Anthony Fauci

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Anthony Fauci
Anthony Fauci árið 2020.
Forstjóri Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna
Í embætti
2. nóvember 1984 – 31. desember 2022
ForveriRichard M. Krause
EftirmaðurJeanne Marrazzo
Persónulegar upplýsingar
Fæddur24. desember 1940 (1940-12-24) (83 ára)
Brooklyn, New York-borg, New York, Bandaríkjunum
MakiChristine Grady ​(g. 1985)
Börn3
HáskóliCollege of the Holy Cross
Cornell-háskóli

Anthony Stephen Fauci (f. 24. desember 1940) er bandarískur ónæmisfræðingur sem var forstjóri Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna frá árinu 1984 til loka ársins 2022. Frá janúar 2020 var hann einn af helstu meðlimum viðbragðsteymis Donalds Trump Bandaríkjaforseta gegn kórónaveirufaraldrinum í landinu og frá embættistöku Joe Biden í janúar 2021 hefur Fauci jafnframt verið heilbrigðisráðgjafi Bandaríkjaforseta.[1] Fauci er meðal helstu sérfræðinga í smitsjúkdómum á heimsvísu og við byrjun faraldursins lýstu tímaritin The New Yorker og The New York Times honum sem einum virtasta lækni í Bandaríkjunum.[2][3][4][5]

Sem læknir við Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna hefur Fauci unnið að heilbrigðismálum í rúm 50 ár og hefur verið ráðgjafi allra forseta Bandaríkjanna frá og með Ronald Reagan.[4] Hann hefur lagt sitt af mörkum við rannsóknir á alnæmi og öðrum sjúkdómum sem valda ónæmisbresti, bæði sem vísindamaður og sem forstjóri Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunarinnar.[6] Frá 1983 til 2002 var Fauci meðal þeirra vísindamanna sem oftast var vísað til í vísindatímaritum.[6] Árið 2008 sæmdi George W. Bush Fauci frelsisorðu Bandaríkjaforseta fyrir störf hans við neyðaráætlun forsetans handa eyðnismituðum (PEPFAR).

Fauci tilkynnti í ágúst 2022 að hann myndi hætta bæði sem sóttvarnarlæknir og sem ráðgjafi forsetans í desember sama ár.[7]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Merica, Dan (4. desember 2020). „CNN Exclusive: Biden says he will ask Americans to wear masks for the first 100 days he's in office“. CNN.com. Sótt 8. desember 2020.
  2. Specter, Michael. „How Anthony Fauci Became America's Doctor“. The New Yorker. Afrit af uppruna á 13. apríl 2020. Sótt 8. desember 2020.
  3. „The face of America's fight against Covid-19“. BBC News. 25. mars 2020. Afrit af uppruna á 4. apríl 2020. Sótt 8. desember 2020.
  4. 4,0 4,1 Alba, Davey; Frenkel, Sheera (28. mars 2020). „Medical Expert Who Corrects Trump Is Now a Target of the Far Right“. The New York Times. Afrit af uppruna á 2. apríl 2020. Sótt 8. desember 2020.
  5. Grady, Denise, "Not His First Epidemic: Dr. Anthony Fauci Sticks to the Facts" Geymt 27 mars 2020 í Wayback Machine, The New York Times, 8. mars 2020.
  6. 6,0 6,1 „Biography Anthony S. Fauci, M.D. NIAID Director“. NIAID. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. október 2007.
  7. Ólöf Rún Erlendsdóttir (22. ágúst 2022). „Fauci hættir hjá Hvíta húsinu eftir 40 ára starf“. RÚV. Sótt 16. desember 2022.
  Þetta æviágrip sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.