2011
Útlit
(Endurbeint frá Júní 2011)
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
2011 (MMXI í rómverskum tölum) var í gregoríska tímatalinu almennt ár sem hófst á laugardegi.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Eistland tók upp evruna.
- 1. janúar - 21 lést í hryðjuverkaárás á kirkju í Alexandríu skömmu eftir miðnæturmessu.
- 3. janúar - Jarðskjálfti upp á 7,1 stig skók borgina Temuco í Síle.
- 4. janúar - Arabíska vorið: Götusalinn Mohamed Bouazizi lést eftir að hafa kveikt í sér til að mótmæla framferði stjórnvalda í Túnis.
- 8. janúar - Skotárásin í Tucson: Ungur maður myrti sex og særði 13, þar á meðal þingkonuna Gabrielle Giffords, í skotárás við Safeway-verslun í Tucson, Arisóna.
- 9. janúar - Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Suður-Súdan hófst.
- 9. janúar - 77 fórust þegar Iran Air flug 277 hrapaði við borgina Orumiyeh.
- 11. janúar - Flóð og aurskriður ollu yfir 800 dauðsföllum í Rio de Janeiro í Brasilíu.
- 14. janúar - Arabíska vorið: Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis til 23 ára, hrökklaðist frá völdum eftir mánaðarlöng mótmæli í landinu.
- 19. janúar - Jarðskjálfti upp á 7,4 stig skók Suðvestur-Pakistan.
- 23. janúar - Þúsundir mótmæltu vegna stjórnarkreppunnar í Belgíu.
- 24. janúar - Að minnsta kosti 37 manns létu lífið í sjálfsmorðsárás á Domodedovo-flugvellinum í Moskvu.
- 25. janúar - Hæstiréttur Íslands ógilti kosningar til stjórnlagaþings á Íslandi 2010 vegna galla á framkvæmd þeirra.
- 25. janúar - Arabíska vorið: Mótmæli gegn Hosni Mubarak hófust í Egyptalandi.
- 28. janúar - Arabíska vorið: Stjórn Egyptalands lokaði fyrir sendingar smáskilaboða og aðgang að Interneti um allt land.
- 30. janúar - Kraftlyftingafélag Garðabæjar - Heiðrún var stofnað.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 3. febrúar - ICANN tók síðasta IP-talnabálkinn í notkun.
- 6. febrúar - World Social Forum hófst í Dakar.
- 6. febrúar - Amagerbanken í Danmörku varð gjaldþrota.
- 11. febrúar - Arabíska vorið: Hosni Mubarak, forseti Egyptalands til 30 ára, hrökklaðist frá völdum eftir margra daga fjölmenn mótmæli.
- 15. febrúar - Fyrsta borgarastyrjöldin í Líbýu hófst.
- 15. febrúar - Nokkrir létust í mótmælum gegn konungsfjölskyldunni í Barein.
- 16. febrúar - Flutningaskipið Goðafoss strandaði í Ytre Hvaler-þjóðgarðinum skammt undan Fredrikstad við Noregsstrendur.
- 18. febrúar - Bókabúðin Mál og menning tilkynnti um gjaldþrot eftir margra ára rekstur við Laugaveg.
- 20. febrúar - Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands synjaði lögum um Icesavesamning við Bretland og Holland staðfestingar öðru sinni.
- 22. febrúar - Tugir manna létust eftir að jarðskjálfti í Christchurch í Nýja-Sjálandi upp á 6,3 á Richter olli miklum skemmdum.
- 22. febrúar - Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um 20% vegna óvissuástands í Líbýu.
- 24. febrúar - Muammar Gaddafi skipaði hernum að skjóta á mótmælendur. 6.000 létust í Trípólí einni.
- 24. febrúar - Geimskutlan Discovery hélt af stað í sína hinstu geimferð.
- 27. febrúar - Líbíska þjóðarráðið var stofnað í Benghazi. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu einróma viðskiptaþvinganir gegn Líbýu.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 11. mars - Hamfarirnar í Japan 2011: Jarðskjálfti upp á 9,1 stig skók norðausturströnd Japans og olli gífurlegri flóðbylgju í kjölfarið. Að minnsta kosti 15.641 manns fórust. Kjarnorkuverið í Fukushima eyðilagðist og olli nokkurri geislamengun.
- 15. mars - Konungur Barein, Hamad bin Isa Al Khalifa, lýsti yfir neyðarástandi. Hersveitir Persaflóasambandsins voru sendar stjórn hans til aðstoðar.
- 15. mars - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst: Mótmælaalda breiddist út um Sýrland. Mótmælendur kröfðust lýðræðisumbóta og afsagnar Bashar al-Assad. Stjórnin brást hart við og skaut hundruð mótmælenda.
- 17. mars - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir flugbanni yfir Líbýu í kjölfar blóðugra árása Líbýustjórnar á mótmælendur og almenna borgara.
- 18. mars - Rótarlénið .xxx var formlega tekið í notkun af ICANN.
- 19. mars - Nokkur aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hófu loftárásir á Líbýu.
- 21. mars - Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sögðu sig úr þingflokki Vinstri grænna.
- 22. mars - Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu.
- 27. mars - Rúmenía og Búlgaría gerðust aðilar að Schengen-samstarfinu.
- 31. mars - Mayotte varð frönsk handanhafssýsla og þar með hluti af Frakklandi.
- 31. mars - Hersveitir Alassane Ouattara héldu inn í höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar til að setja forsetann, Laurent Gbagbo, af eftir að hann hafði neitað að viðurkenna tap í forsetakosningum árið áður.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 9. apríl - Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um Icesave-samkomulag ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga og var því hafnað með 59,7% atkvæða á móti 40,1% sem vildu samþykkja það.
- 11. apríl - Fyrrum forseti Fílabeinsstrandarinnar, Laurent Gbagbo, var handtekinn í forsetahöllinni af sveitum Alassane Ouattara með fulltingi franska hersins.
- 12. apríl - Gyrðir Elíasson hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir smásagnasafnið Milli trjánna.
- 16. apríl - Árleg ráðstefna BRICS-landanna fór fram í Sanya í Kína. Suður-Afríka tók þátt í fyrsta sinn.
- 19. apríl - Goodluck Jonathan var kjörinn forseti Nígeríu.
- 25. apríl - Skýstrokkakastið 2011 hófst í Bandaríkjunum. 362 skýstrokkar mynduðust, 324 fórust og 2.200 særðust.
- 27. apríl - Landamæradeilur Taílands og Kambódíu: til skotbardaga kom við kmerahofið Prasat Ta Muen Thom.
- 28. apríl - Sprengjutilræðið í Marrakess 2011: Sprengja sprakk á kaffihúsi í Marrakess í Marokkó með þeim afleiðingum að 17 létust.
- 29. apríl - Konunglegt brúðkaup var haldið í Lundúnum þegar Vilhjálmur Bretaprins gekk að eiga Catherine Elizabeth Middleton. Talið er að 2 milljarðar manna hafi fylgst með brúðkaupinu í sjónvarpi.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. maí - Jóhannes Páll 2. páfi var lýstur sæll af kaþólsku kirkjunni.
- 2. maí - Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída, var ráðinn af dögum í árás Bandaríkjahers á felustað hans í Abbottobad í Pakistan.
- 4. maí - Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík.
- 8. maí - 12 létust og 230 særðust í harkalegum átökum milli kristinna og múslima í Egyptalandi.
- 13. maí - Tónlistarhúsið Harpa er formlega opnað.
- 14. maí - Dúettinn Ell & Nikki sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2011 fyrir Aserbaísjan með laginu „Running Scared“.
- 15. maí - Víðtæk mótmæli gegn stjórnmálakerfinu hófust á Spáni.
- 15. maí - Yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, var handtekinn í New York-borg vegna ásakana um kynferðisbrot.
- 16. maí - Geimskutlan Endeavour hélt af stað í sína hinstu geimferð.
- 16. maí - Evrópusambandið samþykkti 78 milljarða evra björgunarpakka handa Portúgal.
- 17. maí - Elísabet 2. Bretadrottning fór í opinbera heimsókn til Írlands, fyrst breskra þjóðhöfðingja í 100 ár.
- 18. maí - Kvikmynd Lars von Trier, Melancholia, vann gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
- 19. maí - Lars von Trier var vísað frá kvikmyndahátíðinni í Cannes vegna ummæla hans um Adolf Hitler og gyðinga.
- 19. maí - Dominique Strauss-Kahn sagði af sér sem yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
- 21. maí - Eldgos hófst í Grímsvötnum og stóð yfir í 7 daga.
- 22. maí - 158 fórust þegar Joplin-skýstrokkurinn gekk yfir Missouri í Bandaríkjunum.
- 25. maí - Geimferðastofnun Bandaríkjanna hætti að reyna að ná sambandi við Marsbílinn Spirit og lýsti því yfir að verkefninu væri lokið.
- 26. maí - Ratko Mladić, fyrrverandi herforingi Bosníu-Serba var handtekinn eftir að hafa verið eftirlýstur fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni í tæp 15 ár.
- 28. maí - Skilnaðir urðu löglegir á Möltu.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 3. júní - Forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, særðist í sprengjuárás sem gerð var á mosku í forsetahöllinni.
- 4. júní - Eldfjallið Puyehue-Cordón Caulle í Chile gaus og olli truflunum á flugumferð við Nýja-Sjáland.
- 12. júní - Sýrlenska borgarastyrjöldin: Þúsundir flúðu til Tyrklands þegar Sýrlandsher settist um borgina Jisr ash-Shugur.
- 13. júní - Tveir stórir jarðskjálftar, sá fyrri upp á 5,7 stig og sá seinni upp á 6,3 stig, urðu í Christchurch á Nýja Sjálandi.
- 13. júní - Ítalir höfnuðu byggingu nýrra kjarnorkuvera í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 16. júní - Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti Alþjóðasáttmála um heimilishjálp sem kvað á um réttindi og lágmarkslaun verkafólks í heimilisþjónustu.
- 17. júní - Hægvarpsþátturinn Hurtigruten minutt for minutt var sendur út á norsku sjónvarpsstöðinni NRK2.
- 26. júní - Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna 2011 hófst í Þýskalandi.
- 27. júní - Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn dæmdi Muammar Gaddafi sekan um glæpi gegn mannkyni.
- 28. júní - Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að nautgripapest hefði verið útrýmt.
- 28. júní - Christine Lagarde var skipuð nýr forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
- 28. júní - Samfélagsmiðillinn Google+ hóf göngu sína.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 2. júlí - Albert 2. af Mónakó gekk að eiga Charlene Wittstock.
- 8. júlí - Geimskutlan Atlantis hélt af stað í sína hinstu geimferð, sem var einnig síðasta geimferð geimskutluáætlunar NASA.
- 9. júlí - Jökulhlaup varð í Múlakvísl með þeim afleiðingum að brúin yfir ána eyðilagðist og Þjóðvegur 1 rofnaði.
- 9. júlí - Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki við aðskilnað frá Súdan, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í janúar 2011.
- 10. júlí - 128 manns drukknuðu í ánni Volgu skammt frá Kazan í Rússlandi þegar skemmtiferðaskip sökk.
- 10. júlí - Síðasta tölublað tímaritsins News of the World kom út.
- 12. júlí - Reikistjarnan Neptúnus lauk við fyrstu ferð sína umhverfis sólu frá því hún var uppgötvuð.
- 17. júlí - Japan sigraði Heimsmeistarmótið í knattspyrnu kvenna 2011 með sigri á liði Bandaríkjanna.
- 20. júlí - Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir hungursneyð í Sómalíu.
- 20. júlí - Goran Hadžić var handtekinn í Serbíu. Hann var sá síðasti af 161 sem Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu handtók fyrir glæpi gegn mannkyni.
- 21. júlí - Geimskutluáætlun NASA lauk formlega þegar geimskutlan Atlantis lenti heilu og höldnu við Kennedy-geimferðamiðstöðina.
- 22. júlí - Mannskæð hryðjuverk voru framin í Noregi, fyrst með sprengjuárás á stjórnarbyggingar í Osló og skömmu síðar með skotárás á samkomu ungmennahreyfingar í Útey. 77 manns létu lífið. Öfgamaðurinn Anders Behring Breivik var handtekinn á staðnum fyrir að standa á bak við árásirnar.
- 22. júlí - Eden í Hveragerði brann til kaldra kola.
- 23. júlí - Breska söngkonan Amy Winehouse fannst látin í íbúð sinni í London.
- 23. júlí - Lestarslysið í Wenzhou: 39 létu lífið og 192 slösuðust þegar tvær hraðlestar rákust saman í héraðinu Zhejiang í Kína.
- 29. júlí - Stjórnlagaráð afhenti Alþingi formlega frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá.
- 31. júlí - Tæp átta hundruð manns létu lífið í gríðarlegum flóðum í Taílandi.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 5. ágúst - NASA tilkynnti að teknar hefðu verið myndir sem bentu til þess að vatn sé til í fljótandi formi á plánetunni Mars.
- 5. ágúst - Fyrsta sólarorkuknúna geimfarinu var skotið á loft frá Canaveral-höfða í átt til Júpíters.
- 5. ágúst - Yfir 300 mómælendur voru skotnir til bana af Sýrlandsher í Hama.
- 5. ágúst - Yingluck Shinawatra varð fyrst kvenna forsætisráðherra Taílands.
- 6. ágúst - Óeirðirnar í London 2011 brutust út og leiddu til 5 dauðsfalla.
- 7. ágúst - Standard & Poor's lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna vegna opinberra skulda.
- 8. ágúst - Skuldakreppan í Evrópu: Hlutabréfavísitölur hrundu um allan heim vegna ótta við útbreiðslu kreppunnar.
- 20.-28. ágúst - Uppreisnarher náði völdum á Trípólí, höfuðborg Líbýu, og hrakti ríkisstjórn Muammar Gaddafis frá völdum.
- 22. ágúst - Fellibylurinn Írena hóf að myndast við Púertó Ríkó.
- 25. ágúst - Steve Jobs sagði af sér sem forstjóri Apple.
- 26. ágúst - Meðlimir glæpagengisins Los Zetas kveiktu í spilavíti í Monterrey með þeim afleiðingum að 53 létust.
- 28. ágúst - Fellibylurinn Írena gekk yfir New York-borg.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 5. september - Indland og Bangladess undirrituðu samning sem batt enda á áralanga landamæradeilu ríkjanna.
- 7. september - Lokomotiv Jaroslavl-slysið: 44 fórust þegar flugvél sem flutti leikmenn íshokkíliðsins Lokomotiv Jaroslavl hrapaði við borgina Jaroslavl.
- 10. september - 240 létust og yfir 620 björguðust þegar ferjan MV Spice Islander I sökk við strendur Zanzibar.
- 12. september - Um hundrað manns létust þegar olíuleiðsla sprakk í Naíróbí.
- 15. september - Tveir úr áhöfn norsku farþegaferjunnar Nordlys fórust þegar eldur kom upp í skipinu.
- 15. september - Vinstriflokkarnir báru sigur úr býtum í þingkosningum í Danmörku. Helle Thorning-Schmidt varð fyrsti kvenforsætisráðherra landsins í kjölfarið.
- 17. september - Mótmælin Occupy Wall Street hófust í Bandaríkjunum. Þau leiddu til stofnunar Occupy-hreyfingarinnar sem breiddist út um allan heim í kjölfarið.
- 19. september - 63 fórust þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir á landamærum Indlands og Nepal.
- 21. september - Troy Davis var tekinn af lífi í Bandaríkjunum fyrir morð á lögreglumanni þrátt fyrir alþjóðleg mótmæli.
- 28. september - KB-Hallen í Kaupmannahöfn eyðilagðist í bruna.
- 29. september - Kína sendi fyrsta hlutann af geimstöðinni Tiangong-1 á braut um jörðu frá Góbíeyðimörkinni.
- 30. september - Íslenska kvikmyndin Eldfjall var frumsýnd.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 4. október - Um hundrað manns létust þegar bílsprengja sprakk í Mógadisjú.
- 4. október - Yfir 200 fórust vegna flóða í ánni Mekong í Kambódíu.
- 11. október - Úkraínska stjórnmálakonan Júlía Tímósjenkó var dæmd í 7 ára fangelsi fyrir misbeitingu valds.
- 15. október - Heimsmótmælin 15. október 2011 fóru fram víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.
- 18. október - Ísrael og hin palestínsku Hamas-samtök höfðu fangaskipti, þar sem Ísrael leysti 1027 palestínska fanga úr haldi í skiptum fyrir að Hamas leystu hermanninn Gilad Shalit úr gíslingu.
- 20. október - Arabíska vorið: Muammar Gaddafi, einræðisherra í Lýbíu, var drepinn í Sirte ásamt syni sínum, Mutassim Gaddafi.
- 20. október - Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, lýsti yfir að 43 ára pólitískri hryðjuverkastarfsemi, sem hafði orðið yfir 800 manns að bana á 43 árum, væri lokið.
- 23. október - Yfir 600 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Van í Tyrklandi.
- 27. október - Skuldakreppan í Evrópu: Evrópusambandið tilkynnti um 50% afskriftir grískra skuldabréfa, endurfjármögnun banka og hækkun björgunarsjóðs sambandsins í 1 billjón evra.
- 28. október - Leiðtogar Samveldisríkjanna samþykktu breytingar á reglum um erfðaröð bresku krúnunnar þannig að dætur og synir stæðu jafnfætis.
- 31. október - Íbúafjöldi á jörðinni náði sjö milljörðum samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna.
- 31. október - Palestínuríki fékk aðild að UNESCO með 107 atkvæðum gegn 14.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 11. nóvember - Giorgos Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, sagði af sér.
- 12. nóvember - Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér.
- 14. nóvember - Sýrlandi var vikið úr Arababandalaginu.
- 14. nóvember - AMD kynnti fyrsta 16-kjarna örgjörvann.
- 16. nóvember - Mario Monti myndaði nýja ríkisstjórn á Ítalíu.
- 17. nóvember - Liðhlaupar úr Sýrlandsher réðust á höfuðstöðvar Ba'ath-flokksins í Idlib-héraði.
- 18. nóvember - Tölvuleikurinn Minecraft var uppfærður í útgáfu 1.0.
- 23. nóvember - Forseti Jemen, Ali Abdullah Saleh, sagði af sér vegna mótmæla gegn stjórn hans.
- 26. nóvember - Geimflaug með Marsbílinn Curiosity var skotið á loft frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni.
- 29. nóvember - Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.
- 29. nóvember - Hópur mótmælenda réðist inn í sendiráð Bretlands í Teheran og lögðu það í rúst vegna viðskiptaþvingana sem Bretland hafði sett á Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins.
- 30. nóvember - Bretland sleit stjórnmálasambandi við Íran eftir árás á sendiráð landsins í Teheran.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 5. desember - Stjörnufræðingar uppgötvuðu plánetuna Kepler-22b sem líkist jörðinni að ýmsu leyti.
- 9. desember - 88 fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi í norðurhluta Indlands.
- 13. desember - Tveir senegalskir götusalar létust og margir slösuðust í skothríð á tveimur mörkuðum í Flórens á Ítalíu. Árásarmaðurinn var hægriöfgamaður sem framdi sjálfsmorð í kjölfarið.
- 15. desember - Bandaríkin lýstu formlega yfir stríðslokum í Íraksstríðinu.
- 16. desember - Hitabeltisstormurinn Washi olli mannskæðum flóðum á Filippseyjum.
- 17. desember - Fellibylur gekk yfir Filippseyjar.
- 25. desember - Bandaríska teiknimyndin Ævintýri Tinna: Leyndardómur Einhyrningsins var frumsýnd.
- 29. desember - Eyríkin Samóa og Tókelá færðu sig vestur yfir daglínuna og slepptu úr einum degi (30. desember), til að flytjast yfir á tímabelti sem hentar viðskiptahagsmunum þeirra betur.
- 31. desember - Anders Fogh Rasmussen lýsti því yfir að verkefni NATO í Írak væri lokið.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 2. janúar - Anne Francis, bandarísk leikkona (f. 1930).
- 2. janúar - Pete Postlethwaite, enskur leikari (f. 1946).
- 3. janúar - Jón Bragi Bjarnason, íslenskur lífefnafræðingur og prófessor (f. 1948).
- 3. janúar - Eva Strittmatter, þýskt skáld og barnabókahöfundur (f. 1930).
- 4. janúar - Gerry Rafferty, skoskur tónlistarmaður (f. 1947).
- 7. janúar - Helga Bachmann, íslensk leikkona (f. 1931).
- 17. janúar - Sigurjón Brink, íslenskur tónlistarmaður (f. 1974).
- 24. janúar - Bernd Eichinger, þýskur leikstjóri (f. 1949).
- 30. janúar - John Barry, enskt tónskáld (f. 1933).
- 3. febrúar - Maria Schneider, frönsk leikkona (f. 1952).
- 6. febrúar - Gary Moore, norður-írskur tónlistarmaður (f. 1952).
- 28. febrúar - Jane Russell, bandarísk leikkona (f. 1921).
- 2. mars - Thor Vilhjálmsson, íslenskur rithöfundur (f. 1925).
- 4. mars - Johnny Preston, bandarískur söngvari (f. 1939).
- 9. mars - Valgerður Hafstað, íslenskur myndlistarmaður (f. 1930).
- 18. mars - Warren Christopher, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1925).
- 23. mars - Elizabeth Taylor, bresk-bandarísk leikkona (f. 1932).
- 26. mars - Geraldine Ferraro, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1935).
- 15. apríl - Ingólfur Margeirsson, blaðamaður og rithöfundur (f. 1948).
- 2. maí - Osama bin Laden, sádí-arabískur hryðjuverkaforingi (f. 1957).
- 5. maí - Claude Choules, síðasti hermaður úr fyrri heimsstyrjöld (f. 1901).
- 7. maí - Seve Ballesteros, spænskur golfleikari (f. 1957).
- 19. maí - Garret FitzGerald, írskur stjórnmálamaður (f. 1926).
- 30. maí - Rosalyn Yalow, bandarískur Nóbelsverðlaunahafi í lífeðlis- og læknisfræði (f. 1921).
- 4. júní - Lawrence Eagleburger, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1930).
- 18. júní - Frederick Chiluba, forseti Sambíu (f. 1943).
- 18. júní - Clarence Clemons, bandarískur tónlistarmaður (f. 1942).
- 18. júní - Georg Guðni Hauksson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1961).
- 23. júní - Peter Falk, bandarískur leikari (f. 1927).
- 2. júlí - Itamar Franco, forseti Brasilíu (f. 1930).
- 4. júlí - Otto von Habsburg, erfðaprins Austurrísk-ungverska keisaradæmisins (f. 1912).
- 8. júlí - Betty Ford, forsetafrú Bandaríkjanna (f. 1918).
- 20. júlí - Lucian Freud, þýsk-breskur listmálari (f. 1922).
- 23. júlí - Amy Winehouse, ensk söngkona (f. 1983).
- 2. ágúst - Baruj Benacerraf, bandarískur læknir og nóbelsverðlaunahafi (f. 1920).
- 18. ágúst - Jean Tabary, franskur myndasöguhöfundur (f. 1930).
- 22. ágúst - Gunnar Dal, íslenskur heimspekingur, rithöfundur, kennari og skáld (f. 1923).
- 29. ágúst - David Honeyboy Edwards, bandarískur tónlistarmaður (f. 1915).
- 10. september - Cliff Robertson, bandarískur leikari (f. 1923).
- 14. september - Rudolf Mössbauer, þýskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1929).
- 25. september - Wangari Maathai, kenískur líffræðingur og handhafi friðarverðlauna Nóbels (f. 1940).
- 30. september - Ralph M. Steinman, kanadískur ónæmisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1943).
- 5. október - Steve Jobs, bandarískur frumkvöðull og uppfinningamaður (f. 1955).
- 12. október - Dennis Ritchie, bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1941).
- 20. október - Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu (f. 1942).
- 23. október - John McCarthy, bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1927).
- 7. nóvember - Joe Frazier, bandarískur boxari (f. 1944).
- 9. nóvember - Matthías Á. Mathiesen, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1931).
- 21. nóvember - Anne McCaffrey, bandarískur rithöfundur (f. 1926).
- 21. nóvember - Oddur Björnsson, íslenskt leikskáld (f. 1932).
- 22. nóvember - Jónas Jónasson, íslenskur útvarpsmaður (f. 1931).
- 27. nóvember - Gary Speed, velskur knattspyrnumaður (f. 1969).
- 1. desember - Christa Wolf, þýskur rithöfundur (f. 1929).
- 4. desember - Socrates, brasilískur knattspyrnumaður (f. 1954).
- 7. desember - Harry Morgan, bandarískur leikari (f. 1915).
- 15. desember - Christopher Hitchens, bresk-bandarískur rithöfundur (f. 1949).
- 17. desember - Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu (f. 1941).
- 18. desember - Vaclav Havel, tékkneskur rithöfundur, forseti Tékkóslóvakíu og síðar Tékklands (f. 1936).
- 24. desember - Johannes Heesters, hollenskur söngvari og leikari (f. 1903).
- 27. desember - Michael Dummett, enskur heimspekingur (f. 1925).
- 28. desember - Steinn Guðmundsson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1932).
- Eðlisfræði: Saul Perlmutter, Brian P. Schmidt og Adam Riess.
- Efnafræði: Daniel Shechtman.
- Lífeðlis- og læknisfræði: Bruce Beutler, Jules Hoffmann og Ralph M. Steinman.
- Bókmenntir: Tomas Tranströmer.
- Friðarverðlaun: Ellen Johnson-Sirleaf, Leymah Gbowee og Tawakkul Karman.
- Hagfræði: Christopher A. Sims, Thomas J. Sargent.