Tókelá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tokelau
Fáni Tókelá Skjaldarmerki Tókelá
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Tokelau mo te Atua
Þjóðsöngur:
God Save the Queen
Staðsetning Tókelá
Höfuðborg Atafu (óopinber)
Opinbert tungumál tókeláíska, enska, samóska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Drottning
Landstjóri
Forsætisráðherra
Elísabet 2.
Jonathan Kings
Kuresa Nasau
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
233. sæti
10 km²
~0%
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
237. sæti
1.411
115/km²
VLF (KMJ) áætl. 1993
 - Samtals 0,015 millj. dala (227. sæti)
 - Á mann 1.035 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill nýsjálenskur dalur (NZD)
Tímabelti UTC+13
Þjóðarlén .tk
Landsnúmer +690

Tókelá eru þrjár baugeyjar (Atafu, Nukunonu og Fakaofo) í Suður-Kyrrahafi undir yfirráðum Nýja-Sjálands, norðan við Samóa, austan við Túvalú, sunnan við Fönixeyjar, suðvestan við Línueyjar og norðvestan við Cookseyjar. Samanlagt flatarmál eyjanna er um 10 ferkílómetrar og þar búa um 1400 manns. Eyjarnar skiptast á að halda höfuðborg. Eyjarnar eru stundum kallaðar Sambandseyjar eins og nýlendan hét. Eyjarnar voru hluti af breska verndarsvæðinu Gilberts- og Elliseyjum til 1925 þegar stjórn þeirra var færð til Nýja-Sjálands.

Landfræði[breyta | breyta frumkóða]

Eyjarnar þrjár sem mynda Tókelá eru á milli 171 og 173° vestlægrar lengdar og 8 og 10° suðlægrar breiddar, um það bil miðja vegu milli Nýja Sjálands og Hawaii og um 500 km norðan við Samóa. Eyjarnar Atafu og Nukunonu voru eitt sinn nefndar eyjaklasi hertogans af Clarence og Fakaofo var eitt sinn nefnd Bowditch. Það eru engar hafnir á eyjunum. Eyjarnar eru í fellibyljabeltinu. Swains-eyja (Olohega), sem er hluti af Bandaríska Samóa, var áður nátengd Tókelá efnahagslega og menningarlega, en hún hefur verið undir bandarískum yfirráðum frá 1900 og formlega hluti af Bandaríska Samóa frá 1925.

Bandaríkin gerðu tilkall til allra fjögurra eyjanna með Gúanóeyjalögunum 1856 og Bretar gerðu sömuleiðis tilkall til Olohega auk Tókelá. Gerður var samningur um landamæri milli Tókelá og Bandarísku Samóa 1979.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.