Johannes Rau

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Johannes Rau (2004)

Johannes Rau (16. janúar 1931 í Wuppertal27. janúar 2006 í Berlín) var þýskur stjórnmálamaður.

Hann gekk í þýska jafnaðarmannaflokkinn (SPD) árið 1957 og komst fljótt til metorða innan hans. Rau var kosinn á þing sambandslandsins Nordrhein-Westfalen árið 1958 og var forsætisráðherra þess frá 1978 til 1998.

Rau var kjörinn 8. forseti Þýskalands árið 1999 og gegndi þeirri stöðu í eitt kjörtímabil, eða til 2004.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.