Fuglaflensa
Fuglaflensa er inflúensa af A stofni sem herjar á fugla. Veirurnar sem þessu valda eru skyldar öðrum inflúensuveirum sem þekkjast í spendýrum og geta því sýkt þau eftir beina snertingu við sýkta fugla eða fuglablóð. Mikil fjölmiðlaumræða hefur verið síðan fuglaflensuveiran H5N1 fannst í mönnum 1997 en sú hætta er yfirvofandi að veiran stökkbreytist á þann hátt að hún geti borist milli manna líkt og spænska veikin gerði á sínum tíma. Ef veiran breytist á þann hátt að hún fer að smita manna á milli þá er hætta á heimsfaraldri inflúensu. Ekki er vitað hvort það gerist eða hvenær, né heldur hvaða eiginleika veiran hefur eftir að hún hefur breyst en margar þjóðir eru í viðbúnaðarstöðu og hafa sumar t.d. Norðmenn sett fram viðbragðsáætlun við stökkbreyttri fuglaflensu. Eins hafa víða verið hertar reglur um alifuglarækt.
Heimsútbreiðsla fuglaflensuveiru H5N1 | |
---|---|
→ Lönd þar sem alifuglar eða villtir fuglar hafa dáið úr H5N1. | |
→ Lönd þar sem fólk, alifuglar og villtir fuglar hafa dáið úr H5N1. |
Fuglaflensa á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
Enn þá hefur ekkert komið fram sem bendir til að fuglar á Íslandi hafi sýkst af fuglaflensu. Tekin hafa verið sýni úr öndum á Tjörninni í Reykjavík og á alifuglabúum og fyrirhugað er að taka sýni úr villtum fuglum.
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „Bird flu“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. mars 2006.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Global spread of H5N1“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. apríl 2006.
- „Fuglaflensa að faraldri?“. Sótt 9. mars 2006.
- „Fuglaflensa.is“. Sótt 3. apríl 2006.