28. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
28. nóvember er 332. dagur ársins (333. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 33 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1443 - Orrustan við Nis: Jóhann Hunyadi og Albanar undir stjórn Skanderbegs unnu sigur á Tyrkjum.
- 1499 - Játvarður jarl af Warwick var tekinn af lífi, að sögn fyrir að hafa reynt að flýja úr Tower of London.
- 1520 - Þrjú skip undir stjórn Ferdinands Magellans komu til Kyrrahafs eftir að hafa siglt um sundin í Suður-Ameríku.
- 1660 - Konunglega enska vísindafélagið var stofnað í London. Félagið telur sig vera elsta lærdómsfélag heims sem enn er starfandi.
- 1700 - Nýi stíll, gregoríska tímatalið, gekk í gildi á Íslandi.
- 1821 - Panama fékk sjálfstæði frá Spáni.
- 1905 - Gosdrykkjagerðin Sanitas var stofnuð í Reykjavík.
- 1921 - Hvíta stríðið: Til átaka kom í Reykjavík er lögregla sótti rússneskan dreng heim til Ólafs Friðrikssonar ritstjóra, en Ólafur kom með drenginn frá Rússlandi. Hann fékk ekki landvistarleyfi vegna sérstaks augnsjúkdóms sem hann var með og var því sendur úr landi aftur.
- 1922 - Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið Time Inc. var stofnað.
- 1960 - Máritanía fékk sjálfstæði frá Frakklandi.
- 1971 - Palestínsku hryðjuverkasamtökin Svarti september tóku forsætisráðherra Jórdaníu, Wasfi Tel, af lífi.
- 1971 - Bústaðakirkja var vígð.
- 1975 - Portúgalska Tímor lýsti yfir sjálfstæði sem Austur-Tímor.
- 1979 - Breska kvikmyndin The Wall var frumsýnd.
- 1979 - Flugvél frá Air New Zealand flaug á Erebusfjall á Suðurskautslandinu með þeim afleiðingum að allir um borð, 257 manns, létust.
- 1987 - South African Airways flug 295 hrapaði í Indlandshaf við Máritíus. Allir um borð fórust.
- 1989 - Flauelsbyltingin: Tékkneski kommúnistaflokkurinn tilkynnti að frjálsar kosningar yrðu haldnar.
- 1990 - Margaret Thatcher sagði af sér forsætisráðherraembætti í Bretlandi. John Major tók við.
- 1991 - Suður-Ossetía lýsti yfir sjálfstæði.
- 1994 - Norðmenn höfnuðu ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 1995 - Bill Clinton afnam 55 mph (89 km/klst) hámarkshraða á tilteknum vegum í Bandaríkjunum.
- 1998 - Stofnfundur Frjálslynda flokksins var haldinn í Rúgbrauðsgerðinni.
- 2000 - Úkraínski stjórnmálamaðurinn Olexandr Moros sakaði Leoníd Kútsma forseta um aðild að morðinu á Georgíj Gongadse.
- 2002 - Sjálfsmorðssprengjuárás olli 16 dauðsföllum á hóteli í Mombasa í Kenýa. Al-Kaída lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 2004 - Kísiliðjan við Mývatn hætti kísilgúrvinnslu.
- 2005 - 12. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í Montreal.
- 2010 - Uppljóstrunarvefurinn WikiLeaks hóf birtingu á um 250.000 leyniskjölum úr bandaríska utanríkisráðuneytinu.
- 2016 - 71 fórst þegar LaMia flug 2933 rakst á fjall í Kólumbíu, þar á meðal fjöldi leikmanna brasilíska knattspyrnufélagsins Chapecoense.
- 2018 - Kínverski vísindamaðurinn He Jiankui lýsti því yfir á ráðstefnu í Hong Kong að hann hefði breytt erfðamengi tvíbura sem fæddust fyrr í sama mánuði.
- 2020 - Koshobe-fjöldamorðin: Boko Haram myrtu 43 í Jere í Nígeríu.
- 2021 - Önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum. Vinstri hreyfingin grænt framboð, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga aðild að ríkisstjórninni en flokkarnir hafa setið í stjórn frá 2017.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1118 - Manúel 1. Komnenos, Býsanskeisari (d. 1180).
- 1489 - Margrét Tudor, drottning Skotlands, kona Jakobs 4. (d. 1541).
- 1598 - Hans Nansen, danskur stjórnmálamaður (d. 1667).
- 1628 - John Bunyan, enskur rithöfundur (d. 1688).
- 1632 - Jean-Baptiste Lully, ítalskt tónskáld (d. 1687).
- 1757 - William Blake, enskt skáld (d. 1827).
- 1772 - Johann Gottfried Jakob Hermann, þýskur fornfræðingur (d. 1848).
- 1820 - Friedrich Engels, þýskur heimspekingur (d. 1895).
- 1857 - Alfons 12. Spánarkonungur (d. 1885).
- 1881 - Stefan Zweig, austurrískur rithöfundur (d. 1942).
- 1887 - Ernst Röhm, þýskur herforingi og nasisti (d. 1934).
- 1936 - Carol Gilligan, bandarískur femínisti.
- 1947 - Maria Farantouri, grísk söngkona.
- 1950 - George Yonashiro, japanskur knattspyrnumaður.
- 1953 - Alistair Darling, breskur stjórnmálamaður.
- 1957 - Yasutaro Matsuki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1962 - Jon Stewart, bandarískur sjónvarpsþáttastjórnandi.
- 1967 - Anna Nicole Smith, bandarísk fyrirsæta (d. 2007).
- 1972 - Hiroshi Nanami, japanskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Snæbjörn Steingrímsson, íslenskur lögfræðingur.
- 1975 - Takashi Shimoda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Þórir Ólafsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1984 - Mary Elizabeth Winstead, bandarísk leikkona.
- 1988 - Hiroki Fujiharu, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1122 - Ottókar 2. markgreifi af Styrju.
- 1290 - Elinóra af Kastilíu, Englandsdrottning, kona Játvarðs 1. (f. 1241).
- 1680 - Gian Lorenzo Bernini, ítalskur myndlistarmaður (f. 1598).
- 1694 - Matsuo Bashō, japanskt skáld (f. 1644).
- 1859 - Washington Irving, bandarískur rithöfundur (f. 1783).
- 1907 - Stanisław Wyspiański, pólskur listmálari (f. 1869).
- 1937 - Magnús Guðmundsson, forsætisráðherra Íslands 1926 (f. 1879).
- 1954 - Enrico Fermi, ítalskur eðlisfræðingur (f. 1901).
- 1962 - Wilhelmina Hollandsdrottning (f. 1880).
- 1981 - Halldóra Bjarnadóttir, íslenskur rithöfundur og skáld (f. 1873).
- 1992 - Sidney Nolan, ástralskur listamaður (f. 1917).
- 1994 - Jeffrey Dahmer, bandarískur raðmorðingi (f. 1960).
- 1997 - Álfheiður Kjartansdóttir, íslenskur blaðamaður (f. 1925).
- 2004 - Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs (f. 1939).
- 2005 - D.R. Shackleton Bailey, enskur fornfræðingur (f. 1917).
- 2006 - Max Merkel, austurrískur knattspyrnuþjálfari (f. 1918).