Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var stofnuð árið 1999. Sveitin er rústabjörgunarsveit og er aðili að regnhlífasamtökum alþjóða rústabjörgunarsveita INSARAG.
Sveitin hefur aðsetur á Keflavíkurflugvelli og að sveitinni standa Björgunarsveitin Ársæll, Hjálparsveit skáta Kópavogi, Hjálparsveit skáta Reykjavík, Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Björgunarsveitin Suðurnes, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Landspítalinn.[1]
Útköll
[breyta | breyta frumkóða]Tyrkland, 1999
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta útkall sveitarinnar var til Tyrklands, árið 1999.
Alsír, 2003
[breyta | breyta frumkóða]21. maí 2003 varð jarðskjálfti 6,7 á Richter nærri bænum Thénia í norðurhluta Alsír. Fyrstu viðbrögð frá Alsír hvort sveitarinnar væri þörf voru neikvæð, en skömmu síðar óskuðu stjórvöld eftir aðstoð. 23. maí lagði íslenska alþjóðabjörgunarsveitin af stað til Alsír. Sveitin tók tengiflug til Lundúna og Rómar áður en kom að fluginu til Alsír.[2]
Marokkó, 2004
[breyta | breyta frumkóða]25. febrúar, kl. 7:00 lagði sveitin af stað til Oujuda í Marokkó. Stjórnstöð aðgerða var í bænum Al Hoceima. Ásamt íslandi voru sveitir frá Hollandi, Frakklandi, Lúxemborg, Austurríki, Portúgal, Tyrklandi, Grikklandi, Spán, Belgíu, Tékklandi og Ungverjalandi.[3]
Haiítí, 2010
[breyta | breyta frumkóða]Þegar fréttist af skjálftanum var utanríkisráðherrann Össur Skarphéðinsson kallaður til að fjármagna förina. Össur fékk staðfestingu frá fjármálaráðherra og sendiherra Haítí í Bandaríkjunum veitti samþykki sitt. Formlegt samþykki landsins var þó ekki veitt fyrr en á leiðinni til landsins enda samskipti landsins í molum.
Fyrsta verk sveitarinnar var að finna búðir fyrir björgunaraðgerðirnar. Eftir að hafa ekið um höfuðborgina ákváðu þeir að byggja stöðina við flugvöllinn. Sem fyrsta sveit á svæðið byggðu þeir samskiptastöð, sem var virk eftir að sveitin fór 10 dögum síðar. Á öðrum degi sínum voru þeir kallaðir að verslunarmiðstöðinni Caribbean Market. Argentísk björgunarsveit hafði kortlagt tvo einstaklinga sem sú íslenska átti að sækja. Auk þess fengu þeir teikningar frá verslunarstjóranum sem þeir unnu eftir. Næsta verkefni sveitarinnar var að kortleggja svæðið. Við það notaðist sveitin við mannafla á íslandi, sem fann mörg rústasvæði í gegnum frásagnir fjölmiðla.[4]
Á lokadegi sveitarinnar í Haítí vann hún í rústum Montana hótelsins í höfuðborg Haítí Port au Prince. Leiguflug frá Iceland Express flutti sveitina aftur heim þann 20. janúar.[5] Sveitin gaf út bók og kvikmynd um undirbúning, aðdraganda og út kallið til Haiítí árið 2010.[6][7] Jafnframt kom sveitin til sögu í spjallþætti Opruh Winfrey, um björgunarstarf allra sveita á eyjunni.[8]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Íslenska alþjóðabjörguarsveitin Geymt 6 nóvember 2011 í Wayback Machine Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Skoðað þann 18. desember 2010
- ↑ Yfir 1600 létust í jarðskjálftanum í Alsír Morgunblaðið. Skoðað þann 18. desember 2010
- ↑ Fréttir af alþjóðasveitinni[óvirkur tengill] Björgunarsveitin Ársæll. Skoðað þann 18. desember 2010
- ↑ Margrét Jónasdóttir, Magnús Viðar Sigurðsson. 2009. Alþjóða Björgunarsveitin (kvikmynd) Ísland: Saga Film
- ↑ Íslenska rústabjörgunarsveitin væntanleg heim á fimmtudaginn[óvirkur tengill] Björgunarsveitin Ársæll. Skoðað þann 18. desember 2010
- ↑ Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin í Smáralind Vísir. Skoðað þann 18. desember 2010
- ↑ Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin[óvirkur tengill] Saga Film. Skoðað þann 18. desember 2010
- ↑ Oprah Winfrey mun fjalla um íslensku rústabjörgunarsveitina Vísir. Skoðað þann 18. desember 2010