Máritanía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Íslamska lýðveldið Máritanía
الجمهورية الإسلامية الموريتانية
Al-Jumhuriyah al-Islamiyah al-Muritaniyah
République Islamique de Mauritanie
Fáni Máritaníu Skjaldarmerki Máritaníu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
شرف إخاء عدل;
(arabíska: Heiður, bræðralag, réttlæti)
Þjóðsöngur:
Þjóðsöngur Máritaníu
Staðsetning Máritaníu
Höfuðborg Núaksjott
Opinbert tungumál arabíska, franska
Stjórnarfar Herforingjastjórn

Forseti Mohamed Ould Ghazouani
Forsætisráðherra Mohamed Ould Bilal
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
29. sæti
1.030.700 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
134. sæti
3.438.000
3/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 7,697 millj. dala (147. sæti)
 - Á mann 2.121 dalir (154. sæti)
Gjaldmiðill Ouguiya (MRO)
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .mr
Landsnúmer +222
Kort af Máritaníu

Máritanía (arabíska موريتانيا‎ Mūrītānyā; berbíska Muritanya eða Agawej; wolof Gànnaar; soninke Murutaane; pulaar Moritani) er land í Norður-Afríku, en er stundum einnig talið til Vestur-Afríku þar sem það tilheyrir bæði Magrebsvæðinu og Sahelsvæðinu. Það á strandlengju að Atlantshafi í vestri og landamæri að Vestur-Sahara í norðri, Alsír í norðaustri, Malí í austri og Senegal í suðri. Ríkið dregur nafn sitt af hinu forna konungsríki Berba, Máretaníu. Höfuðborg og stærsta borg Máritaníu er Núaksjott.

Þann 6. ágúst 2008 var gerð herforingjabylting í landinu og hershöfðinginn Mohamed Ould Abdel Aziz tók við völdum. Hann sagði af sér herforingjatign árið eftir til að taka þátt í forsetakosningum sem hann vann.

Þrælahald er útbreitt vandamál í Máritaníu, en áætlað er að 600.000 manns, tæplega 20% íbúa, lifi við þrældóm. Þrælahald hefur verið bannað með lögum í landinu oftar en einu sinni, síðast árið 2007.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.