Rúgbrauðsgerðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rúgbrauðsgerðin er almennt heiti á húsinu Borgartúni 6. Húsið var reist árið 1947 undir starfsemi rúgbrauðsgerðar. 4. apríl 1970 skemmdist húsið mikið í eldi og eftir það voru þar innréttaðir ráðstefnusalir ríkisins. Á tímabili voru þar reglulega haldnir sáttafundir í kjaradeilum sem ríkissáttasemjari kom að.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.