Firefox
Mozilla Firefox | |
![]() | |
![]() Firefox 57.0 á Windows 10 | |
Höfundur | Mozilla Corporation |
---|---|
Hönnuður | Mozilla Corporation Mozilla Foundation |
Fyrst gefið út | 9. nóvember, 2004 |
Nýjasta útgáfa | 111.0.1 / 21. mars 2023 og 102.9.0esr |
Stýrikerfi | Linux Windows 7 og nýrra macOS 10.12 eða nýrra Android 5.0 eða nýrra iOS 13.0 eða nýrra |
Tungumál í boði | 97 tungumál |
Notkun | Vafri |
Vefsíða | www.mozilla.com/firefox |
Mozilla Firefox eða einfaldlega Firefox (áður þekktur sem Phoenix og Mozilla Firebird) er frjáls vafri, þróaður af Mozilla Foundation og hundruðum sjálfboðaliða. Vafrinn, sem fellur undir hugtakið opinn hugbúnaður, á að mæta þörf fólks á vafra sem er hraður og einfaldur. Firefox býr einnig yfir viðbótarkerfi sem gerir fólki mögulegt að sníða vafrann að þörfum sínum. Samkvæmt StatCounter er Firefox árið 2019 annar vinsælasti vinsælasti vafri heims á eftir Chrome á hefðbundnum PC tölvum.[1]
Notkun á Firefox jókst upp í mest 32.21% í nóvember 2009, þegar Firefox 3.5 varð vinsælli en Internet Explorer 7, en þó ekki vinsælli en allar útgáfur af Internet Explorer til samans.[2]
Óopinberar útgáfur af vafranum er til fyrir ýmis stýrikerfi t.d. FreeBSD,[3] OpenBSD,[4] NetBSD,[5] illumos[6] og Solaris Unix.[7]
Saga[breyta | breyta frumkóða]
Firefox byrjaði sem tilraun hjá Dave Hyatt og Blake Ross í Mozilla-verkefninu. Þann 3. apríl 2003 kynnti Mozilla Organization að þeir ætluðu að breyta áherslunni frá Mozilla Suite í Firefox og Thunderbird. Verkefnið hefur síðan skipt um nafn nokkrum sinnum. Í upphafi hét það Phoenix en var endurnefnt út af Phoenix Technologies. Í staðinn kom Firebird en var skipt yfir í Mozilla Firebird til að rugla ekki saman við Firebird free database software project. Vegna pressu frá Firebird skiptu þeir þann 9. febrúar yfir í Mozilla Firefox.
Firefox var í mörgum útgáfum áður en útgáfan 1.0 kom út þann 9. nóvember 2004. 24. október 2006 gaf Mozilla út Firefox 2.
Firefox er sá vafri sem lengst af studdi Windows XP (af stóru nöfnunum í vafraheiminum). T.d. hætti Microsoft að styðja Windows XP fyrr.
Annað[breyta | breyta frumkóða]
- Helstu keppinautar Mozilla Firefox eru Google Chrome, Safari, Microsoft Edge, Opera og Internet Explorer.
- Vafrinn og merki hans draga nafn sitt af rauðu pöndunni, sem er einnig þekkt sem eldrefurinn.
- Linux dreifingin Debian þurfti að breyta nafni vafrans vegna höfundaréttar á nafni og lógói. Forritið kallast Iceweasel innan Debian og er með annað lógó.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ https://gs.statcounter.com/browser-market-share/desktop/worldwide/
- ↑ „Browser Market Share Worldwide“. StatCounter Global Stats. Sótt September 5, 2022.
- ↑ „FreeBSD ports“. Afrit from the original on March 23, 2019. Sótt March 24, 2018.
- ↑ „OpenBSD ports“. Afrit from the original on January 20, 2019. Sótt March 24, 2018.
- ↑ „NetBSD pkgsrc“. Afrit from the original on November 1, 2018. Sótt October 31, 2018.
- ↑ „OpenIndiana Wiki“. Afrit from the original on November 1, 2018. Sótt October 31, 2018.
- ↑ „Open Source software in Solaris, Github“. GitHub. Afrit from the original on December 31, 2018. Sótt October 31, 2018.