Fara í innihald

Harold Shipman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Harold Shipman (14. janúar 194613. janúar 2004) var breskur læknir og raðmorðingi. Hann myrti yfir 250 manneskjur samtals. Árið 2000 var hann dæmdur til lífstíðarfangelsis fyrir að myrða 15 manns. Eftir yfirheyrsluna hófst rannsókn á öllum dauðsföllum sem Shipman olli. Það kom í ljós að um 80 % fórnalambanna hans voru konur. Yngsta fórnalambið var 41 ára gamall karlmaður. Mörgum lögum á Bretlandi varðandi heilbrigði og læknisfræði var breytt í kjölfar glæpa Shipmans. Shipman er eini breski læknirinn sem hefur verið uppvís að morðum á sjúklingunum sínum. Hann dó árið 2004 eftir að hann hengdi sig í fangaklefanum sínum.

Uppeldi og ferill[breyta | breyta frumkóða]

Harold Frederick Shipman fæddist í Nottingham í Englandi og var annað fjögurra barna. Móðir hans, Vera, dó þegar hann var 17 ára gamall, en Shipman var mjög náinn henni. Faðir hans var flutningabílstjóri. Mæðginunum þótti mjög vænt um hvort annað og hafði dauði hennar mjög mikil áhrif á hann. Þegar hún var orðin veik, fékk hún morfín frá lækni sínum. Þegar móðir hans dó ákvað hann að fara í læknisnám. Shipman hitti konu sína þegar hann var 19 ára, þau giftust þegar hún var 17 ára.

Árið 1974 var hann byrjaður að vinna sem læknir, en var þá orðinn háður verkjalyfjum. Hann falsaði lyfseðla fyrir mikið magn lyfja, hann var neyddur til þess að fara í leyfi og fara í meðferð þegar hann var staðinn að verki af samstarfsmönnum hans árið 1975. Nokkrum árum seinna var hann aftur ráðinn sem læknir, það var lítið á hann sem vinnuþjark og hann naut trausts sjúklinga og samstarfsmanna. Hann vann í næstum tvo áratugi og hegðun hans olli aðeins minniháttar athygli hjá öðru heilbrigðisstarfsfólki.

Uppgötvun[breyta | breyta frumkóða]

Glæpir Shipmans voru loks uppgötvaðir eftir að hann falsaði erfðaskrá eins fórnarlambanna, Kathleen Grundy, þannig að honum var ánafnað allt. Hafði hann gefið Kathleen banvænan skammt af morfíni og lét hann jafnframt koma fram í erfðaskráin að brenna skyldi líkið. Hún var engu að síður grafin. Dóttur hennar grunaði strax að eitthvað var rangt og fór því til lögreglunnar. Líkami Grundy var grafinn upp og ransakaður. Morfín fannst í vöðvavef hennar. Þegar þetta uppgötvaðist voru ellefu önnur fórnarlömb rannsökuð. Á meðan skoðaði lögreglan skurðgerðatölvu Shipman og fann að hann hafði fært rangar færslur til að styðja við úrskurð sinn um dánarorsakir fórnarlambana.

Dómurinn[breyta | breyta frumkóða]

Réttarhöldin yfir Harold hófust 5. október 1999. Hann var kærður fyrir morðin á Marie West, Irene Turner, Lizzie Adams, Jean Lilley, Ivy Lomas, Muriel Grimshaw, Marie Quinn, Kathleen Wagstaff, Bianka Pomfret, Norah Nuttall, Pamela Hillier, Maureen Ward, Winifred Mellor, Joan Melia og Kathleen Grundy. Allar þessar konur dóu á milli áranna 1995 og 1998.

Þann 31. janúar 2000, eftir sex daga af deilum, komst kviðdómurinn að niðurstöðu. Hann var fundinn sekur um að hafa drepið 15 sjúklinga með banvænum skammti af morfíni og fyrir að falsa erfðaskrána hjá Kathleen Grundy. Hann var dæmdur til að afplán fimmtán lífstíðardóma og var mælt með að honum myndi ekki vera sleppt úr fangelsi. Hann fékk einnig fjögurra ára dóm fyrir að falsa erfðaskrána. Hann var einni sviptur læknisréttindunim sínum 11. febrúar, tíu dögum eftir að réttarhöldunum lauk. Shipman harðneitaði öllum ásökum á hendur sér og sagðist vera saklaus. Einnig var eiginkona hans, Primrose, í afneitun af þessum glæpum sem hann framdi.

Dauði[breyta | breyta frumkóða]

Harold Shipman framdi sjálfsmorð á 58 ára afmælisdegi sínum í fangelsisklefanum í Wakefield Prison í Vestur-Yorkshire um klukkan 6.20 þann 13. janúar 2004. Hann á að hafa hengt sig með því að binda lök við rimlana. Sumir fjölskyldumeiðlimir af fórnarlamba hans fannst eins og það hafi verið svindlað á þeim, þar sem sjálfsmorðið hans þýddi að þau myndu aldrei heyra játningu hans af glæpunum sem hann framdi. Dauði hans fékk mikla umfjöllun í breskum slúðurblöðum, svo sem í The Sun, þar sem stóð „Ship Ship Hooray“ til að fagna dauða hans. Ástæða þess að hann framdi sjálfsmorð er ekki kunn en þó var haldið fram[hverjir?] að hann hafi framið sjálfsmorð til að ekkja hans myndi fá ellilífeyri.