Fara í innihald

Aðþrengdar eiginkonur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Desperate Housewives
Einnig þekkt semAðþrengdar eiginkonur
Á frummáliDesperate Housewives
TegundDrama
Gaman
Sápuópera
Búið til afMarc Cherry
HandritLarry Shaw
David Grossman ásamt öðrum
LeikararTeri Hatcher
Felicity Huffman
Marcia Cross
Eva Longoria
Nicollette Sheridan
Steven Culp
Ricardo Antonio Chavira
Doug Savant
Mark Moses
Andrea Bowen
Jesse Metcalfe
Cody Kasch
Alfre Woodard
Richard Burgi
Kyle MacLachlan
Dana Delany
Neal McDonough
Shawn Pyfrom
Drea de Matteo
Maiarah Walsh
Brenda Strong
Tuc Watkins
Kevin Rahm
Vanessa Williams
James Denton
Kathryn Joosten
Jonathan Cake
Charles Mesure
Madison De La Garza
YfirlesturBrenda Strong
Höfundur stefsDanny Elfman
UpphafsstefDesperate Housewives Theme
TónskáldSteve Bartek
Stewart Copeland
Steve Jablonsky
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða180
Fjöldi þátta8
Framleiðsla
FramleiðandiKevin Murphy
Chris Black (Sería 2)
Larry Shaw (Sería 3)
David Grossman (Sería 3)
Lengd þáttar42 mínútúr
FramleiðslaMarc Cherry
Tom Spezialy (Seríur 1-2)
Michael Edelstein (Seríur 1-2)
Joe Keenan (Sería 3)
George W. Perkins (Seríur 3-4)
Bob Daily (Sería 4)
John Pardee & Joey Murphy (Sería 4)
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðABC
RÚV
Hljóðsetning5.1-channel surround sound
Sýnt3. október 2004 – 13. maí 2012
Tímatal
Tengdir þættirAmas De Casa Desperatas (2006-)
Donas De Casa Despearatas (2007-2008)
Tenglar
IMDb tengill

Aðþrengdar eiginkonur (e. Desperate Housewives) er bandarískur gaman-dramaþáttur sem er framleiddur af Marc Cherry og fyrirtæki hans Cherry Productions í samvinnu við ABC Studios. Þættirnir voru sýndir á ABC stöðinni á árunum 2004 - 2012

Sögusvið þáttanna er gatan Bláregnsslóð (e. Wisteria Lane) í ímyndaða bandaríska bænum Fairview í hinu ímyndaða Arnarfylki (e. Eagle State). Þættirnir fylgjast með lífi hóps kvenna, séð með augum látinnar nágrannakonu þeirra. Þær kljást við vandræði í ástarlífinu og fjölskyldulífið en þær þurfa einnig að horfast í augu við þau leyndarmál, glæpi og þær ráðgátur sem leynast bakvið útidyrahurðina í hverfinu þeirra sem lítur út fyrir að vera fullkomið úthverfi á yfirborðinu.

Nokkrar leikkonur fara með aðalhlutverkin: Teri Hatcher er Susan Mayer, Felicity Huffman er Lynette Scavo, Marcia Cross er Bree Van de Kamp og Eva Longoria er Gabrielle Solis. Brenda Strong talar inn á þættina sem hin látna Mary Alice Young og birtist einstöku sinnum í afturlitum eða draumum.

Síðan þættirnir voru frumsýndir á ABC-stöðinni þann 3. október 2004 hafa þeir fengið góð viðbrögð áhorfenda og gagnrýnenda. Þættirnir hafa unnið fjölmörg Emmy-, Golden Globe- og Screen Actors Guild verðlaun. Alls horfði 21,6 milljón Bandaríkjamanna á fyrsta þáttinn og rúmlega 30 milljónir horfðu á lokaþáttinn. Árið 2007 voru þættirnir útnefndir vinsælustu þættirnir í heiminum, en um 120 milljónir manna horfðu á hvern þátt og voru þættinri í þriðja sæti yfir sjónvarpsþættina með mesta áhorfið í 20 löndum. Ennfremur voru þættirnir þeir þriðju tekjuhæstu árið 2010, en þeir þénuðu tæplega 3 milljónir bandaríkjadala á hverjum hálftíma. Þættirnir eru í 56. sæti á lista Entertainment Weekly yfir "Nýju klassísku sjónvarpsþættina".

Aðþrengdar eiginkonur voru opinberlega endurnýjaðir fyrir áttundu þáttaröðina þann 17. maí 2011 og var sú þáttaröð sú síðasta. Síðasti þátturinn var sýndur þann 13. maí 2012 í Bandaríkjunum, en var sýndur fimmtudaginn 14. júní 2012 á RÚV.

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Hugmyndin að þáttunum kviknaði þegar Marc Cherry og móðir hans voru að horfa á frétt um Andreu Yates. Fyrir Aðþrengdar eiginkonur var Cherry þekktastur fyrir að framleiða og semja þætti fyrir Touchstone Television eins og The Golden Girls og The Golden Palace. Til viðbótar hafði hann einnig meðframleitt þrjá gamanþætti; The 5 Mrs. Buchanas, The Crew og Some of My Best Friends, en enginn entist lengur en í eina þáttaröð. Til að byrja með gekk Cherry illa að fá sjónvarpsstöð til að sýna nýja þáttinn sinn - HBO, CBS, NBC, FOX, Showtime og Lifetime höfnuðu allar nýja þættinum. Á endanum ákváðu tveir nýir framleiðendur hjá ABC, Lloyd Braun og Susan Lyne, að gefa grænt ljós á þáttinn. Stuttu eftir það lét Disney reka bæði Braun og Lyne eftir að þau samþykktu annan nýjan drama þátt: Lost.

Stjórnendur ABC voru í fyrstu ekki ánægðir með nafnið á nýja þættinum, og lögðu til nöfnin Bláregnsslóð, The Secret Lives og Eiginkonur. Þrátt fyrir það voru Aðþrengdar eiginkonur kynntar til sögunnar þann 23. október 2003 og var þátturinn sagður vera blanda af Knots LAnding og American Beauty. Cherry hélt áfram að vinna að þáttunum en Pratt var einungis aðalframleiðandi í fyrsta þættinum, en var þó viðloðinn við þættina sem framleiðandi fyrstu tvær þáttaraðirnar.

Þan 18. maí 2004 kynnti ABC sjónvarpdagskrána 2003-2004 og voru Aðþrengdar eiginkonur á sunnudögum kl. 21:00-22:00. Þegar aðeins þrír þættir höfðu verið sýndir, tilkynnti ABC að Aðþrengdar eiginkonur ásamt Lost höfðu verið framlengd í heila þáttaröð. Þann 18. maí 2010 voru samningar við þættina endurnýjaðir í sjötta sinn, og var sjöunda þáttaröðin sýnd 2010-2011.

Opnunarmynd[breyta | breyta frumkóða]

Upphafleg hugmynd að opnunarmynd, var hugmynd Cherrys. Eftir að hafa beðið sextán fyrirtæki um að búa til opnunarmyndir sem skýrðu best stemninguna í þáttunum, réði hann að lokum yU+co til að gera opnunarmyndina. Samkvæmt opinberri vefsíðu yU+co er hugmyndin á bakvið opnunaratriðið að "sýna anda þáttanna og á gamansamana hátt sýna hvernig konurnar eru staðsettar í samfélaginu samkvæmt stöðlum þess." Myndirnar í opnunaratriðinu eru teknar úr átta mismunandi málverkum sem sýna hlutverk kynjanna og samskipti þeirra í gegnum aldirnar.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröð (2004-2005)[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröðin hófst þann 3. október árið 2004 og kynnir aðalpersónurnar fjórar: Susan Mayer, Lynette Scavo, Bree Van de Kamp og Gabrielle Solis ásamt fjölskyldum þeirra og nágrönnum á Bláregnsslóð. Aðalráðgáta þáttaraðarinnar er óvænt sjálfsmorð Mary Alice Young og innspil eiginmanns hennar og unglingssonar í atburðunum sem leiða að sjálfsmorði hennar. Bree reynir að bjarga hjónabandi sínu, Lynette berst við að finna leið til að sjá um krefjandi börn sin, Susan á í deilum við Edie Britt (Nocollette Sheridan) um ástir nágrannans Mike Delfino (James Denton), og Gabrielle reynir að komast hjá því að eiginmaður hennar, Carlos Solis (Ricardo Antonio Chavira) komist að því að hún haldi framhjá honum með unga garðyrkjumanninum, John Rowland (Jesse Metcalfe). Við lok fyrstu þáttaraðarinnar deyr eiginmaður Bree, Rex Van de Kamp (Steven Culp), og hann trúir því að hún hafi eitrað fyrir honum, Carlos kemst að því að Gabrielle er honum ótrú þegar John segir honum það sjálfur áður en Carlos er færður í fangelsi, Tom Scavo (Doug Savant) missir vinnuna og leyfir Lynette að vera fyrirvinna heimilsins, og Mike lendir í mikilli hættu þegar hann er skotinn af sínum eigin syni.

Önnur þáttaröð (2005-2006)[breyta | breyta frumkóða]

Önnur þáttaröð hófst þann 25. september 2005 og er aðalráðgáta hennar nýi nágranninn Betty Applewhite (Alfre Woodard), sem flytur á Bláregnsslóð um miðja nótt. Í gegnum þáttaröðina reynir Bree að sætta sig við að vera orðin ekkja, og byrjar ómeðvitað ástarsamband með manninum sem eitraði fyrir eiginmanni hennar, berst við áfengisfíkn og reynir árangurslaust að koma í veg fyrir að sambandið milli hennar og sonar hennar versni. Ástarlíf Susan verður enn flóknara þegar fyrrverandi eiginmaður hennar trúlofast Edie en er einnig hrifinn af Susan. Lynette snýr aftur til vinnu í auglýsingabransanum og verður að lokum yfirmaður eiginmanns síns og Gabrielle ákveður að vera trú eiginmanni sínum og hefur undirbúning fyrir barnseignir. Við lok þáttaraðarinnar keyrir tannlæknavinur Susan, Orson Hodge (Kyle MacLachlan), á Mike.

Þriðja þáttaröð (2006-2007)[breyta | breyta frumkóða]

Þriðja þáttaröðin hófst þann 24. september 2006. Í þriðju þáttaröðinni giftist Bree Orson, og verður fortíð hans og tenging hans við nýlega fundið lík að aðalráðgátu þáttaraðarinnar. Á meðan þarf Lynette að venjast því að hafa annað barn í húsinu þegar áður óþekkt dóttir eiginmanns hennar kemur. Scavo hjónin finna einnig fyrir spennu þegar Tom, eiginmaður Lynette, vill opna veitingastað. Gabrielle gengur í gegnum erfiðan skilnað, en finnur á endanum ást í örmum nýja bæjarstjórans. Edie sér tækifæri til að vinna Mike, sem þjáist af minnisleysi. Susan missir alla von um að minni Mike muni koma til baka og í sorgarferlinu hittir húm yndarlegan breskan mann, en eiginkona hans er í dái. Fjölskyldutengls Edie eru kynnt í gegnum þáttaröðina. Skotárás í matvöruverslun á svæðinu veldur því að tvær persónur þáttanna deyja og breytir lífi allra til frambúðar.

Fjórða þáttaröð (2007-2008)[breyta | breyta frumkóða]

Fjórða þáttaröðin hófst þann 30. september 2007 og er aðalráðgátan nýi nágranninn Katherine Mayfair (Dana Delany) og fjölskylda hennar, sem snýr aftur á Bláregnsslóð eftir 12 ára fjarveru. Dóttir hennar man ekkert eftir lífinu á Bláregnsslóð. Lynette berst við krabbamein; hin nýgifta (en jafnframt óhamingjusama) Gabrielle byrjar framhjáhald með fyrrum eiginmanni sínum, Carlos; Susan og Mike njóta lífsins sem gift hjón og komast að því að þau eiga von á barni; Bree þykist vera ólétt og ætlar sér að ala upp óskilgetið barn unglingsdóttur sinnar sem sitt eigið; og Edie beitir brögðum til að halda í nýju ástina í lífi sínu, Carlos. Samkynhneigt par frá Chicago - Lee McDermott (Kevin Rahm) og Bob Hunter (Tuc Watkins), flytja á Bláregnsslóð og flytja inn í húsið sem Betty, og seinna Gloria og Alma Hodge bjuggu í. Fellibylur ógnar lífi allra og öllu því sem íbúunum er kært. Við lok þáttaraðarinnar snýr fyrrverandi eiginmaður Katherine aftur og er drepinn. Á lokamínútum síðasta þáttarins er litið fimm ár fram í tímann: Bree er vinsæll matreiðslubókahöfundur og sonur hennar vinnur hjá henni; Gabrielle á börn; Tvíburarnir hennar Lynette eru nógu gamlir til að keyra; og Susan er ástfangin af nýjum manni.

Fimmta þáttaröð (2008-2009)[breyta | breyta frumkóða]

Fimmta þáttaröðin hófst þann 28. september 2008 og höfðu þá liðið fimm ár frá atburðum fjórðu þáttaraðar, með nokkrum afturhvörfum að atburðum sem gerðust í millitíðinni. Ráðgáta þáttaraðarinnar snýst um nýjan eiginmann Edie, Dave Williams (Neal McDonough). Dave er að leita hefnda á Bláregnsslóð (og það kemur seinna í ljós að hann ætlar sér að hefna sín á Mike). Susan tekst á við það að vera einstæð móðir og að eiga í nýju ástrsambandi við Jackson (Gale Harold), á meðan Mike byrjar með Katherine. Lynette og Tom komast að því að sonur þeirra á í ástarsambandi við gifta konu, og brennur næturklúbbur eiginmanns hennar þegar flestir íbúar Bláregnsslóðar voru þar inni að skemmta sér. Carlos og Gabrielle glíma við dætur sínar tvær, Juanitu og Celiu, þegar Carlos fær sjónina aftur. Bree og Orson eiga í hjúskaparvandræðum þar sem Bree einblínir of mikið á feril sinn og Orson byrjar að stela frá nágrönnunum. Það veldur því að ORson finnst liggjandi á götunni þegar Edie keyrir hratt í burtu frá húsinu sínu þegar hún kemst að því að Dave ætlar sér að drepa Mike og alla sem hann elskar; Edie sveigir til að keyra ekki á Orson og klessir á rafmangsstaur, stígur síðan út úr bílnum, en deyr síðan vegna rafstraums áður en hún getur komið upp um Dave. Það er seinna sem Susan útskýrir fyrir Dave að það hafi verið hún, ekki Mike, sem keyrði bílinn það kvöld sem kona og barn keyrðu framhjá stöðvunarskyldu, þar sem skiltið hafði fallið niður. Hefndaráætlun Dave breytist skyndilega þegar hann segir "Halló" við M.J. Delfino (Mason Vale Cotton), son Mike og Susan.

Í fimmtu þáttaröðinni var 100. þátturinn og snerist hann um Eli Scruggs (Beu Bridges), allrahandamann sem lék stórt hlutverk í lífi allra kvennanna. Þessi þáttur innihélt afturhvörf og endurkomu persóna, þ.á m. Mary Alice, Rex Van de Kamp og Martha Huber (Christine Estabrook). Þáturinn var sýndur sunnudaginn 18. janúar 2009 í Bandaríkjunum.

Sjötta þáttaröð (2009-2010)[breyta | breyta frumkóða]

Sjötta þáttaröðin hófst sunnudaginn 27. september 2009. Aðalráðgáta þáttaraðarinnar snýst um nýja nágrannan Angie Bolen (Drea de Matteo) og fjölskyldu hennar. Fyrri helmingur þáttaraðarinnar einblínir einnig á ósætti milli Lynette og Gabrielle þegar Lynette reynir að lögsækja Carlos; dóttur Susan, Julie Mayer (Andrea Bowen), þegar ráðist er á hana af óþekktri manneskju; taugaáfall Katherine þegar hún missir Mike til Susan; og ástarsamband Bree við Karl Mayer (Richard Burgi), fyrrum eiginmann Susan. Ástarsamband Bree endar hörmulega þegar flugvél sem Karl leigði hrapar á byggingu þar sem þau tvö eru inni í ásamt Orson. Seinni hluti þáttaraðarinnar einblínir á það þegar Katherine gerir tilraunir í ástarlífinu; Lynette býður kyrkjara bæjarins að gista hjá þeim áður en hún kemst að hinu sanna; ósættinu milli Bree og sonar Rex sem hann átti áður en hann kynntist Bree; og lausn á Bolen-ráðgátunni.

Sjöunda þáttaröð (2010-2011)[breyta | breyta frumkóða]

Sjöunda þáttaröðin hófst þann 26. september 2010 og aðalráðgáta þáttaraðarinnar er endurkoma eiginmanns Mary Alice, Paul Young (Mark Moses) á Bláregnsslóð, og áætlarnir hans um að leita hefnda eftir að hafa verið gerður útlægur úr götunni. Þessi þáttaröð fylgist einnig með leyndarmálum nýrrar eiginkonu Paul, Beth Young (Emily Bergl) og áætlunum Feliciu Tilman (Harriet Sansom Harris) til að hefna systur sinnar, Mörthu Huber. Gabrielle og Carlos komast að því að dóttir þeirra, Juanita, er ekki raunveruleg dóttir þeirra, og fær það Gabrielle til að snúa aftir til heimabæjar síns, Las Colinas. Orson yfirgefur Bree, svo hún byrjar með smiðnum, Keith Watson (Brian Austin Green). Það kemur þó á daginn að samband þeirra mun aldrei ganga og byrjar Bree að lokum með rannsóknarlögreglumanninum Chuck Vance (Jonathan Cake). Vegna fjárhagsvandræða hefur Susan og fjölskylda hennar flutt úr götunni og Susan neyðist til að beita óhefðbundnum aðferðum til að þéna peninga. Besta vinkona Lynette úr háskóla, Renee Perry (Vanessa Williams) flytur í götuna og hrærir upp í hlutunum. Eftir að mótmæli í götunni fara úr böndunum neyðist Susan til að fara á biðlista fyrir líffæri. Carlos kemst að sannleikanum um dauða móður sinnar, sem endar að lokum vinskapinn milli Solis fjölskyldunnar og Bree. Lynette fær Tom til að taka nýju og spennandi starfi sem leiðir til vandræða í hjónabandinu. Síðasti þátturinn var tveggja klukkustunda langur og endar hann vandræðin milli Paul og Feliciu. Óvæntur gestur kemur á Solis heimilið, sem hefur áhrif í áttundu þáttaröðinni.

Áttunda þáttaröð (2011-2012)[breyta | breyta frumkóða]

Áttunda og síðasta þáttaröðin hófst sunnudaginn 25. september 2011. Þessi síðasta þáttaröð byrjar strax eftir kvöldmatarboðið sem var í lokaþætti sjöundu þáttaraðar, þegar stjúpfaðir Gabrielle, Alejandro Perez (Tony Plana), sem misnotaði hana í æsku, er drepinn af Carlos. Bree, Lynette og Susan ganga inn í þessar aðstæður og leggja á ráðin til að hylja það sem gerst hefur. Bree heldur áfram ástarsambandinu við Chuck í stuttan tíma, en hættir hins vegar með honum vegna þeirrar hættu sem fylgir sambandi þeirra. Chuck verður svo reiður að hann skoðar tilkynninguna um hvarf Alejandros og kemst mjög nálægt sannleikanum, áður en hann er myrtur. Þetta setur mikla pressu á vinskapinn og hætta Gabrielle, Lynette og Susan að tala við Bree, sem leiðir til þess að Bree fer aftur að drekka, með tilheyrandi afleiðingum, þar til Orson birtist og bjargar henni frá sjálfri sér, en aðeins vegna sinna hagsmuna. Eftir að það kemur í ljós að hann hefur fylgst með Bree alveg síðan Alejandro var myrtur og að það var hann sem myrti Chuck, hafnar Bree Orson, svo hann ákveður að senda sönnunargögn sem hann hefur safnað til lögreglunnar í Fairview, sem veldur því að Bree er ákærð fyrir morðið á Alejandro. Nýr nágranni, Ben Faulkner (Charles Mesure), flytur í götuna og hrífur Renee. Ben rekur verktakafyrirtæki sem byrjar fljótlega að byggja á Chapman skógarsvæðinu. En Ben gengur í gegnum mikil fjárhagsvandræði og leitar til hættulegra og óáreiðanlegra manna til að fá lán. Mike blandar sér í málin til að reyna að vernda Renee, en hann fær að gjalda fyrir það. Í fyrri hluta þáttaraðarinnar glímir Susan við samviskubitið sem fylgir morði Alejandro, en í seinni hlutanum reyna þau M.J. að sætta sig við dauða Mikes. Eftir að hafa myrt Alejandro þróar Carlos með sér áfengisfíkn, en Gabrielle fær hann til að fara í meðferð. Vegna slæmrar samvisku, ásamt nýlegum atburðum í götunni, ákveður Carlos að yfirgefa hálauna starf sitt til þess að fara að vinna við góðgerðarstarfsemi, sem verður til þess að Gabrielle neyðist til að verða stílisti í fatabúð. Tom flytur frá fjölskyldu sinni og Lynette reynir að sættast við það hversu hratt Tom jafnar sig, þar til hún kemst að því að hún er enn ástfangin af honum á ákveður að hún ætli að vinna hann aftur. Karen McCluskey (Kathryn Joosten) fær slæmar fréttir varðandi heilsu sína og ákveður að enda allt saman, en Bree fær hana til að skipta um skoðun.

Síðasti þátturinn var tveggja klukkustunda langur og var sýndur sunnudaginn 13. maí 2010 í Bandaríkjunum. Hann fjallar um lok réttarhaldanna yfir Bree þar sem frú McCluskey færir mikla fórn sem gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. Það er brúðkaup, fæðing og dauði, og framtíð húsmæðranna fjögurra kemur í ljós.

Persónur og leikarar[breyta | breyta frumkóða]

Í fyrstu þáttaröðinni voru þrettán leikendur í þáttunum, allir titlaðir í byrjun þáttanna. Á öðru árinu voru nokkrir leikarar, aðallega börn og unglingar, sem höfðu verið gestaleikarar í þáttunum, orðin fastir leikarar en þau voru ekki titluð í byrjun. En þau voru sett í „Also Starring“ á eftir opnunaratriðinu með gestaleikurunum, þessu var haldið áfram í þriðju og fjórðu þáttaröðinni.

Á meðal aðalleikaranna fjórtán í fyrstu þáttaröðinni voru fjórar aðalleikkonu: Teri Hatcher sem Susan Mayer, fráskilin móðir með góðan húmor fyrir drama og í leit að ástinni; Felicity Huffman sem Lynette Scavo, fyrrum viðskiptakona sem gerðist yfirstressuð heimavinnandi húsmóðir fjögurra barna; Marcia Cross sem Bree Van de Kamp, eiginkona sem virðist vera fullkomin en berst við að bjarga hjónabandinu; og Eva Longoria sem Gabrielle Solis, fyrrum fyrirsæta sem er föst í óhamingjusömu hjónabandi og fer að halda framhjá eiginmanni sínum með 17 ára gömlum garðyrkjumanni þeirra. Ennfremur lék Nicollette Sheridan Edie Britt, erkióvin Susan og var henni lýst sem "hórunni í hverfinu", sem með tímanum varð að fimmtu aðalpersónunni. Steven Culp lék Rex Van de Kamp, vansælan eiginmann Bree sem hafði leynda kynlífsóra, á meðan Ricardo Antonio Chavira lék eiginmann Gabrielle, Carlos Solis, harðan viðskiptamann sem leit aðallega á eiginkonu sína sem verðlaunagrip; og James Denton lék Mike Delfino, dularfulla nýja nágrannann sem Susan varð hrifin af. Brenda Strong talaði yfir þættina sem Mary Alice Young, sem birtist venjulega ekki fyrir framan myndavélina, og er það óvænt sjálfsmorð hennar í fyrsta þættinum sem er ráðgáta fyrstu þáttaraðarinnar. Mark Moses lék Paul Young, ekkil Mary Alice, sem lagði sig allan fram við að ástæða sjálfsmorðs eiginkonu hans héldist leynd; og Cody Kasch lék Zach Young, vandræða unglingsson Paul og Mary Alice, sem reyndist vera líffræðilegur sonur Mike. Loks fór Andrea Bowen með hlutverk hinnar umhyggjusömu og góður unglingsdóttur Susan, Julie Mayer; og Jesse Metcalfe lék John Rowland, ungling sem vann var bæði garðyrkjumaður Gabrielle og ástmaður hennar.

Í annarri þáttaröðinni hættu Culp og Metcalfe sem fastir leikarar í þáttunum, en Rex dó úr hjartaáfalli og Gabrielle endaði ástarsamband sitt við John. Nokkrir leikarar sem höfðu farið með gestahlutverk í fyrstu þáttaröðinni urðu fastir leikarar í annarri þáttaröðinni, þ.á.m. Doug Savant sem Tom Scavo, eiginmaður Lynette sem í annarri þáttaröðinni hættir í vinnunni, ákveðinn í að vera heimavinnandi faðir; Brent Kinsman, Shane Kinsman og Zane Huett sem Preston, Porter og Parker Scavo, ærslafullir drengir Lynette og Tom; Shawn Pyfrom sem Andrew Van de Kamp, flókinn samkynhneigður sonur Bree; og Joy Lauren sem Danielle Van de Kamp, ákveðin systir Andrews. Alfre Woodard og Mehcad Brooks gengur til liðs við leikaraliðið sem Betty Applewhite og sonur hennar Matthew, sem fluttu í götuna um miðja nótt svo að nágrannarnir kæmust ekki að því að annar sonur Betty, Caleb - upphaflega leikinn af Page Kennedy, en síðar leikinn af NaShawn Kearse - væri læstur í kjallaranum. Eftir að hafa verið gestaleikari í nokkrum þáttum í fyrstu þáttaröðinni gekk Richard Burgi til liðs við leikaraliðið í annarri þáttaröðinni sem Karl Mayer, fyrrum eiginmaður Susan sem trúlofast Edie; og Roger Bart sem George Williams, lyfjasali Bree og síðar klikkaður unnusti hennar, sem hafði valdið dauða Rex. Bart, hins vegar, yfirgaf þættina í miðri þáttaröð vegna dauða George. Á meðan Applewhite ráðgátan var leyst í síðasta þætti annarrar þáttaraðar höfðu Woodard, Brooks og Kearse öll yfirgefið þættina þegar þriðja þáttaröðin hófst, en einnig Mark Moses þar sem Paul var sakaður um morð og læstur inni; Cody Kasch yfirgaf eining þættina þar sem Zach varð milljónamæringur eftir að veikur líffræðilegur afi hans lést og erfði hann að öllum sínum eigum; og Richard Burgi eftir að Karl var sagt upp af bæði Susan og Edie. Tvær viðbætur voru í leikaraliðinu fyrir þriðju þáttaröðina: Kyle MacLachlan sem Orson Hodge, sem giftist Bree og dimm fjölskyldusaga hans er aðalráðgáta þáttaraðarinnar; og Josh Henderson lék frænda Edie, Austin McCann, sem byrjar ástarsamband við Julie, en endar á því að gera Danielle ólétta og yfirgaf þættina í miðri þáttaröð.

Í fjórðu þáttaröðinni var Rachel Fox bætt við leikaraliðið eftir að hafa leikið gestahlutverk í þriðju þáttaröð, og fór hún með hlutverk Kaylu Scavo, dóttur Tom frá fyrra "einnar nætur gamani". Dana Delany og Lyndsy Fonseca gengu einnig til liðs við þættina sem Katherine og Dylan Mayfair, móðir og unglingsdóttir sem bjuggu á Bláregnsslóð tólf árum áður, en höfðu flutt burt úr götunni.

Neal McDonough bættist í leikarahóp Aðþrengdra eiginkvenna sem aðalpersóna í fimmtu þáttaröð. Hann lék Dave Williams, nýjan eiginmann Edie. Max og Charlie Carver voru ráðnir sem Preston og Porter Scavo, Joshua Logan Moore varð Parker Scavo og Kendall Applegate fór með hlutverk Penny Scavo. Madison De La Garza og Daniella Baltodano gengu einnig til liðs við þættina sem Juanita og Celia Solis, ungar dætur Carlos og Gabrielle Solis, en einnig Mason Vale Cotton sem M.J. Delfino, ungur sonur Susan og Mike. Pyfrom hætti sem Andrew Van de Kamp eftir fimmtu þáttaröðina og birtist aðeins í gestahlutverki síðustu árin, og Edie lést við lok fimmtu þáttarðar, svo Nicollette Sheridan yfirgaf leikaraliðið.

Í sjöttu þáttaröð þáttanna gekk Bowen aftur til liðs við þættina sem aukaleikkona. Eftir að hafa verið gestastjarna í lokaþætti fimmtu þáttaraðarinnar varð Maiara Walsh reglulega leikkona í þáttunum. Drea de Matteo, Jeffrey Nordling og Beau Mirchoff gengu til liðs við leikaraliðið sem Angie, Nick og Danny Bolen og var koma þeirra aðalráðgáta þáttaraðarinnar. Kathryn Joosten varð aukaleikkona í þáttunum, eftir að hafa verið í gestahlutverki í fimm ár sem eldri nágrannakonan Karen McCluskey. Madison De La Garza, sem lék elstu dóttur Gabrielle, Juanitu, og Mason Vale Cotton, sem lék son Mike og Susan, M.J., urðu einnig aukaleikarar í þáttunum. Max Carver lék ekki í þáttunum fyrr en persóna hans, Preston, sneri aftur úr Evrópureisu með kærustunni sinni og varð hann því gestaleikari í þáttunum. Delaney sagði skilið við þættina þegar persóna hennar, Katherine, flutti til Parísar.

Í sjöundu þáttaröðinni voru hlutverk Tuc Watkins og Kevin Rahm, sem léku samkynhneigða parið Bob Hunter og Lee McDermott, stækkuð og urðu þeir reglulegar persónur í þáttunum, og Kyle MacLachlan yfirgaf Aðþrengdar eiginkonur. Moses sneri aftur til að endurtaka hlutverk sitt sem Paul Young í lokaþætti sjöttu þáttaraðar. Vanessa Williams gekk til liðs við leikaraliðið sem Renee Perry, gamall erkióvinur Lynette úr háskóla. Endurráðið var í hlutverk Penny og kom Darcy Rose Byrnes í stað Applegate. Jonathan Cake gekk til liðs við þættina við lok sjöundu þáttaraðar sem Chuck Vance, nýr kærasti Bree.

Í áttundu þáttaröðinni, til viðbótar við Joosten, Watkins og Rahm, sem urðu aftur aukaleikarar, gekk Charles Mesure til liðs við leikaraliðið sem Ben Faulkner, byggingaverktaki sem laðast að Renee Perry. Ennfremur var tilkynnt seinni hluta árs 2011 að Bowen, Delany, MacLachlan, Pyfrom og Lauren myndu endurtaka hlutverk sín sem Julie Mayer, Katherine Mayfair, Orson Hodge, Andrew og Danielle Van de Kamp að einhverju leyti í þáttunum árið 2012.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Desperate Housewives“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt ágúst 2012.