Matteo Renzi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Matteo Renzi
Forsætisráðherra Ítalíu
Í embætti
22. febrúar 2014 – 12. desember 2016
ForsetiGiorgio Napolitano
Sergio Mattarella
ForveriEnrico Letta
EftirmaðurPaolo Gentiloni
Persónulegar upplýsingar
Fæddur11. janúar 1975 (1975-01-11) (49 ára)
Flórens, Toskana, Ítalíu
ÞjóðerniÍtalskur
StjórnmálaflokkurLýðræðisflokkurinn (2007–2019)
Italia Viva (2019-)
MakiAgnese Landini (g. 1999)
Börn3
HáskóliHáskólinn í Flórens
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Matteo Renzi (f. 11. janúar 1975) er ítalskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Ítalíu frá febrúar 2014 til desember 2016.[1][2] Renzi sagði af sér eftir að tillögum hans um stjórnarskrárbreytingar var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í desember árið 2016 og utanríkisráðherra hans, Paolo Gentiloni, var útnefndur forsætisráðherra af Sergio Mattarella forseta lýðveldisins. Ríkisstjórn Renzi og Gentiloni er sú fjórða langlífasta í sögu ítalska lýðveldisins.[3] Renzi var héraðsforseti Flórens frá 2004 til 2009 og borgarstjóri Flórens frá 2009 til 2014.[4][5]

Renzi var 39 ára og 42 daga gamall þegar hann tók við embætti forsætisráðherra og er þar með yngsti maðurinn sem hefur gegnt embættinu auk þess sem hann var yngsti þjóðarleiðtogi í G7. Hann var einnig fyrsti sitjandi borgarstjórinn sem varð forsætisráðherra. Renzi var stundum talinn eiginlegur leiðtogi evrópska sósíalistaflokksins á Evrópuþinginu í andstöðu við evrópska þjóðarflokkinn.[6][7][8]

Renzi er almennt talinn frjálslyndur miðjumaður í stjórnmálum.[9] Ríkisstjórn Renzi stóð fyrir ýmsum umbótum, þar á meðal breytingum á kosningakerfinu, slökun á verkalögum til að ýta undir hagvöxt, endurskipulagningu á stjórnsýslukerfinu, lögleiðingu á borgaralegri sambúð samkynhneigra, einföldun á borgaralegum réttarhöldum og niðurfellingu margra skatta.[10][11]

Renzi sat ekki á ítalska þinginu á meðan hann var forsætisráðherra en hann settist á þing eftir þingkosningarnar árið 2018. Eftir kosningarnar, þar sem miðvistribandalag Renzi lenti í þriðja sæti, sagði Renzi af sér sem formaður ítalska Lýðræðisflokksins þann 12. mars 2018.[12][13][14]

Þann 17. september árið 2019, eftir að Lýðræðisflokkurinn hafði myndað nýja ríkisstjórn með Fimmstjörnuhreyfingunni, lýsti Renzi því yfir að hann hygðist segja sig úr flokknum og stofna nýjan, miðjusinnaðan stjórnmálaflokk. Renzi sagðist þó styðja ríkisstjórnina og að með stofnun nýja flokksins myndi hún hafa breiðari skírskotun.[15] Þann 14. janúar 2021 dró Renzi hins vegar stuðning nýja flokksins við ríkisstjórnina til baka.[16] Þetta leiddi til afsagnar stjórnar Giuseppe Conte ellefu dögum síðar.[17]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Giunta comunale“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. nóvember 2017. Sótt 7. júní 2015.
 2. „Elezioni Comunali Turno di ballottaggio 21–22 giugno 2009“ (ítalska). Comune di Firenze. 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. október 2013. Sótt 22. febrúar 2014.
 3. Governo Renzi il quarto esecutivo più lungo della Repubblica
 4. Roe, Alex. „Matteo Renzi takes Florence“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. nóvember 2017. Sótt 25. júní 2009.
 5. „Italy to swear in new Prime Minister Matteo Renzi“. BBC News. 22. febrúar 2014. Sótt 2. ágúst 2018.
 6. „Matteo Renzi coi leader del Pse a Bologna per il lancio della nuova "terza via". In dote, il Jobs act“. L'Huffington Post. Sótt 2. ágúst 2018.
 7. „Professor Kalypso Nicoladis on the prospects of an EU guided by Merkel & Renzi“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. desember 2014. Sótt 2. ágúst 2018.
 8. „Italy's Reformist Prime Minister Is the Type of Leader Europe Needs“. Huffington Post. Sótt 2. ágúst 2018.
 9. https://www.telegraph.co.uk/news/2016/12/03/europe-holds-breath-italy-heads-polls-critical-referendum/
 10. „Italy Prime Minister Mattro Renzi on Senate Reform“. Bloomberg. Sótt 2. ágúst 2018.
 11. „Renzi Gives Italians Lower Taxes, Higher Cash Use to Back Growth“. Bloomberg. Sótt 2. ágúst 2018.
 12. Elezioni politiche: vincono M5s e Lega. Crollo del Partito democratico. Centrodestra prima coalizione. Il Carroccio sorpassa Forza Italia
 13. Elezioni 2018: M5S primo partito, nel centrodestra la Lega supera FI
 14. Direzione Pd, Renzi assente: "Mi dimetto ma non mollo". Martina: "Guiderò il partito con collegialità"
 15. Atli Ísleifsson (17. september 2019). „Renzi stofnar nýjan flokk“. Vísir. Sótt 17. september 2019.
 16. Róbert Jóhannsson (14. janúar 2021). „Stjórnarkreppa á Ítalíu eftir óvinsæla ákvörðun Renzi“. RÚV. Sótt 25. janúar 2021.
 17. Sunna Valgerðardóttir (25. janúar 2021). „Forsætisráðherra Ítalíu hættir á morgun“. RÚV. Sótt 25. janúar 2021.


Fyrirrennari:
Enrico Letta
Forsætisráðherra Ítalíu
(22. febrúar 201412. desember 2016)
Eftirmaður:
Paolo Gentiloni