Mayotte
Mayotte | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
![]() | |
Höfuðborg | Mamoudzou |
Opinbert tungumál | franska |
Stjórnarfar | Handanhafssýsla
|
Þingforseti Umdæmisstjóri |
Daniel Zaïdani Jacques Witkowski |
Frönsk sýsla | |
- Keypt af Frakklandi | 1843 |
- Handanhafssýsla | 31. mars 2011 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
*. sæti 374 km² 0,4 |
Mannfjöldi - Samtals (2012) - Þéttleiki byggðar |
179. sæti 212.645 569/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2009 |
- Samtals | 1,91 millj. dala (*. sæti) |
- Á mann | 9.766 dalir (*. sæti) |
Gjaldmiðill | evra |
Tímabelti | UTC+3 |
Þjóðarlén | .yt |
Landsnúmer | 262 |
Mayotte er franskt handanhafshérað í Kómoreyjaklasanum við norðurenda Mósambíksunds í Indlandshafi, á milli Madagaskar og Mósambík. Hún er líka kölluð Mahoré, einkum af þeim sem vilja sameinast Kómoreyjum. Sem hérað í Frakklandi er það hluti af Evrópusambandinu og gjaldmiðill þess er evra.
Mayotte var eina eyjan í eyjaklasanum sem kaus að halda tengslunum við Frakkland í þjóðaratkvæðagreiðslum 1974 og 1976. Í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2009 var yfirgnæfandi meirihluti (95,2%) fylgjandi því að landið franskt handanhafshérað.
Eyjan er mjög þéttbýl með um 570 íbúa á ferkílómetra. Yfir 90% íbúa eru Kómoreyingar og samkvæmt manntalinu 2007 voru yfir 60% þeirra fæddir á Mayotte, en tæp 30% innflytjendur frá Kómoreyjum. Rúmur helmingur íbúa talar shimaore sem er kómoreysk mállýska. 97% íbúa Mayotte eru múslimar.
Efnahagslega er Mayotte háð fjárhagsaðstoð frá Frakklandi. Verg landsframleiðsla á mann er aðeins 38% af því sem hún er á Réunion og 24% af því sem hún er í Frakklandi, en hún er samt tólf sinnum hærri en á Kómoreyjum.
Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]
Mayotte skiptist í sautján sveitarfélög og samsvarandi kantónur, nema hvað sveitarfélagið Mamoudzou skiptist í þrjár kantónur.