Sýrlenska borgarastyrjöldin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sýrlenska borgarastyrjöldin (arabíska: الحرب الأهلية السورية) nefnist það stríð sem nú er háð í Sýrlandi. Upphafið má rekja til óeirða vorið 2011 í kjölfar mótmæla víða um Mið-Austurlönd sem einu nafni nefnist arabíska vorið. Mótmælin beindust að ríkisstjórn Bashar al-Assad sem reyndi að bæla þau niður en aukinni hörku fylgdi síðar vopnuð átök. Frelsisher Sýrlands var fyrstur til að taka upp vopn gegn stjórnarhernum árið 2011, síðar bættist við Íslamska framlínusveitin 2013. Hizbollah gekk til liðs við stjórnarherinn 2013. Íslamska ríkið réðst svo inn í landið frá Írak 2014 og náði stjórn yfir stórum hluta landsins.

Yfir 350.000 manns hafa látist í stríðinu (í upphafi árs 2018) og fjórðungur þeirra börn.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fjórðung­ur fall­inna eru börn Mbl.is, skoðað 15. mars, 2018