Hægt sjónvarp
Hægt sjónvarp er orð notað um tegund sjónvarpsþátta sem sýna venjulegan atburð í heild sinni. Þáttunum getur verið sjónvarpað í beinni útsendingu eða teknir upp. Fyrirbærið naut mikilla vinsælda í Noregi þegar norska ríkisútvarpið NRK sýndi sjö tíma útsendingu af lest á leið frá Björgvin til Óslóar í nóvember 2009.[1] Svo var ferð skipsins MS Nordnorge á Hurtigruten frá Björgvin til Kirkenes sýnd í beinni árið 2011. Mikið var rætt um báðar útsendingarnar í norskum og alþjóðlegum fjölmiðlum en talið er að þær hafi verið náð góðum árangri, með miklu fleiri áhorfendur en búist var við og metmarkaðshlutfall NRK2.
Fyrirbærið hefur borist til annarra landa, en breska ríkisútvarpið BBC ætlar að gera þrjá „hæga“ þætti byggða á norskri fyrirmynd.[1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Bretar og Bandaríkjamenn fá hægt sjónvarp“. RÚV. Sótt 21. mars 2015.