Fara í innihald

D.R. Shackleton Bailey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

David Roy Shackleton Bailey, stundum nefndur Shack en oftast Shackleton Bailey (10. desember 191728. nóvember 2005 í Ann Arbor í Michigan í Bandaríkjunum) var enskur fornfræðingur, textafræðingur og sérfræðingur um latneskar bókmenntir og textarýni latneskra texta. Hann var prófessor í fornfræði við Cambridge-háskóla, Michigan-háskóla og Harvard-háskóla.

Shackleton Bailey nam fornfræði og austurlandafræði við Gonville & Caius College í Cambridge en á árum síðari heimsstyrjaldarinnar vann hann fyrir bresk yfirvöld í Bletchley Park. Hann sneri aftur til Caius College árið 1944 og varð árið 1948 lektor í tíbetsku við Cambridge-háskóla. Hann flutti sig yfir til Jesus College, Cambridge árið 1955, þar sem hann hóf að einbeita sér að latneskum bókmenntum. Hann kenndi aftur á Caius College frá 1964 til 1968. Sagan hermir að Sir Denys Page, sem var skólameistari á Jesus College, hafi neitað Shackleton Bailey um að láta setja kattalúgu á gamla eikarhurð hjá sér. Árið 1968 flutti Shackleton Bailey til Ann Arbor í Michigan og tók við prófessorsstöðu þar. Árið 1976 tók hann við prófessorsstöðu á Harvard-háskóla, fyrst í grísku og latínu en frá 1982 gegndi hann stöðu Pope-prófessors í latínu og latneskum bókmenntum. Hann var tvisvar sinnum ritstjóri Harvard Studies in Classical Philology (1980-1981 og 1983-1985). Shackleton Bailey lét af störfum hjá Harvard 1988 en varð aðjúkt við fornfræðideild Michigan-háskóla.

Shackleton Bailey þótti afar vænt um ketti. Fyrsta bindið af sjö binda útgáfu hans af bréfum Ciceros, sem kom út hjá Cambridge University Press, er tileinkað Donum, ketti sem Frances Lloyd-Jones gaf Shackleton Bailey.

Shakcleton Bailey var sæmdur Kenyon-orðunni af Bresku akademíunni árið 1985. Háskólinn í Dublin sæmdi hann heiðursdoktorsnafnbót (Litt.D.) árið 1984. Hann var meðlimur í American Philological Association, sem veitti honum Goodwin-verðlaunin árið 1978. Hann var einnig meðlimur í American Academy of Arts and Letters.

Megnið af fræðastarfi Shackletons Bailey snerist um textafræði latneskra texta og Rómarsögu. Á eftirlaunaárunum útbjó hann margar þýðingar fyrir Loeb-ritröðina hjá Harvard University Press, þar á meðal á verkum Martialis, Valeriusar Maximusar, Statiusar og bréfum Ciceros.

Shackleton Bailey lést úr Alzheimers.

Helstu ritverk

[breyta | breyta frumkóða]
  • Propertiana (1958).
  • Profile of Horace (Harvard, 1982).
  • Onomasticon to Cicero's speeches (1988).
  • Homoeoteleuton in Latin dactylic verse (1994).
  • Onomasticon to Cicero's letters (1995).
  • Onomasticon to Cicero's treatises (1996).
  • Selected classical papers (1997).
  • M. Valerii Martialis epigrammata (1990).
  • M. Annaei Lucani De bello civili libri X (1988).
  • M. Tulli Ciceronis Epistulae ad Atticum (1987).
  • Cicero: Epistulae ad familiares (1977).
  • Cicero, Marcus Tullius. Epistulae. (1965-71). (ásamt L.C. Purser og W.S. Watt.)
  • Cicero: Letters to Atticus (1965-70).

Þýðingar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Cicero--letters to friends (2001).
  • Valerius Maximus: Memorable doings and sayings (2000).
  • Cicero: Philippics (1986).
  • Cicero's letters to his friends (1978).
  • Cicero's Letters to Atticus (1978).