Ed Miliband

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ed Miliband

Ed Miliband (f. 24. desember 1969) er breskur þingmaður og fyrrverandi leiðtogi Verkamannaflokksins. Flokkurinn er í andstæðustjórn eins og er. Hann hefur verið þingmaður frá árinu 2005 og var ráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown árin 2007 til 2010. Bróðir hans David Miliband er líka þingmaður í Verkamannflokknum.

Hann fæddist í London og útskrifaðist í sálfræði, stjórnmálafræði og hagfræði við Oxford-háskóla áður en hann fór í meistaranám í hagfræði við London School of Economics. Hann varð blaðamaður og svo rannsóknarmaður í Verkamannaflokknum. Í gegnum árin kynntist hann Gordon Brown og varð formaður efnahagsráðgjafaráðs hjá breska fjármálaráðuneytinu.

Þegar Gordon Brown varð forsætisráðherra árið 2007 skipaði hann Miliband í embætti ráðherra fyrir ríkisstjórnina. Hann hlaut stöðuhækkun árið 2008 þegar hann var skipaður í nýja embættið orku- og loftlagsbreytingaráðherra. Árið 2010 hætti hann í þessu starfi og varð leiðtogi Verkamannaflokksins. Hann gegndi þeirri stöðu til ársins 2015 en þá sagði hann af sér eftir slæmt gengi í þingkosningum þess árs og við honum tók Jeremy Corbyn.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.