Ungmennafélagið Stjarnan er staðsett í Garðabæ. Félagið var stofnað 30. nóvember 1960 af Séra Braga Friðrikssyni.
Félagið teflir fram knattspyrnuliði sem að er í Úrvalsdeild karla og í úrvalsdeild kvenna. Félagið á handknattleikslið í efstu deild í handbolta, bæði kvenna og karla. Í blaki teflir félagið fram liðum í bæði úrvalsdeild karla og kvenna. Í körfuknattleik teflir félagið liðum í bæði úrvaldsdeild karla og kvenna. Auk þess teflir fram félagið fram afar sterkri fimleikadeild, sunddeild og lyftingadeild.
Í knattspyrnu hefur félagið einu sinni orðið Íslandsmeistari í karlaflokki, það var árið 2014, eftir dramatískan sigur á erkifjendunum FH í lokaumferð Íslandsmótsins. Auk þess hefur karlaliðið tvívegis unnið silfurverðlaun í bikarkeppni karla, árin 2012 og 2013. Árið 2014 komst liðið alla leið í síðustu umferð undankeppni UEFA cup. Liðið tapaði í síðustu umferðinni gegn ítalska stórliðinu Internazionale, einnig þekkt sem Inter Milan. Á leiðinni í leikinn gegn Inter Milan vann Stjarnan velska liðið Bangor City, skoska liðið Motherwell og pólska liðið Lech Poznan. Karlaliðið varð einnig heimsfrægt árið 2007 þegar að markafögn liðsins komust í erlenda miðla. Þar léku leikmenn liðsins m.a. eftir laxaveiði, fæðingu, sundkeppni, Rambó og klósetti. Auk þess komst lag stuðningsmannasveitar Stjörnunnar, Silfurskeiðarinnar, í heimsfrægð eftir að íslenska landsliðið komst í átta liða úrslit EM árið 2016. Það kallaðist ,,víkingaklappið".
Kvennamegin í knattspyrnunni hefur liðið unnið Íslandsmeistaratitilinn fjórum sinnum og fengið ein silfurverðlaun. Þá hefur kvennaliðið einnig unnið bikarkeppnina þrisvar sinnum.
Í handknattleik hefur karlaliðið unnið bikarmeistaratitilinn þrisvar sinnum en aldrei orðið Íslandsmeistari. Kvennaliðið hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn sjö sinnum og unnið bikarmeistaratitilinn einnig sjö sinnum.
Karlalið körfuknattsleiksdeildar félagsins hefur þrisvar sinnum orðið bikarmeistari en aldrei Íslandsmeistari. Konurnar hafa aldrei unnið meiriháttar titil en leika í efstu deild.
Stúlknaliðið Stjörnunnar í fimleikum hefur orðið Íslandsmeistari nokkrum sinnum, auk þess að hafa orðið Norðurlandameistari og Evrópumeistari. Í Lyftingadeildinni starfað frækið íþróttafólk sem unnið hefur stóra sigra fyrir félagið og slegið mörg Íslandsmet.