Dýnamó Höfn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fótboltafélagið Dýnamó Höfn
Fullt nafn Fótboltafélagið Dýnamó Höfn
Gælunafn/nöfn Mafían
Stytt nafn Dýnamó Höfn
Stofnað júlí 2004
Leikvöllur Mánagarður
Stærð ekki vitað
Stjórnarformaður Andri Indriðason
Knattspyrnustjóri staða laus
Deild Malarvinnslubikarinn
2008 6
Heimabúningur
Útibúningur

Dýnamó Höfn er knattspyrnulið frá Höfn í Hornafirði sem hefur keppt í utandeild Austurlands, Malarvinnslubikarnum.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Liðið var stofnað um mitt sumar 2004, en þá stóð til að keppa í litlu móti á Borgarfirði eystri sem kallast Álfasteinsspark. Heimavöllur Dýnamó, eins og það er oftast kallað, er Mánagarður í Nesjum. Eysteinn Sindri Elvarsson hefur þjálfað liðið frá upphafi með aðstoð Andra Indriðasonar.

Dýnamó hefur tekið þátt í Malarvinnslubikarnum síðan sumarið 2005 en þá lenti liðið í miklum hrakningum og náði ekki í stig fyrr en í næstsíðustu umferðinni, þegar liðið gerði markalaust jafntefli við U.M.F. Þórshöfn.

Sumarið 2006 gekk mun betur hjá liðinu. Þremur sigrum var landað og þremur jafnteflum. Endaði liðið þá með 12 stig.

Sumarið 2007 var svipað og árið áður, nokkur félagsmet voru sett, þar má nefna tvo 10 marka sigra og stærsta útisigurinn frá upphafi. Liðið endaði þá í 5. sæti deildarinnar og fékk 13 stig, sem er bæting frá síðasta sumri.

Sumarið 2008 má segja að hafi verið algjört klúður frá upphafi til enda. Liðinu tókst þó í fyrsta sinn að leggja BN'96 að velli, 3-2, en gleðin varð þó skammvinn því þegar þrír dagar voru eftir af mótinu, átti Dýnamó ennþá eftir að leika fimm leiki og brá stjórnin á það ráð að segja sig úr keppninni. Dýnamó taldist þar af leiðandi hafa tapað öllum sínum leikjum með markatölunni 0-3.[1] Eftir tímabilið 2008 virðist framtíð félagsins vera í uppnámi, en hver veit nema einhver taki sig til og hefji félagið aftur upp til vegs og virðingar.

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]

 • Stærsti deildarsigur: 14-4 gegn KF. Fjarðaál 27. ágúst 2007
 • Stærsti heimasigur: 14-4 gegn KF. Fjarðaál 27. ágúst 2007
 • Stærsti útisigur: 1-5 gegn 06. Apríl 15. júlí 2007
 • Stærsta tap: 1-11 gegn K.E. 2005
 • Flest deildarmörk: 16, Ingi Steinn Þorsteinsson
 • Flest deildarmörk á einu tímabili: 11, Ingi Steinn Þorsteinsson Malarvinnslubikarinn, 2007
 • Flest mörk á einu tímabili: 11, Ingi Steinn Þorsteinsson
 • Flest mörk skoruð í einum leik: 5, Ingi Steinn Þorsteinsson gegn Vetrarbruna 27. júní 2007
 • Flest mörk skoruð á tímabili (lið): 30, 2007
 • Flest stig á tímabili: 13 - 8 leikir 2007

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. http://www.uia.is/index.php?option=com_content&task=view&id=347&Itemid=21

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]