjóri í Reykjavík frá 1. febrúar 2003 til 1. desember 2004. Þórólfur sagði af sér í kjölfar umræðunnar um samráð olíufélaganna og þess hneykslis sem því fylgdi, en hann hafði verið framkvæmdastjóri hjá Essó nokkrum árum áður. Þórólfur var einnig fyrsti forstjóri Tals og forstjóri Icelandic Group. Þórólfur var valinn markaðsmaður ársins árið 2002. Hann var forstjóri Skýrr frá árinu 2006 til 2009 þegar Skýrr sameinaðist LandsteinumStreng, Eskli og Kögun undir merkjum Skýrr.

Foreldrar Þórólfs eru Sr. Árni Pálsson og Rósa Björk Þorbjarnardóttir. Systkini Þórólfs eru Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur á Borg á Mýrum, Anna Katrín Árnadóttir spænskukennari og Árni Páll Árnason alþingismaður. Þórólfur er kvæntur Margréti Baldursdóttur og eiga þau saman börnin Baldur Þórólfsson (f. 1985) og Rósu Björk Þórólfsdóttur (f. 1988).


Fyrirrennari:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Borgarstjóri Reykjavíkur
(1. febrúar 20031. desember 2004)
Eftirmaður:
Steinunn Valdís Óskarsdóttir