Smáskilaboð
Útlit
Smáskilaboð (enska: Short Message Service, skammstafað SMS) eru textaskilaboð sem hægt er að senda frá farsímum og öðrum smátækjum. Textaskilaboð byggja á samskiptareglum sem virka á farsímakerfum.
SMS-þjónustan var þróuð sem hluti af GSM-staðlinum fyrir stafræn farsímakerfi árið 1993. Hún var upphaflega hugsuð fyrir tilkynningar frá þjónustuaðila farsímanetsins.[1] Hægt er að senda 160 stafi með 7-bita stafamengi, eða færri stafi ef stærri stafamengi eru notuð.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „A short history of SMS for anyone working in Telecommunications“. www.dynamicmobilebilling.com (bresk enska). Sótt 4. ágúst 2024.