Steinn Guðmundsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Steinn Guðmundsson (f. 13. nóvember 1932, d. 28. desember 2011) var íslenskur iðnmeistari, knattspyrnumaður og fyrrverand formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Steinn fæddist í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi í ketil- og plötusmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1954, lauk síðar meistararéttindum og var skipaður kennari við skólann árið 1963. Hann var virkur jafnt í félagsmálum sem í faglegu starfi málmiðnaðarmanna. Var meðal stofnenda Málmsuðufélags Íslands og formaður þess um skeið.

Steinn átti fjögur börn ásamt konu sinni, Önnu Guðbjörgu Þorvaldsdóttur. Þar á meðal knattspyrnumanninn Guðmund Steinsson. Karl Guðmundsson knattspyrnuþjálfari var bróðir Steins.

Íþróttamál[breyta | breyta frumkóða]

Steinn gekk ungur til liðs við Knattspyrnufélagið Fram. Hann lék með öllum yngri flokkum félagsins upp í meistaraflokk, líkt og bræður hans: Guðmundur Valur Guðmundsson og Karl Guðmundsson, síðar landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu.

Eftir að leikmannsferlinum lauk, sneri Steinn sér að þjálfun yngri flokka hjá Fram og síðar meistaraflokks hjá Ármanni. Hann tók dómarapróf og var um nokkurra ára skeið í hópi kunnustu knattspyrnudómara landsins.

Steinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Fram. Var formaður félagsins 1976-78 og varaformaður um árabil. Þá var hann fyrsti formaður Skíðadeildar Fram. Fyrir þessi störf var hann útnefndur heiðursfélagi Fram.


Fyrirrennari:
Alfreð Þorsteinsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19761978)
Eftirmaður:
Hilmar Guðlaugsson