Fara í innihald

Borgarholtsskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borgarholtsskóli
Stofnaður 1996
Tegund Framhaldsskóli
Skólastjóri Ársæll Guðmundsson
Nemendur umþb 1200
Nemendafélag NFBHS
Staðsetning Mosavegur
112 Reykjavík
Gælunöfn Borgó,
Gælunöfn nemenda Borghyltingar
Heimasíða Bhs.is

Borgarholtsskóli er framhaldsskóli við Mosaveg í Grafarvogi í Reykjavík. Stofnað var til hans með samningi íslenska ríkisins, Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar. Var frá upphafi miðað við að skólinn hýsti um 1000 nemendur í starfs– og bóknámi.

Í Borgarholtsskóla eru sérhæfðar starfsnámsbrautir, svo sem á sviði málm– og bíliðna.

Gettu betur[breyta | breyta frumkóða]

Skólinn keppti til úrslita í spurningakeppni framhaldsskóla árin 2001, 2004, 2005, 2014 og 2020.

Í úrslitum 2001 töpuðu þeir gegn MR í bráðabana, í úrslitunum 2004 þurftu þeir einnig að lúta lægri haldi í bráðabana þar sem Verzlunarskóli Íslands bar sigur úr býtum. Árið 2005 unnu þeir MA í úrslitum, sem tryggði Borgarholtsskóla sinn fyrsta Gettu Betur titil og árið 2014 töpuðu þeir svo gegn MH í úrslitum. Árið 2020 mun skólinn keppa við MR.

Í liði skólans árið 2001 voru Hilmar Már Gunnarsson, Sæmundur Ari Halldórsson og Páll Guðmundsson. Árið 2004 og 2005 voru það þeir Baldvin Már Baldvinsson, Björgólfur Guðni Guðbjörnsson og Steinþór Helgi Arnsteinsson. Árið 2014 voru það svo þeir Arnór Steinn Ívarsson, Daníel Óli Ólafsson og Ingi Erlingsson. Árið 2020 voru þau Fanney Ósk Einarsdóttir, Magnús Hrafn Einarsson og Viktor Hugi Jónsson.

MORFÍS[breyta | breyta frumkóða]

Skólanum hefur einnig vegnað vel í MORFÍS, Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna á Íslandi, og árið 2004 komst skólinn í undanúrslit. Það ár var hann hins vegar sleginn út af þáverandi og núverandi þreföldum MORFÍS meisturum - Verzlunarskóla Íslands, lið hans var skipað af Þórunni Elísabet Bogadóttur, Davíð Gill Jónssyni, Birni Braga Arnarssyni og Óttari Snædal. Björn Þór Jóhannson, Friðjón Mar Sveinbjörnsson og Jóhann Fjalar Skaptason skipuðu MORFÍS lið Borgarholtsskóla.

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]


Fyrri:
Verzlunarskóli Íslands
Sigurvegari Gettu betur
2005
Næsti:
Menntaskólinn á Akureyri


  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.