Ragnar H. Ragnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ragnar H. Ragnar (28. september 189824. desember 1987) var tónlistarkennari og skólastjóri í Tónlistarskóla Ísafjarðar í marga áratugi, organisti í kirkjunni og stjórnandi Sunnukórsins.

Ragnar H. fæddist að Ljótsstöðum í Laxárdal í Suður-þingeyjarsýslu, sonur Hjálmars Jónssonar og Áslaugar Torfadóttur. Hann brautskráðist úr Samvinnuskólanum 1920 og fluttist þá til Kanada og nam píanóleik í Winnipeg hjá Jónasi Pálssyni, píanóleikara og tónskáldi.

Árið 1942 hélt hann aftur til Íslands sem bandarískur hermaður, og starfaði sem slíkur til ársins 1945. Á stríðsárunum stjórnaði hann kór frá Þingeyjarsýslu sem starfaði í Reykjavík. Á meðal kórmeðlima var verðandi kona hans, Sigríður Jónsdóttir. Þau giftu sig 21. júlí 1945. Þau fluttust þá að Görðum í Norður-Dakóta, en þar bjuggu þau til ársins 1948. Þá fluttu þau til Ísafjarðar og þar var hann skólastjóri Tónlistarskólans til ársins 1984.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.