Háskólinn í Manchester

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Háskólinn í Manchester

Háskólinn í Manchester (enska: University of Manchester) er opinber rannsóknaháskóli staðsettur í Manchester í Norður-Englandi. Hann er meðlimur í Russell-hópnum hágæðisháskóla. Háskólinn var stofnaður árið 2004 þegar Victoria University of Manchester (kallaður háskólinn í Manchester í daglegu tali) og UMIST (University of Manchester Institute of Science and Technology) voru leystir upp og einn nýr háskóli var stofnaður í stað þeirra þann 1. október sama ár. Victoria University of Manchester var stofnaður árið 1824.

Eftir sameiningu var háskólinn tilnefndur háskóli ársins 2006 af dagblaðinu The Sunday Times. Hann var líka háskóli ársins 2005 í Times Higher Education Supplement. Eins og aðrir háskólar í Bretlandi höfðu margar Nóbelsverðlaunahafar stundað nám við háskólann í Manchester, þeir eru 25 samtals. Háskólinn er í fjórða sæti eftir Nóbelsverðlaunahafa, eftir Oxford, Cambridge og London.

Árið 2007–08 stunduðu yfir 40.000 stúdentar nám við háskólann í Manchester í 500 námskeiðum. Um það bil 10.000 starfsmenn vinna í háskólanum. Þess vegna er hann sá stærsti háskóli í Bretlandi á einu háskólalóði. Fleiri umsóknir eru sendar til háskólans í Manchester en til allra annarra háskóla í Bretlandi, sama ár voru yfir 60.000 umsóknir um grunnnám sendar inn. Árið 2007 voru tekjur háskólans 637 milljónir breskra punda.

Árið 2009 náði háskólinn áttunda sæti í listanum Times Higher World University Rankings yfir bestu háskóla í Evrópu og 26. sæti í listanum yfir bestu háskóla í heimi.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.