Ungmennafélagið Stjarnan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ungmennafélagið Stjarnan
Fullt nafn Ungmennafélagið Stjarnan
Gælunafn/nöfn Stjörnumenn, Silfurskeiðin
Stytt nafn Stjarnan
Stofnað 30. nóvember 1960
Leikvöllur TM-Höllin
Stærð 1200
Stjórnarformaður Sigurður Bjarnason
Knattspyrnustjóri Jökull Ingason Elísabetarson
Heimabúningur
Útibúningur

Ungmennafélagið Stjarnan er staðsett í Garðabæ. Félagið var stofnað 30. nóvember 1960 af Séra Braga Friðrikssyni.

Félagið teflir fram knattspyrnuliði sem að er í Úrvalsdeild karla og í úrvalsdeild kvenna. Félagið á handknattleikslið í efstu deild í handbolta, bæði kvenna og karla. Í blaki teflir félagið fram liðum í bæði úrvalsdeild karla og kvenna. Í körfuknattleik teflir félagið liðum í bæði úrvaldsdeild karla og kvenna. Auk þess teflir fram félagið fram afar sterkri fimleikadeild, sunddeild og lyftingadeild.

Í knattspyrnu hefur félagið einu sinni orðið Íslandsmeistari í karlaflokki, það var árið 2014, eftir dramatískan sigur á erkifjendunum FH í lokaumferð Íslandsmótsins. Auk þess hefur karlaliðið tvívegis unnið silfurverðlaun í bikarkeppni karla, árin 2012 og 2013. Árið 2014 komst liðið alla leið í síðustu umferð undankeppni UEFA cup. Liðið tapaði í síðustu umferðinni gegn ítalska stórliðinu Internazionale, einnig þekkt sem Inter Milan. Á leiðinni í leikinn gegn Inter Milan vann Stjarnan velska liðið Bangor City, skoska liðið Motherwell og pólska liðið Lech Poznan. Karlaliðið varð einnig heimsfrægt árið 2007 þegar að markafögn liðsins komust í erlenda miðla. Þar léku leikmenn liðsins m.a. eftir laxaveiði, fæðingu, sundkeppni, Rambó og klósetti. Auk þess komst lag stuðningsmannasveitar Stjörnunnar, Silfurskeiðarinnar, í heimsfrægð eftir að íslenska landsliðið komst í átta liða úrslit EM árið 2016. Það kallaðist ,,víkingaklappið". Kvennamegin í knattspyrnunni hefur liðið unnið Íslandsmeistaratitilinn fjórum sinnum og fengið ein silfurverðlaun. Þá hefur kvennaliðið einnig unnið bikarkeppnina þrisvar sinnum.

Í handknattleik hefur karlaliðið unnið bikarmeistaratitilinn þrisvar sinnum en aldrei orðið Íslandsmeistari. Kvennaliðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn sjö sinnum og unnið bikarmeistaratitilinn einnig sjö sinnum.

Karlalið körfuknattsleiksdeildar félagsins hefur þrisvar sinnum orðið bikarmeistari en aldrei Íslandsmeistari. Konurnar hafa aldrei unnið meiriháttar titil en leika í efstu deild.

Stúlknaliðið Stjörnunnar í fimleikum hefur orðið Íslandsmeistari nokkrum sinnum, auk þess að hafa orðið Norðurlandameistari og Evrópumeistari. Í Lyftingadeildinni starfað frækið íþróttafólk sem unnið hefur stóra sigra fyrir félagið og slegið mörg Íslandsmet.

Leikmenn meistaraflokks karla í handknattleik[breyta | breyta frumkóða]

 • Markmenn
  • 30 Sveinbjörn Pétursson
  • 12 Ólafur Rafn Gíslason
 • Hornamenn
  • 9 Hjálmtýr Alfreðsson
  • 21 Andri Hjartar Grétarsson
  • 22 Starri Friðriksson
 • Skyttur
  • 26 Ólafur Gústafsson
  • 24 Guðmundur Sigurður Guðmundsson
  • 19 Ari Magnús Þorgeirsson
  • 13 Eyþór Magnússon
 • Leikstjórnendur
  • 15 Hrannar Bragi Eyjólfsson
  • 7 Ari Pétursson
  • 8 Stefán Darri Þórsson
 • Línumenn
  • 10 Sverrir Eyjólfsson
  • 11 Garðar Benedikt Sigurjónsson
  • 18 Brynjar Jökull Guðmundsson
 • Þjálfarar og starfsmenn
  • Þjálfari Einar Jónsson
  • Aðstoðarþjálfari Jóhann Ingi Guðmundsson
  • Liðstjóri Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson

Leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu[breyta | breyta frumkóða]

 • Markmenn
  • 29 Arnar Darri
  • 1 Ingvar Jónsson
  • 25 Sveinn Sigurður Jóhannesson
 • Varnarmenn
  • 2 Jóhann Laxdal
  • 9 Daníel Laxdal (fyrirliði)
  • 21 Baldvin Sturluson
  • Aron Heiðdal
 • Miðjumenn
  • 7 Atli Jóhannson
  • 4 Jóhann Laxdal
  • 5 Björn Pálsson
  • 10 Halldór Orri Björnsson
  • 14 Birgir Hrafn Birgisson
 • Framherjar
  • 24 Garðar Jóhannson
  • Ólafur Karl

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Handball pictogram Olís deild karla • Lið í Olís deild karla 2015-2016. Flag of Iceland

Afturelding  • Akureyri  • FH  • Fram  • Haukar
Grótta  • ÍBV  • ÍR  • Víkingur  • Valur

Knattspyrna Besta deild karla • Lið í Besta deild 2024 Flag of Iceland

Stjarnan • FH  • KR  • Víkingur  • Valur  • KA  
Breiðablik  • ÍA  • HK  • Grótta  • Fylkir  • Fjölnir

Leiktímabil í efstu deild karla (1918-2024) 

1918191919201921192219231924192519261927
1928192919301931193219331934193519361937
1938193919401941194219431944194519461947
1948194919501951195219531954195519561957
1958195919601961196219631964196519661967
1968196919701971197219731974197519761977
1978197919801981198219831984198519861987
1988198919901991199219931994199519961997
1998199920002001200220032004200520062007
2008200920102011201220132014201520162017
2018201920202021202220232024

MjólkurbikarinnLengjubikarinnPepsi Max deild
1. deild2. deild3. deild4. deild

----------------------------------------------------------------------------------------------
Mjólkurbikar kvennaLengjubikar kvennaMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild kvenna1. deild kvenna2. deild kvenna
DeildakerfiðKSÍÍslandshorniðReykjavíkurmótiðFótbolti.net mótið
Handball pictogram Lið í Subway deild karla 2022-2023 Flag of Iceland

Grindavík  • Tindastóll  • ÍR  • Keflavík  • KR  • Njarðvík  •
Haukar  • Breiðablik  • Stjarnan  • Höttur  • Þór Þ.

  Þessi íþróttagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.