Fara í innihald

Portúgalska Tímor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki portúgalska Tímor (1951-1975).

Portúgalska Tímor var heiti á nýlendu Portúgala á eyjunni Tímor í Suðaustur-Asíu. Fyrstu Dóminíkanarnir komu til eyjunnar árið 1515. Árið 1556 stofnuðu þeir Lifau, fyrstu portúgölsku byggðina. Frá 1702 hafði portúgalska Tímor sinn eigin landstjóra. Nýlendan var við lýði til 1975 og de jure til 2002 þegar Austur-Tímor hlaut sjálfstæði. Lengst af heyrði annar helmingur eyjarinnar undir stjórn Hollensku Austur-Indía sem urðu Indónesía eftir Síðari heimsstyrjöld. Þegar Portúgal hóf að leysa Portúgalska heimsveldið upp í kjölfar Nellikubyltingarinnar 1975 lýsti Austur-Tímor yfir sjálfstæði. Rúmlega viku síðar réðist Indónesíuher inn í landið og lagði það undir sig. Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu ekki tilkall Indónesíu og litu svo á að eyjarnar heyrðu enn með réttu undir Portúgal. Indónesía dró her sinn til baka árið 1999 og við tók bráðabirgðastjórn Sameinuðu þjóðanna fram að sjálfstæði Austur-Tímor árið 2002.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.