Fara í innihald

Friðrik 10. Danakonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Friðrik krónprins)
Skjaldarmerki Lukkuborgarar Konungur Danmerkur
Lukkuborgarar
Friðrik 10. Danakonungur
Friðrik 10.
Ríkisár 14. janúar 2024 –
SkírnarnafnFrederik André Henrik Christian
KjörorðForbundne, forpligtet, for Kongeriget Danmark
Fæddur26. maí 1968 (1968-05-26) (56 ára)
 Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn
Konungsfjölskyldan
Faðir Hinrik Danaprins
Móðir Margrét 2. Danadrottning
EiginkonaMary Elizabeth Donaldson
Börn

Friðrik 10. eða Frederik André Henrik Christian, (fæddur í Kaupmannahöfn, 26. maí 1968) er núverandi konungur Danmerkur. Hann er frumburður Margrétar 2. Danadrottningar og Hinriks prins. Friðrik tók við dönsku krúnunni eftir afsögn móður sinnar þann 14. janúar árið 2024.

Friðrik giftist heitkonu sinni, Mary Elizabeth Donaldson, þann 14. maí 2004 í dómkirkjunni í Kaupmannahöfn. Krónprinsparið eignaðist soninn Kristján, þann 15. október 2005 og dótturina Ísabellu, 21. apríl 2007. Þau eignuðust svo tvíburana Vincent og Jósefínu, 8. janúar 2011.[1]

Friðrik er 214. í erfðaröðinni að bresku krúnunni þar sem hann er barna-barna-barna-barnabarn Viktoríu Bretadrottningar í gegnum móðurömmu sína, Ingiríði.

Friðrik varð konungur Danmerkur þann 14. janúar 2024 við afsögn móður sinnar.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júní 2007. Sótt 27. apríl 2007.
  2. Birta Björnsdóttir (14. janúar 2024). „Nýr konungur í Danmörku“. RÚV. Sótt 14. janúar 2024.


Fyrirrennari:
Margrét 2.
Danakonungur
(14. janúar 2024 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.