E/S Goðafoss

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Goðafoss (skip))
Jump to navigation Jump to search
Goðafoss.

E/S Goðafoss var 1542 lesta eimskip Eimskipafélags Íslands, sem hleypt var af stokkunum 1921 hjá Frederikshavns Vaerft & Flydedok A/S í Frederikshavn í Danmörku. Skipið var á leið heim til Íslands í skipalestinni UR-142, en var sökkt skammt undan Garðskaga 10. nóvember 1944 af þýska kafbátnum U-300 undir stjórn Fritz Heins. Með Goðafossi fórust 43, en 19 var bjargað og var það mesta manntjón Íslendinga á einum degi í seinni heimsstyrjöld.