Mattel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Mattel er einn stærsti leikfangaframleiðandi heims. Það framleiðir meðal annars leikföng undir vörumerkjunum Barbie, Fisher Price, Hot Wheels og Matchbox. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum árið 1945 af Harold Matson og Elliot Handler og er nafn þess dregið af fyrstu stöfunum í nöfnum þeirra. Þekktasta leikfang fyrirtækisins er barbídúkkan sem Ruth Handler, eiginkona Elliots, þróaði árið 1959. Síðustu verksmiðju Mattel í Bandaríkjunum var lokað 2002 og eftir það hefur öll framleiðsla þess farið fram í Asíu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.