Rauði krossinn á Íslandi
Rauði krossinn á Íslandi, áður Rauði kross Íslands, er hluti af alþjóðlegri mannúðarhreyfingu Rauða krossins sem starfar í 186 löndum. Rauði krossinn á Íslandi var stofnaður í Reykjavík 10. desember árið 1924. Fyrsti formaður var Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands.
Rauði krossinn er elsta og útbreiddasta mannúðarhreyfing í heimi með starfsemi í 192 löndum með yfir 14 milljónir sjálfboðaliða.
Rauða krossinum er stjórnað af landskrifstofu samtakana, sem er á höfuðborgarsvæðinu. Hún samræmir störf deilda í nærsamfélaginu hér á landi og tekur þátt í starfi Alþjóðahreyfingu Rauða krossins fyrir Íslands hönd.
Rauði krossinn á Íslandi rekur ungmennahreyfingu Rauða kross Íslands (URKÍ) sem er landssamband ungmennastarfs deilda Rauða krossins.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Rauði krossinn á Íslandi
- Alþjóðlegi rauði krossinn, móðurfélag RKÍ