Fara í innihald

Fuglaflensa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fuglaflensa er inflúensa af A stofni sem herjar á fugla. Veirurnar sem þessu valda eru skyldar öðrum inflúensuveirum sem þekkjast í spendýrum og geta því sýkt þau eftir beina snertingu við sýkta fugla eða fuglablóð. Mikil fjölmiðlaumræða hefur verið síðan fuglaflensuveiran H5N1 fannst í mönnum 1997 en sú hætta er yfirvofandi að veiran stökkbreytist á þann hátt að hún geti borist milli manna líkt og spænska veikin gerði á sínum tíma. Ef veiran breytist á þann hátt að hún fer að smita manna á milli þá er hætta á heimsfaraldri inflúensu. Ekki er vitað hvort það gerist eða hvenær, né heldur hvaða eiginleika veiran hefur eftir að hún hefur breyst en margar þjóðir eru í viðbúnaðarstöðu og hafa sumar t.d. Norðmenn sett fram viðbragðsáætlun við stökkbreyttri fuglaflensu. Eins hafa víða verið hertar reglur um alifuglarækt.

Heimsútbreiðsla fuglaflensuveiru H5N1
Útbreiðsla H5N1 í heiminum
Útbreiðsla H5N1 í heiminum
 →  Lönd þar sem alifuglar eða villtir fuglar hafa dáið úr H5N1.
 →  Lönd þar sem fólk, alifuglar og villtir fuglar hafa dáið úr H5N1.

Fuglaflensa á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Fuglaflensa var staðfest í fyrsta skipti á Íslandi í þremur villtum fuglum í apríl 2022 en fuglarnir voru heiðagæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súla rétt við Strandakirkju við Suðurstandaveg. Einnig sýndu heimilishænsni á bænum þar sem hrafninn fannst einkenni og voru aflífuð.[1] Þann 25. mars 2022 voru settar sérstakar tímabundnar varnaraðgerðir til að reyna að fyrirbyggja að fuglaflenska berist í alifugla [2]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Bird flu“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. mars 2006.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Global spread of H5N1“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. apríl 2006.
  • „Fuglaflensa að faraldri?“. Sótt 9. mars 2006.
  • „Fuglaflensa.is“. Sótt 3. apríl 2006.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Fuglaflensa staðfest á Íslandi (MAST 15.04-2022)
  2. Varnaraðgerðir gegn fuglaflensu (MAST 1.04-2022)