Mozilla Firefox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Mozilla Firefox
Firefox Logo, 2017.svg
Firefox 57 Windows.png
Firefox 57.0 á Windows 10
HöfundurMozilla Corporation
HönnuðurMozilla Corporation
Mozilla Foundation
Fyrst gefið út9. nóvember, 2004
Nýjasta útgáfa65.0 / 29. janúar 2019[1]
StýrikerfiWindows
Mac OS X
Linux
BSD
Solaris
OpenSolaris
Tungumál í boði75 tungumál
Notkun Vafri
FTP-biðlari
Vefsíða www.mozilla.com/firefox

Mozilla Firefox eða einfaldlega Firefox (áður þekktur sem Phoenix og Mozilla Firebird) er vafri, þróaður af Mozilla Foundation og hundruðum sjálfboðaliða. Vafrinn, sem fellur undir hugtakið opinn hugbúnaður, á að mæta þörf fólks á vafra sem er lítill, hraður og einfaldur. Firefox býr einnig yfir viðbótarkerfi sem gerir fólki mögulegt að sníða vafrann að þörfum sínum. Samkvæmt W3Counters nota 15,5% af öllum sem nota vafra, Firefox í ágúst 2014. Hann er fjórði vinsælasti vafri heims á eftir Chrome, Internet Explorer og Safari.[2]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Forsíða íslensku Wikipediunnar á Firefox sem keyrir á tölvu með Ubuntu Netbook Remix.

Firefox byrjaði sem tilraun hjá Dave Hyatt og Blake Ross í Mozilla-verkefninu. Þann 3. apríl 2003 kynnti Mozilla Organization að þeir ætluðu að breyta áherslunni frá Mozilla Suite í Firefox og Thunderbird. Verkefnið hefur síðan skipt um nafn nokkrum sinnum. Í upphafi hét það Phoenix en var endurnefnt út af Phoenix Technologies. Í staðinn kom Firebird en var skipt yfir í Mozilla Firebird til að rugla ekki saman við Firebird free database software project. Vegna pressu frá Firebird skiptu þeir þann 9. febrúar yfir í Mozilla Firefox.

Firefox var í mörgum útgáfum áður en það varð 1.0 þann 9. nóvember 2004. 24. október 2006 gaf Mozilla út Firefox 2.

Annað[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Firefox Notes
  2. „Global Web Stats“. W3Counter. Sótt 19. september 2014.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.