Sansibar
Útlit
(Endurbeint frá Zanzibar)
Sansibar er eyja úti fyrir strönd Tansaníu (íbúafjöldi: 1.303.569 (áætl. 2012); flatarmál: 1.554 km²). Stundum er vísað til Sansibar og nálægu eyjanna Mafia og Pemba sem Kryddeyja, þótt það sé oftast notað sem heiti á hluta Molukkaeyja í Indónesíu.
Stærsti bærinn á Sansibar er Zanzibar City, en miðbær hans, Stone Town, er á heimsminjaskrá UNESCO. Efnahagslífið byggist á framleiðslu krydds (negull, múskat, kanill og pipar meðal annars) og ferðaþjónustu.
Saga Sansibar
[breyta | breyta frumkóða]Tansanía varð til við sameiningu sjálfstæðu ríkjanna Tanganjika og Sansibar árið 1963. Heiti nýja ríkisins er myndað úr fyrstu stöfunum í heitum aðildarríkjanna.
Stjórnmál Sansibar
[breyta | breyta frumkóða]Sansibar er sjálfstjórnarhérað í Tansaníu og hefur sitt eigið þing og forseta sem taka ákvarðanir um málefni sem varða eyjuna.