2016
Útlit
(Endurbeint frá Febrúar 2016)
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
2016 (MMXVI í rómverskum tölum) var 16. ár 21. aldar og hlaupár sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu .
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 2. janúar - 47 fangar, þar á meðal margir sjítar, voru teknir af lífi í Sádí-Arabíu vegna ásakana um að hafa áformað hryðjuverk.
- 3. janúar - Íran sleit stjórnmálasambandi við Sádí-Arabíu vegna aftöku sádíarabíska sjíahöfðingjans Nimr al-Nimr.
- 4. janúar - Vegna evrópska flóttamannavandans var flutningstrygging tekin upp fyrir fólksflutninga milli Danmerkur og Svíþjóðar.
- 6. janúar - Norður-Kórea sprengdi vetnissprengju sem olli jarðskjálfta upp á 5,1 stig.
- 8. janúar - Eiturlyfjabaróninn Joaquín Guzmán náðist eftir flótta frá öryggisfangelsi í Mexíkó.
- 12. janúar - 10 létust og 15 særðust í sprengjuárás við Bláu moskuna í Istanbúl.
- 16. janúar - Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lýsti því yfir að Íranar hefðu lagt niður kjarnavopnaáætlun sína.
- 16. janúar - 30 létust í hryðjuverkaárásum í Ouagadougou í Búrkína Fasó.
- 23. janúar - Síðasti þáttur Spaugstofunnar var sýndur.
- 24. janúar - Marcelo Rebelo de Sousa var kjörinn forseti Portúgals.
- 28. janúar - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir zikaveirufaraldri.
- 31. janúar - Barnalánið sem ríkisstjórn Íslands tók árið 1981 var á gjalddaga.
- 31. janúar - Þrjár hryðjuverkaárásir á skóla í Damaskus ollu 60 dauðsföllum. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásunum.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. febrúar - 10 létust í sjálfsmorðssprengjuárásum í Kabúl í Afganistan.
- 3. febrúar - Lík ítalska vísindamannsins Giulio Regeni fannst illa útleikið í vegkanti milli Kaíró og Alexandríu í Egyptalandi.
- 7. febrúar - Norður-Kórea skaut langdrægu eldflauginni Kwangmyŏngsŏng-4 út í geim.
- 9. febrúar - 12 létust og tugir slösuðust í járnbrautarslysinu í Bad Aibling í Þýskalandi.
- 11. febrúar - Vísindamenn í Bandaríkjunum og á Ítalíu kynntu uppgötvun þyngdarbylgja.
- 12. febrúar - Frans páfi og Kírill patríarki hittust í Havana á Kúbu. Þetta var fyrsti fundur æðstu manna kaþólsku kirkjunnar og rétttrúnaðarkirkjunnar frá Kirkjusundrungunni árið 1054.
- 15. febrúar - Bosnía og Hersegóvína sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu.
- 17. febrúar - 28 létust í sprengjutilræði í Ankara í Tyrklandi.
- 18. febrúar - Rússneska farsímafyrirtækið VimpelCom samþykkti að greiða bandarískum og hollenskum yfirvöldum 795 dala sekt vegna spillingar á árunum 2006-12.
- 26. febrúar - Svisslendingurinn Gianni Infantino tók við formennsku í Alþjóðaknattspyrnusambandinu.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 1. mars - Norska símafyrirtækið NetCom breytti nafni sínu í Telia.
- 4. mars - Bandaríska teiknimyndin Zootopia var frumsýnd.
- 11. mars - Mikil flóð gengu yfir Serbíu.
- 14. mars - Geimferðastofnun Evrópu og Roskosmos sendu könnunarfarið ExoMars Trace Gas Orbiter til Mars.
- 15. mars - Í Sogni og Firðafylki í Noregi fannst hreindýr sem sýkst hafði af dádýrariðu. Þetta var fyrsta tilvik sjúkdómsins sem greinst hafði í Evrópu.
- 17. mars - Kúrdar í norðurhluta Sýrlands lýstu yfir sjálfstjórn í héraðinu Rojava.
- 18. mars - Eini þekkti lifandi árásarmaðurinn frá hryðjuverkaárásunum í París, Salah Abdeslam, var handtekinn í Brussel í Belgíu.
- 19. mars - 62 fórust þegar Flydubai flug 981 hrapaði við flugvöllinn í Rostov-na-Donus í Rússlandi.
- 21. mars - Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn dæmdi kongóska varaforsetann Jean-Pierre Bemba sekan um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.
- 21. mars - Barack Obama heimsótti Kúbu, fyrstur Bandaríkjaforseta frá 1928.
- 22. mars - 35 létust í þremur hryðjuverkaárásum á flugvellinum í Brussel og lestarstöð í Maalbeek í Belgíu.
- 24. mars - Fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba, Radovan Karadžić, var dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni.
- 27. mars - Yfir 70 létust í sjálfsmorðssprengjuárásum í Lahore í Pakistan.
- 31. mars - Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna sýknaði serbneska þjóðernissinnann Vojislav Šešelj af ásökunum um glæpi gegn mannkyni.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 2. apríl - 193 létust í átökum milli herja Aserbaísjan og Armeníu í Nagornó-Karabak.
- 3. apríl - Fréttir birtust um Panamaskjölin í fjölmiðlum um allan heim. Skjölin voru gefin út af blaðamannasamtökunum International Consortium of Investigative Journalists.
- 5. apríl - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra Íslands í kjölfar uppljóstrana um aflandsfyrirtæki hans og eiginkonu hans.
- 10. apríl - Yfir 100 létust í hofbruna í Kerala á Indlandi.
- 11. apríl - Kirkjuþing norsku þjóðkirkjunnar samþykkti giftingu samkynhneigðra í kirkjum.
- 16. apríl - 40 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Kumamoto-hérað í Japan.
- 17. apríl - Yfir 200 fórust í öflugum jarðskjálfta í Ekvador.
- 18. apríl - Olíu- og gasvinnslusvæðið Golíatsvæðið í Noregshafi var formlega tekið í notkun.
- 18. apríl - Sænski ráðherrann Mehmet Kaplan sagði af sér eftir að í ljós kom að hann hafði haldið ramadan hátíðlegan með hátt settum meðlimi tyrknesku nýfasistasamtakanna Gráu úlfanna.
- 22. apríl - 175 lönd höfðu undirritað Parísarsamkomulagið.
- 29. apríl - 13 fórust þegar þyrla af gerðinni Airbus H225 Super Puma hrapaði við Turøy í Noregi.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. maí - Skógareldar í Fort McMurray í Kanada eyðilögðu 505 hektara lands og 2400 byggingar.
- 2. maí - Leicester City varð meistari ensku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn.
- 9. maí - Rodrigo Duterte var kjörinn forseti Filippseyja.
- 12. maí - Dilma Rousseff var vikið úr embætti sem forseti Brasilíu eftir að vantraust var samþykkt á hana.
- 14. maí - Jamala sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2016 fyrir Úkraínu.
- 18. maí - Sevilla F. C. sigraði Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í fimmta skiptið með 3:1 sigri á Liverpool.
- 19. maí - EgyptAir flug 804 hrapaði í Miðjarðarhafið. 66 fórust.
- 22. maí - Alexander Van der Bellen sigraði forsetakosningar í Austurríki sem síðar voru ógiltar og haldnar að nýju.
- 28. maí - Real Madrid sigraði Meistaradeild Evrópu í 11. sinn með 5:3 sigri á Atlético de Madrid.
- 30. maí - Fyrrum forseti Tjad, Hissène Habré, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júní - Lengstu og dýpstu járnbrautargöng heims, Gotthardgrunngöngin, voru opnuð eftir tveggja áratuga framkvæmdir.
- 5. júní - Sænska nunnan Elisabeth Hesselblad var lýst dýrlingur innan kaþólsku kirkjunnar.
- 7. júní - Hillary Clinton varð fyrst kvenna opinber forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum.
- 8. júní - Norska stórþingið samþykkti að fylkin Suður-Þrændalög og Norður-Þrændalög skyldu sameinuð í ein Þrændalög frá 1. janúar 2018.
- 9. júní - Konungur Taílands, Bhumibol Adulyadej, hélt demantskrýningarhátíð sína eftir 70 ár í valdastóli.
- 10. júní - Evrópukeppnin í knattspyrnu 2016 hófst í Frakklandi. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu tók þátt í fyrsta sinn.
- 12. júní - Maður sem sagðist vera á vegum Íslamska ríkisins hóf skothríð á hommabar í Orlandó þar sem 50 létust.
- 16. júní - Breska stjórnmálakonan Jo Cox sem hafði barist gegn Brexit var myrt af nýnasistanum Thomas Mair.
- 22. júní - Karlalandslið Íslands í knattspyrnu komst í 16 liða úrslit í Evrópukeppninni í knattspyrnu með 2:1 sigri á Austurríki.
- 23. júní - Þjóðaratkvæðagreiðla um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fór fram í Bretlandi. Meirihluti studdi útgöngu.
- 23. júní - Flóðin í Vestur-Virginíu 2016: 23 létust í verstu flóðum í sögu fylkisins.
- 25. júní - Forsetakosningar voru haldnar á Íslandi. Níu manns voru í framboði. Guðni Th. Jóhannesson náði kjöri.
- 27. júní - Karlalandslið Íslands í knattspyrnu komst í 8 liða úrslit í Evrópukeppninni í knattspyrnu með 2:1 sigri á Englandi.
- 28. júní - Menn á vegum Íslamska ríkisins gerðu hryðjuverkaárás á Atatürk-flugvöll í Istanbúl með þeim afleiðingum að 45 létust.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí - Skógræktin, ný ríkisstofnun, varð til við sameiningu sex eldri stofnana.
- 1. júlí - Lettland gerðist aðili að OECD.
- 3. júlí - Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu féll úr keppni í EM2016 eftir 5:2 ósigur gegn Frökkum.
- 5. júlí - Bandaríska geimfarið Júnó komst á braut um Júpíter.
- 6. júlí - Snjallsímaleikurinn Pokémon Go kom út.
- 12. júlí - 23 létust þegar tvær lestar rákust saman rétt hjá Bari á Ítalíu.
- 13. júlí - Theresa May tók við embætti forsætisráðherra Bretlands eftir afsögn David Cameron í kjölfar Brexit.
- 14. júlí - 86 létust í Nice þegar vörubíl var ekið inn í hóp af fólki sem fagnaði Bastilludeginum á Promenade des Anglais.
- 15. júlí - Hópur innan tyrkneska hersins hóf misheppnaða tilraun til valdaráns. Miklar hreinsanir fylgdu í kjölfarið.
- 18. júlí - Hryðjuverkaárásin í Würzburg 2016: 17 ára afganskur flóttamaður réðist með exi og hníf á fólk í lest milli Treuchtlingen og Würzburg. Hann náði að særa 5 áður en lögregla skaut hann til bana.
- 22. júlí - Japanska fyrirtækið Funai framleiddi síðasta vídeótækið.
- 22. júlí - Skotárásin í München 2016: 18 ára piltur af írönskum uppruna hóf skothríð við McDonald's-stað í München. 10 létust, þar á meðal árásarmaðurinn sjálfur.
- 23. júlí - Sprengjuárásirnar í Kabúl í júlí 2016: Yfir 80 létust þegar tvær sprengjur sprungu í Kabúl í Afganistan. Íslamska ríkið lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 26. júlí - Sólarorkuknúna flugvélin Solar Impulse 2 lauk hringferð sinni um hnöttinn.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- Ágúst - Fyrstu hryllingstrúðarnir sáust í Greenville í Suður-Karólínu.
- 1. ágúst - Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands af Ólafi Ragnari Grímssyni.
- 5. ágúst - Ólympíuleikar voru haldnir í Rio de Janeiro, Brasilíu.
- 5. ágúst - Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn tilkynntu að þau hygðust skilja.
- 6. ágúst - Yfir 20 fórust í flóðum í Makedóníu.
- 11. ágúst - Fjórir létust þegar tvær sprengjur sprungu á taílenska ferðamannastaðnum Hua Hin.
- 18. ágúst - Neyðarástandi vegna skógarelda var lýst yfir í Kaliforníu.
- 20. ágúst - Yfir 50 létust í árás á brúðkaupsveislu í Tyrklandi.
- 24. ágúst - Öflugur jarðskjálfti reið yfir Mið-Ítalíu. Um 300 fórust.
- 24. ágúst - Skjöldur Evfrat-aðgerðin: Tyrkneskur her réðist á staði í norðvesturhluta Sýrlands.
- 31. ágúst - Brasilíuþing samþykkti vantraust á forseta landsins, Dilma Rousseff.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 1. september - Beint flug milli Bandaríkjanna og Kúbu hófst að nýju eftir hálfrar aldar hlé.
- 3. september - Bandaríkin og Kína fullgiltu Parísarsamkomulagið um loftslagsmál.
- 4. september - Móðir Teresa var gerð að dýrlingi innan kaþólsku kirkjunnar.
- 8. september - OSIRIS-REx, fyrstu geimflaug NASA sem átti að sækja sýni úr loftsteini og snúa aftur, var skotið á loft.
- 9. september - Norður-Kórea stóð fyrir sinni fimmtu og stærstu tilraunasprengingu með kjarnorkusprengju.
- 17. september - Sprengjuárásirnar í New York og New Jersey 2016: 29 slösuðust þegar tvær heimatilbúnar sprengjur sprungu í New Jersey og hverfinu Chelsea í Manhattan.
- 18. september - Sprengjuárásirnar í New York og New Jersey 2016: Nokkrar sprengjur fundust á lestarstöðinni í Elizabeth (New Jersey).
- 19. september - Sprengjuárásirnar í New York og New Jersey 2016: Ahmad Khan Rahimi, íbúi í Elizabeth, New Jersey, var handtekinn eftir skotbardaga við lögreglu.
- 21. september - Bátsmannsbúð við Konungslega listaháskólann í Stokkhólmi skemmdist í bruna sem stóð í sólarhring.
- 28. september - Alþjóðleg rannsóknarnefnd komst að því að Malaysia Airlines flug 17 hafi verið skotið niður með rússneskri Buk-eldflaug skotið af uppreisnarmönnum í Úkraínu.
- 28. september - Koltvísýringur í andrúmsloftinu mældist í fyrsta sinn meiri en 400 ppm.
- 29. september - 1 lést og 100 slösuðust þegar lest ók á vegg á Hoboken-lestarstöðinni í New York.
- 30. september - Tvö málverk eftir Vincent van Gogh sem hafði verið stolið frá Van Gogh-safninu í Amsterdam árið 2002, fundust.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 1. október - 77 slösuðust í gassprengingu á veitingstað í Malaga á Spáni.
- 2. október - Friðarsamkomulag milli ríkisstjórnar Kólumbíu og skæruliða FARC var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 4. október - Fellibylurinn Matthew gekk á land á Haítí þar sem hann ollir miklul tjóni og 546 dauðsföllum.
- 8. október - Eitt af elstu dagblöðum Ungverjalands, stjórnarandstöðublaðið Népszabadság, hætti óvænt útgáfu.
- 13. október - Maldíveyjar tilkynntu úrsögn sína úr Breska samveldinu.
- 13. október - Konungur Taílands, Rama 9., lést.
- 13. október - Tilkynnt var að Bob Dylan hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels.
- 16. október - Orrustan um Mósúl (2016-2017): Íraksher hóf sókn til að ná borginni Mósúl úr höndum Íslamska ríkisins.
- 29. október - Alþingiskosningar voru haldnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi (29,0%).
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 4. nóvember - Parísarsamkomulagið tók gildi 30 dögum eftir að 55 lönd höfðu fullgilt samninginn.
- 6. nóvember - Orrustan um Raqqa í Norður-Sýrlandi hófst.
- 8. nóvember - Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna.
- 12. nóvember - 50 létust í sprengingu í hofi Shah Noorani í suðurhluta Pakistan. Íslamska ríkið lýsti ábyrgð á hendur sér.
- 18. nóvember - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir að ekki væri lengur hætt á heimsfaraldri vegna zika-veirunnar.
- 20. nóvember - Orrustan um Aleppó: 27 létust þegar síðasta sjúkrahúsið í Aleppó var eyðilagt í loftárás Sýrlandsstjórnar.
- 24. nóvember - Ríkisstjórn Kólumbíu samdi um frið við skæruliðasamtökin FARC.
- 28. nóvember - 71 fórst þegar LaMia flug 2933 rakst á fjall í Kólumbíu, þar á meðal fjöldi leikmanna brasilíska knattspyrnufélagsins Chapecoense.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. desember - Maha Vajiralongkorn tók við embætti konungs Taílands sem Rama 10.
- 4. desember - Óháði frambjóðandinn Alexander Van der Bellen sigraði í forsetakosningum í Austurríki.
- 10. desember - 38 létust og 166 slösuðust í sprengingu í miðborg Istanbúl.
- 11. desember - 25 létust í árás á Markúsarkirkjuna í Kaíró í Egyptalandi.
- 12. desember - Matteo Renzi sagði af sér embætti forsætisráðherra Ítalíu eftir ósigur í kosningu um breytingar á stjórnarskrá.
- 19. desember - Hryðjuverkaárásin í Berlín 2016: Vörubíl var ekið inn á jólamarkað í Berlín með þeim afleiðingum að 12 létust.
- 19. desember - Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrej Karlov, var skotinn til bana á myndlistarsýningu í Ankara.
- 22. desember - Rannsókn leiddi í ljós að bóluefnið VSV-EBOV reyndist koma í veg fyrir ebólusmit í 70-100% tilfella.
- 23. desember - Líbískri farþegaflugvél með 118 um borð var rænt og hún þvinguð til að lenda á Möltu. Flugræningjarnir gáfust upp og slepptu gíslunum án blóðsúthellinga.
- 25. desember - Rússnesk flugvél með 93 um borð, þar á meðal 64 tónlistarmenn úr hljómsveit og kór rauða hersins, hrapaði í Svartahaf.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 3. janúar - Peter Naur, danskur tölvunarfræðingur (f. 1928).
- 7. janúar - Ashraf Pahlavi, prinsessa Írans (f. 1919).
- 10. janúar - David Bowie, breskur tónlistarmaður (f. 1947).
- 14. janúar - Alan Rickman, breskur leikari (f. 1946).
- 24. janúar - Fredrik Barth, norskur mannfræðingur (f. 1928).
- 24. janúar - Marvin Lee Minsky, bandarískur gervigreindarfræðingur (f. 1927).
- 29. janúar - Ragnhildur Helgadóttir, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1930).
- 3. febrúar - Joe Alaskey, bandarískur leikari (f. 1952).
- 19. febrúar - Umberto Eco, ítalskur rithöfundur (f. 1932).
- 6. mars - Nancy Reagan, bandarísk leikkona, forsetafrú Bandaríkjanna (f. 1921).
- 8. mars - Erlingur Gíslason, íslenskur leikari (f. 1933).
- 13. mars - Hilary Putnam, bandarískur heimspekingur (f. 1926).
- 18. mars - Guido Westerwelle, þýskur stjórnmálamaður (f. 1961).
- 24. mars - Johan Cruyff, hollenskur knattspyrnumaður (f. 1947).
- 21. apríl - Prince, bandarískur tónlistarmaður (f. 1958).
- 2. maí - Afeni Shakur, bandarískur aðgerðasinni (f. 1947).
- 18. maí - Margrét Indriðadóttir, íslenskur fréttastjóri (f. 1923)
- 3. júní - Jón Skaftason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1926).
- 3. júní - Muhammad Ali, bandarískur hnefaleikamaður (f. 1942).
- 11. júlí - Elaine Fantham, kanadískur fornfræðingur (f. 1933).
- 16. ágúst - João Havelange, brasilískur forseti FIFA (f. 1916).
- 29. ágúst - Gene Wilder, bandarískur leikari (f. 1933).
- 2. september - Islam Karimov, forseti Úsbekistans (f. 1938).
- 8. september - Prince Buster, jamaískur tónlistarmaður (f. 1938).
- 9. september - Eiríkur Smith, íslenskur myndlistarmaður (f. 1925).
- 16. september - Carlo Azeglio Ciampi, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1920).
- 28. september - Shimon Peres, ísraelskur stjórnmálamaður (f. 1923).
- 1. október - Edda Heiðrún Backman, íslensk leikkona (f. 1957).
- 13. október - Dario Fo, ítalskt leikskáld (f. 1926).
- 7. nóvember - Ingibjörg Haraldsdóttir, íslenskur rithöfundur og þýðandi (f. 1942)
- 7. nóvember - Leonard Cohen, kanadískur tónlistarmaður (f. 1934).
- 25. nóvember - Fidel Castro, forseti Kúbu (f. 1926).
- 4. desember - Jón Guðmundur Hvammdal Guðlaugsson, íslenskur frjálsíþróttamaður (f. 1926).
- 7. desember - Paul Elvstrøm, danskur siglingamaður (f. 1928).
- 8. desember - John Glenn, bandarískur geimfari og stjórnmálamaður (f. 1921).
- 18. desember - Zsa Zsa Gabor, ungversk-bandarísk leikkona (f. 1917).
- 25. desember - George Michael, breskur söngvari (f. 1963).
- 27. desember - Carrie Fisher, bandarísk leikkona, rithöfundur (f. 1956).