Vamm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

VAMM var íslenskt tímarit, sem kom út mánaðarlega frá því í júní 2004 þar til í maí 2005 en þá lagði það upp laupana. Tímaritið fjallaði um tónlist, lífsstíl og menningu ungs fólks á Íslandi.

Vamm var dreift á heimilisföng ungs fólks á aldrinum 16 – 25 ára og í götudreifingu. Ritstjórn blaðsins skipuðu meðal annarra: Halldóra Þorsteinsdottir, Hlédís Sigurðardóttir, Sveinbjörn Pálsson og Björn Þór Björnsson. Stofnandi þess var Baldur Ingi Baldursson sem áður hafði unnið sem auglýsingastjóri hjá Undirtónum.

Blaðið náði aldrei almennilegri fótfestu á auglýsingamarkaði. Náðarhöggið í rekstri blaðsins var veitt þegar dægurmálaútvarp Rásar 2 tók fyrir forsíðuviðtal blaðsins við Andra Frey, útvarpsmann á X-inu, og hvatti í framhaldi af því auglýsendur til að endurskoða birtingar sínar í tímaritinu.[heimild vantar]

News.png  Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.