Fredrikstad

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Skjaldarmerki Fredrikstad
Gamla Glemmen kirkjan í Fredrikstad

Fredrikstad er borg í Austfold-fylki í Noregi. Stendur hún við ósa stærstu ár Noregs, Glommu. Íbúar borgarinnar voru 76.932 31. mars 2013 og eru nágrannasveitarfélögin Råde, Sarpsborg og Hvaler.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fredrikstad var stofnað árið 1567 og fékk nafn sitt árið 1569, þá í höfuðið á Friðriki II Danakonungi. Í raun var verið að endurreisa Sarpsborg, sem er 15 km ofar, eftir að Svíar höfðu brennt hana til grunna í stríði Dansk-norska ríkisins og Svíþjóðar.

Í Norðurlandaófriðnum mikla (1700 - 1721) var floti Dansk-norska ríkisins með heimahöfn í Fredrikstad.

Atvinnulíf[breyta | breyta frumkóða]

Fredrikstad hefur alltaf verið mikil verslunarborg, vegna þess hve vel hún liggur til, ekki langt frá landamærum Svíþjóðar. Þar í borg voru stórar sögunarmyllur sem tóku við trjábolum sem flutu niður ánna.

Þekkt fólk frá Fredrikstad[breyta | breyta frumkóða]

25 stærstu borgir Noregs (með íbúafjölda 2005 skv. Hagstofu Noregs)

Ósló (811,700) | Björgvin (213,600) | Stafangur (173,100) | Þrándheimur (147,100) | Fredrikstad (97,100) | Drammen (90,700) | Skien (85,100) | Kristiansand (63,800) | Tromsø (52,400) | Tønsberg (45,000) | Álasund (44,100) | Haugesund (40,300) | Sandefjord (39,600) | Moss (34,500) | Bodø (34,100) | Arendal (30,900) | Hamar (28,800) | Larvik (23,100) | Halden (22,000) | Harstad (19,400) | Lillehammer (19,100) | Molde (18,600) | Mo i Rana (17,900) | Kongsberg (17,700) | Horten (17,700)

  Þessi landafræðigrein sem tengist Noregi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.