Fara í innihald

Verkfall grunnskólakennara 2004

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Verkfall grunnskólakennara 2004 var verkfall kennara í grunnskólum Íslands sem hófst 20. september 2004 og stóð þar til það var bannað með bráðabirgðalögum 13. nóvember sama ár.

Verkfallið stóð í 39 virka daga og var eitt það lengsta í sögu íslenskra skóla en þó nokkrum dögum styttra en verkfall grunnskólakennara 1995. Menntamálaráðherra árið 2004 var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

  Þessi sögugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.