Christine Lagarde

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Christine Lagarde

Christine Madeleine Odette Lagarde (franskur framburður: [Kʁistin madlɛn ɔdɛt lagaʁd], fædd 1. janúar 1956) er franskur lögfræðingur og stjórnmálakona í samtökunum Union pour un Mouvement Populaire. Hún var yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) frá 5. júlí 2011 til 17. júlí 2019.

Þann 2. júlí árið 2019 útnefndi leiðtogaráð Evrópusambandsins Lagarde í embætti forseta Evrópska seðlabankans. Hún mun láta af störfum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum tímabundið á meðan hún gegnir því starfi.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Lag­ar­de yfir Evr­ópska seðlabank­ann“. mbl.is. 2. júlí 2019. Sótt 2. júlí 2019.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.