Portúgalska Tímor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Frímerki frá Portúgölsku Tímor.

Portúgalska Tímor var heiti á nýlendu Portúgala á eyjunni Tímor í Suðaustur-Asíu. Nýlendan stóð frá 1702 til 1975 og de jure til 2002 þegar Austur-Tímor fékk sjálfstæði. Lengst af heyrði annar helmingur eyjarinnar undir stjórn Hollensku Austur-Indía sem urðu Indónesía eftir Síðari heimsstyrjöld. Þegar Portúgal hóf að leysa Portúgalska heimsveldið upp í kjölfar Nellikubyltingarinnar 1975 lýsti Austur-Tímor yfir sjálfstæði. Rúmlega viku síðar réðist Indónesíuher inn í landið og lagði það undir sig. Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu ekki tilkall Indónesíu og litu svo á að eyjarnar heyrðu enn með réttu undir Portúgal. Indónesía dró her sinn til baka árið 1999 og við tók bráðabirgðastjórn Sameinuðu þjóðanna fram að sjálfstæði Austur-Tímor árið 2002.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.