Fara í innihald

Johnny Preston

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Johnny Preston árið 1960.

Johnny Preston (fæddur John Preston Courville 18. ágúst 1939 í Port Arthur, Texas - látinn 4. mars 2011 í Beaumont, Texas) var bandarískur söngvari. Hann stofnaði rokksveitina The Shades og er þekktastur fyrir að hafa flutt lagið „Running Bear“ sem komst í efsta sæti vinsældalistanna í byrjum árs 1960.[1] The Big Bopper samdi lagið en hann lést í flugslysi, ásamt Buddy Holly og Ritchie Valens, árið áður. Hann fór í hjartaaðgerð í desember 2010 en náði sér aldrei að fullu og lést á Baptistasjúkrahúsinu í Beaumont, Texas, 4. mars 2011.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Johnny Preston“. Telegraph. 6 apríl 2011. Sótt 26. mars 2012.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.