Mayotte

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Mayotte
Fáni Mayotte Skjaldarmerki Mayotte
Fáni Skjaldarmerki
Staðsetning Mayotte
Höfuðborg Mamoudzou
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar Handanhafssýsla

Þingforseti
Umdæmisstjóri
Daniel Zaïdani
Jacques Witkowski
Frönsk sýsla
 - Keypt af Frakklandi 1843 
 - Handanhafssýsla 31. mars 2011 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
*. sæti
374 km²
0,4
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
179. sæti
212.645
569/km²
VLF (KMJ) áætl. 2009
 - Samtals 1,91 millj. dala (*. sæti)
 - Á mann 9.766 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill evra
Tímabelti UTC+3
Þjóðarlén .yt
Landsnúmer 262

Mayotte er franskt handanhafshérað í Kómoreyjaklasanum við norðurenda Mósambíksunds í Indlandshafi, á milli Madagaskar og Mósambík. Hún er líka kölluð Mahoré, einkum af þeim sem vilja sameinast Kómoreyjum. Sem hérað í Frakklandi er það hluti af Evrópusambandinu og gjaldmiðill þess er evra.

Mayotte var eina eyjan í eyjaklasanum sem kaus að halda tengslunum við Frakkland í þjóðaratkvæðagreiðslum 1974 og 1976. Í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009 var yfirgnæfandi meirihluti (95,2%) fylgjandi því að landið franskt handanhafshérað.

Eyjan er mjög þéttbýl með um 570 íbúa á ferkílómetra. Yfir 90% íbúa eru Kómoreyingar og samkvæmt manntalinu 2007 voru yfir 60% þeirra fæddir á Mayotte, en tæp 30% innflytjendur frá Kómoreyjum. Rúmur helmingur íbúa talar shimaore sem er kómoreysk mállýska. 97% íbúa Mayotte eru múslimar.

Efnahagslega er Mayotte háð fjárhagsaðstoð frá Frakklandi. Verg landsframleiðsla á mann er aðeins 38% af því sem hún er á Réunion og 24% af því sem hún er í Frakklandi, en hún er samt tólf sinnum hærri en á Kómoreyjum.

Frá Mayotte

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Mayotte skiptist í sautján sveitarfélög og samsvarandi kantónur, nema hvað sveitarfélagið Mamoudzou skiptist í þrjár kantónur.

Sveitarfélög Mayotte
 1. Dzaoudzi
 2. Pamandzi
 3. Mamoudzou
 4. Dembeni
 5. Bandrélé
 6. Kani-Kéli
 7. Bouéni
 8. Chirongui
 9. Sada
 10. Ouangani
 11. Chiconi
 12. Tsingoni
 13. M'Tsangamouji
 14. Acoua
 15. Mtsamboro
 16. Bandraboua
 17. Koungou
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.