Fara í innihald

Fredrikstad

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Fredrikstad
Gamla Glemmen kirkjan í Fredrikstad

Fredrikstad er borg í Austfold-fylki í Noregi. Stendur hún við ósa stærstu ár Noregs, Glommu. Íbúar borgarinnar voru um 82.000 2019 og eru nágrannasveitarfélögin Råde, Sarpsborg og Hvaler.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fredrikstad var stofnað árið 1567 og fékk nafn sitt árið 1569, þá í höfuðið á Friðriki II Danakonungi. Í raun var verið að endurreisa Sarpsborg, sem er 15 km ofar, eftir að Svíar höfðu brennt hana til grunna í stríði Dansk-norska ríkisins og Svíþjóðar.

Í Norðurlandaófriðnum mikla (1700 - 1721) var floti Dansk-norska ríkisins með heimahöfn í Fredrikstad.

Atvinnulíf[breyta | breyta frumkóða]

Fredrikstad hefur alltaf verið mikil verslunarborg, vegna þess hve vel hún liggur til, ekki langt frá landamærum Svíþjóðar. Þar í borg voru stórar sögunarmyllur sem tóku við trjábolum sem flutu niður ánna.

Íþróttir[breyta | breyta frumkóða]


Þekkt fólk frá Fredrikstad FK[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein sem tengist Noregi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.